Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1898, Side 1

Fjallkonan - 18.05.1898, Side 1
Kemr dt um miöja viku. Árg. S kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli. Upp- sögu skrifleg fýrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18 XV, 20. Reykjavlk, 18. maí. 1898. r Otímabær Þingvallarfundr. Hr. Benedikt Sveinsson, sem mun telja sig sjálf- kjörinn foringja allrar þjóðarinnar i stjórnarskipun- armálinu, hefir gengizt fyrir því, að fjórir þingmenn hafa ritað undir Þingvallarfundarboð með honum, og hefir fundarboð þetta verið sent út um landið. Það hljóðar svo: Með pví að svo má, gjöra ráð fyrir, aðjá|næstkomandi sumri, eigi síðar enn 20. dag ágústmánaðar, verði búið að byggjahús það á Þingvelli, er styrkr er veittr til í núgildandi fjárlögum, fyrir þjóðlegar samkomur og erlenda ferðamenn, þá viljum vér undirritaðir leyfa oss að skora á hin einstöku'kjördæmi landsins, að kjósa og senda þangað fulltrúa, einn eðr tvo, eins og ákveð- ið er um þjóðkjörna alþingismenn. Tilgang fundarins höfum vér hugsað oss þann, að ræða mest um-varðandi almenn þjóðmálefni, sér í lagi stjórnarskipun- armálið, enn tengja þar við jafnframt þjóðminningarsamkomu fyrir land alt með svipuðu fyrirkomulagi og gert var í Reykjavik eíðastliðið sumar. Vér fulltreystum því, íslendingar, að þér munuð gefa þess- ari áskorun því rækilegri gaum, sem þér munuð finna til þess, eins og vér, að aldrei hefir verið brýnni ástæða til þess enn nú, að sameina beztu krafta fóstrjarðarinnar, henni sjálfri til vegs ■og frama. Fundrinn verðr settr fyrnefndan dag, 20. ágúst, á hádegi. Ritað í aprílmánuði 1898. Benedikt Sveinsson. Sigurðr Gunnarsson. Klemens Jónsson. Jón Jónsson þm. Eyfirðinga. Pétr Jónsson þm. Suðr-Þingeyiuga. Fjallk. hefir reyndar lagt það til, að haldinn yrði fulltrúafundr fyrir alt landið á undan næsta þingi, 1899, og að hann yrði haldinn í Reykjavík, til þeas að undirbúa stjórnarskrármálið. Enn Fjallk. getr samt ekki mælt með þessu fundarboði af ýma- um ástæðum, og eru þessar helztar: 1. Fundrinn er langt of seint boðaðr til þess að nægilegr undirbúningr geti orðið á undan honum. 2. Fundartíminn er illa valinn á miðjum engja- slætti, þegar bændr mega sízt vera að heiman, og verðr fundrinn fyrir þá sök miklu dýrari enn ella. 3. Engin vissa er fyrir, að hús þ-v á Þingvelli, eem talað er um í fundarboðinu, verði komið upp fyrir 20. ágúst. Miklu líkara að það verði ekki, af því að skortr mun verða á húsasmiðum hér um slóðir í sumar. Yerðr því að flytja þangað tjöld, eina ng vant er. 4. Mest furðar oss á, að hinir heiðruðu boðendr ekulu jafnframt vilja stofna til þjóðminningarsam- komu (þjóðhátíðar) fyrir alt landið á Þingvelli, án þess nokkur undirbúningr til þess hafi átt sér stað enn þá. Tll þess að slík þjóðhátíð fyrir alt land yrði haldin svo í lagi færi, veitti ekki af einum vetri til undirbúnings. 5. Loks er enn engin von til, að Þingvallarfundr, sem haldinn yrði nú i sumar, yrði til þess að sameina skoðanir manna í stjórnarskrármálinu. Miklu fremr mundi hann verða til sundrungar, meðan almenningr hefir ekki skapað sér fastari stefnu í málinu enn nú er, og meðan enginn veit, hvernig stjórnin tekr í máiið. Að öllu þessu athuguðu virðist því þessi fund- arboðun vera ótímabær. Hluttaka íslands í Parísar-sýning 1900. Fyrir milligöngu premier-lautenants Daniel Bruuns fornfræðings var hér sett nefnd manna til að gang- ast fyrir því, að ísland tæki þátt í sýningu þeirri, er á að verða í París árið 1900. Þessi nefnd, sem í eru amtmaðrinn og biskup- inn, sem yfirstjórnendr Forngripasafnsins, Eiríkr Briem, formaðr Fornleifafélagsins, Jón Jakobsson umsjónarmaðr Forngripasafnsins og Pálmi Pálsson fyrv. umsjónarmaðr þess, hefir nú sent út áskorun til landsmanna, að senda nefndinni gripi, sem senda mætti á þessa Parísar-sýningu. Svo er til ætlazt, að sýning þessi sýni hina eldri menning íslendinga, og gæti hún auðvitað orðið fullsæmileg, ef til hennar væri vandað eftir beztu föngum, enn áhætta mun þykja, að senda góðgripi vora til Parísar. Hin nýja menning íelands getr þar á móti ekki orðið sýnd á þessari sýningu, nema oss til vansa, nema því meiri undirbúningr og tilkostnaðr væri hafðr. Hér fer á eftir skrá yfir þá hluti, sem nefndin vill láta senda sér. Yfirlit yfir áhöld, gripi, myndir og annað frá Islandi, er til er ætlazt að synt verði á Farísarsýningunni 1900. I. Jarðyrkjuáhöld: Spaðar, pálar, rekur, mykjukvíslar, klárur, móskerar, torf- ljáir (í orfum), orf og Ijáir, hrífur, heynálar, hrip (heyhrip, mó- hrip), laupar (meisar), kláfar, reipi. II. Vefnaðr og saumaskapr: Gamli vefstóllinn með uppfestum vef, sýnishorn af nnnum vefnaði (vaðmáli, dúkum, ábreiðum o. fl.), flosBtóll með uppfest- um vef, rokkar'(skotrokkar), snældur, kambar (togkambar), þráðarleggir, lárar, körfur, nálhús, prjónastokkar, kniplingaskrin. III. Búningar og gripir: Karlbúningr, kvenbúningr. Skrautgripir (belti, hnappar, sylgjur o. fl.). Hárgreiður, kambar. IV. Reiðskapr: Hnakkar, söðlar, beizli, svipur, klyfberar og reiðingar og

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.