Fjallkonan


Fjallkonan - 26.04.1898, Qupperneq 3

Fjallkonan - 26.04.1898, Qupperneq 3
26. apríl 1898. FJALLKONAN. 67 landa og innan. Ei dæmdi hann þá nndir mark og húðlát, heldr að sitja uppi á vatni og brauði hjá sér í hálfan mánuð; sigldu þeir svo þar eftir, fengu geistlegheit sín, urðu attestati og síðan annar kirkjupreBtr á Hðlum, enn hinn á Hofl í Vopna- firði, sem áðr er sagt; so gerir guðs forsjðn gott af illu. Enn þá Fðsi lék glaðvær fyrir að taka á móti við peningum eínum, fékk hann þetta annsvar af sýslumanni: „Þinn bölvaðr fantr, þö hefir með versta hætti samandregið þá og aldrei tíundað, og skalt nfl ei njðta nokkurs af þeim, því þeir eru fallnir undir kóng“. Féll þessi karl þá í víl og vesældðm, hraktr og hrjáðr af hverjum manni, og dð síðast í harðrétti. Þanninn verða afdrif Mammons-þrælanna á stundum. Þegar áðrnefndir piltar vðru í fangajárnum burt fluttir á sýslumannsgarðinn til að biða þar dðms, lét skðlameistari vor, Gunnar Pálsson, syngja þennan Bálm: „Tak af oss, faðir, ofþunga reiði“, sem var af honum og af oss öllum sunginn í soddan hrygð, að ég get því aldrei gleymt, og hefi þess vegna ei alleinasta sungið hann með sjálfum mér og með minu heimilisfðlki, heldr og í guðshfls- um, þá einhver bágindi hafa verið á komin, og hefir sá góði gnð af sinni náð ætíð þar við veitt fljóta huggun og liðsemd, sem með hefir þurft. — Þegar ég hafði nfl þanninn mist vel- nefndan frænda minn og forsvar úr skðlanum, fóru illa-artaðir drengir, sem ver gekk enn mér, að leggjast á mig; sá versti af þeim var áðr áminstr jafnaldri minn og sveitungi, Erlendr Sigurðsson frá Brekkum. Eitt dæmi af mörgum var það, að skriffæri og hálstrefill hvarf í skólanum; var leitað af notarius; fundnst skriffærin í kistli minum, enn trefillinn í rúminu. Ég var að spurðr, hvort ei hefði þetta tekið, hverju ég neitaði, hvort nokkurum hefði lykil að kistlinum í hendr fengið, hverju ég og neitaði; þá ei ávanst með þessu, var ég flengdr, barinn og laminn til að meðganga, og þó ég neyddist til að játa, bar ég þá aftr á móti því, [svo] að þeir komust í standandi ráða- leysi með mig, enn samvizka mín var hrein og frí, hvaða pynd- ingar sem ég leið. Þá öll viðleitni varð forgefins um nokkura játun, þá ég var í frelsi kominn, hefst Bjami sál. Pálsson, land- physicus, sem þá var einn af notariis, með þessi orð: A Bé að drengr þessi er aldeilis saklaus; einhver annar djöfull er hér sem vill fordjarfa hann; iátum ejá, hvort enginn annar lykill gengr að kistlinum, eða hvort hann verðr ei upp sleginn. þðtt hann sé nýr“. Nfl varð haan uppsleginn, enda fanst lyk- ill annar hjá Erlendi, sem að gekk, og var hann þaðan í frá bæði um það og annað ilt grunsamr hafðr, sem ei var fjarri. Leyfði guð honum aidrei að vinna nokkurt slys eða svig ámér, hverninn sem hann leitaðist við það. Hann varð eftir í skðla þá eg fór þaðan; útBkrifaðr sigldi hann til Kaupmannahafnar, kastaði þar frá sér geistlegheitum og fðr að stúdéra lög að orði kveðnu; kom þar sundrþykki milli stúdenta; kom so hingað aftr með iítilli virðing, giftiat ekækju einni, sem er illfygli, sem hann [annjað hvort [skiftið] hýðir eða ber annað. So sem allir mínir skðlabræðr komust til manns og stðrra embætta sumir af þeim, so hefir guð ei nnt honum til nokkurs þess em- bættis að komaat, að yfir aðra ráðandi væri. Hann veit bezt hvað með manninum býr og hvað hverjum einum þénar. Enn Bjarni sál. landphysicus, sem var í allri raun og veru einn sá hjartabezti maðr við aumingja og nauðþrengda, komst við í hjarta hversu með mig hafði farið og varð mér sá allra bezti maðr þaðan í frá, tryggvasti og trúfastasti vinr, alt til danða- dags. Ber ég hans gððar menjar í lækniskonstinni, hvar til hann fræddi mig og styrkti með orði og verki mörgum til liðs. Blessuð veri hans minning. Jafnaldra mín, sem óg hefi önd- verðlega um getið, var þrímenningr minn og hét Ingibjörg Gísladðttir, í náttflru gagnskörp, álitsfríð, vel að sér til munns og handa. Lðkátrinn Jðn Egilsson, sem nfl er prestr á Laufási, var mððurbrððir hennar; hann kom henni, af hennar og foreldra hennar UDdirlagi, i undirráðskonudæmi á skðlanum. TJrðum við á ný kunnug og samrýnd, að hvort var oft hjá öðru og gerði [hún] mér alt til vilja og þénustu sem megnaði, hvar af kvikn- aði heitari ást hennar til mín, að hún sat um mig til fylgjulags og eiginorðs með öllum hætti, er ég gat ei við séð í öndverðu, enn hversu nærri sem við urðum hvort öðru, stundum af tilstilli móðurbrðður hennar — varðveitti guð mig af öilum líkamleg- um losta með henni, né heldr ég veitti henni nokkurn ádrátt með eiginorð, og enn með sama hugarfari; enn þá hagaði sfl gnðlega forsjón því svo til, að ríkr lausamaðr vestan undan Jökli, sem gefið hafði sig til kaupasláttar norðr, beiddi hennar, hvar til ég og min gðða föðursystir Ingibjörg áttum gððan hlut. Lðkátr og hún fundust þá hreinlega að tali, þá hjðnabandið varð fullkomnað; fór hfln so vestr með manni sínum; settuBt að bfli í Barðaatrandarsýslu og brððir hennar Sigurðr giftist þar einnig, og er jarðeigandi, og eiga hvort um sig mörg börn, er þar að ættkvísl verðr. Dæmið sýnir, hve ðvitrlegt það er, þá foreldrar jafna ungum börnum saman; bezt ætla ég að hafa sem minst við soddan. Aðra ættstfllku, sem hét Ingibjörg Kárs- dðttir, átti ég þar á skðlanum, einnig allvel að sér, enn hinni að öllu ríkari, so bfln skenkti mér marga hluti, sem ég var þurfandi um; hún var kynjuð af Höfðaströndinni, nálægt kaup- staðnum, og hafði því nðg af þess kyns vörum. Hón gaf mér fyrst bláa sokka, sem ég mátti þó ei bróka meðan í skólanum var, því það var þá ei komið í brók sem nfl, að skólapiltar væru i bláum sokkum eða stígvékim, sem hver auminginn kepp- ist nfl hvor við annan; brúkuðust þá fyrir það mesta stáss mð- rauðir rauðkembingssokkar, eðr stálgráir; hón varð sama sinn- is við mig sem hin, og eltu þær tíðum grátt silfr saman, er ég lét sem ég sæi hvorki né heyrði. Enn ei heldr fékk ég nokkum huga til hennar. Hún giftist síðar, varð um nokkur ár land- seti minn á Hofs eigninni; þurfti hfln þá oftar minnar aðstoð- ar við, er hfln komst í fátækt, hvað ég lét og ásannast í upp- gjöf skuldanna. — Af heiminum hafði ég ei meira að segja, so ég hugsaði nfl að það væri sá allri versti og viðsjálaBti hlutr að komast á unga aldri í tak við kvenfólk.--------Þðra hflstrfl var upp á það í drykkjuskap sínum, að láta skðlapilta spila, leika og slá á hljððfæri fyrir sig í vissu hflsi, með öðru ðnefndu. Enn þá hún fékk mig ei til þess, gerðist hfln mér sú allra versta og heiftræknasta manneskja, so lengi hfln lifði, hvar um nokkuð síðar. (íramh.) Veðrátta. Vikuna sem loið viðraði vel, og er nú vonandi, að nægir hagar sé komnir upp i uppsveitum Arnessýslu, enn til skamms tíma hefir verið haglaust á sumum stöðum í Grímsnesi, Tungum og Hreppum, enda hofir snjðað öðru hvoru alt að þessu. Fénaðarhöld munu vera í lakara lagi, þar sem mest hefir kveðið að heyskortinum; fénaðr mun hafa verið dreginn fram á litlu fððri og því vera magr. Kflnum hefir að Bögn sumstaðar verið gefin mjólkin úr sér. Ef vorið verðr ekki gott, er því út- litið ískyggilegt. Afiabrögð. Góðr afli í Grindavík, hlutir þar um 600, enn í Höfnum um 400; minni á Miðnesi, og í Garðssjó lítill afli alt að þessu. Þó afiaðist nokkuð á dögunum bæði á færi og í net í Garðssjó. Fiskrinn er sagðr vænn yfirleitt. — Botnverp- ingar eru horínir burtn sem stendr; hafa að sögn fengið iítinn afla hér, og mun líka standa stuggr af „Heimdalli“. — Mikil

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.