Fjallkonan


Fjallkonan - 18.05.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.05.1898, Blaðsíða 2
78 FJALLKONAN. XV 20. meljur, teymingar, huappholdur eða höft (úr ull og tágum), skeifur með hestskónöglum, ístöð úr málmi og horni, sporar. V. Húsbúnaðr og húsgögn: Eúmtjöld og rúmstæði, stólar, rúmfjalir, skornar hríkr og Btoðir, skápar, lampar og kolur og ljósker úr steini, lásar marg- víslegir (mellulásar, tröllalásar o. fl.), skjágluggar, kistur og skrinur. Hnifar og spænir, drykkjarhorn, askar og blöndukönn- ur, ausur og eyslar, trédiskar, trog, kollur, pyrlar, brauðmót, brauðstílar og brauðhjól, steinsleggjur, trafakefli. VI. Veiðiáhöld: Skntlar, önglar, sökkur (vaðsteinar) og stjórar (ílar) úr steini, net. Vaðir með snörum, net, áhöld öll við bjargfugla- veiðil VII. Áhöld öll við íþróttir og leika: Isleggir, skíði, þrúgur, skautar (af járni og tré). Leikföng. Taflborð með mönnum. VIII. Bæir og úthýsi verða sýnd með eftirlíkingum og myndum. IX. Kirkjur og klaustr sömuleiðis. X. Fornrit og isl. prent: Kúnasteinar (eftirlíkingar og myndir og rúnastafróf). Gömul handrit á skinni (frumrit eða Ijósmyndir eða ljósprent). Gamalt ísl. prent (t. d. Guðbrandsbiblía, eftirlíkingar af ísl. letrum o. s. frv.). ÍSLENZKR SOGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Pramh). 19. Enn framar skal hér sýna sérlega guðs vernd og varatekt yflr mér, meðan eg var í samastað, og er þar fyrst til að taka, að enn þá eldi eftir af gömlum forneskju- Bkap, rúnum og ristingum. Var þar til við skólann ein gömul skrifuð bók, til að læra af allslags galdr; var hún forvöruð mann eftir mann i afviknu plássi, hvar enginn yfirboðari kunni að (að) komast. Enn so sem að það illa er tamast og auðnæm- ast, so gáfu sig ýmsir nasvísir drengir að skrifa npp og prófa eitt og annað upp úr henni, og gátu með hjátrúnni þar á gert eitt og annað ólukku gieglerí; lokkaðist eg so til þessa. Enn þar reglurnar stóðu upp á, að menn yrðu í þvi verki að kasta frá sér öllum guðlegum þönkum, með öðru fleiru, sem eg gat ei gefið mig til, tókst mér ekkert, sem betr fór, og gaf so það fljótasta þá svörtu konst frá mér. Enn sú bölvaða bók fór úr skólanum með vissum manni, og eg má segja af guðlegri til- stilli tapaðist, so að hún er ei framar til. Þó varði við átrún- aðr um aftrgöngur og uppvakninga, og þótt eg legði léttan trúnað á það skraf, varð eg þó var við hvorttveggja, frá hverju guð þó dásamlega varðveitti mig. — Gunnar skólameistari minn stúdéraði svo sterkt, að honum nægðu ei kvöldvökur, heldr vaknaði til þess fyrir dag, og þó eg væri í neðra bekk, fekk hann mig til þess að fara inn í stað fyrir sig og • kveykja sér Ijós, og var að ganga yfir kirkjugarðinn og langt inn í stað til þess, sem ei var hent fyrir myrkfælna, og þó mér heyrðist brak og brestir og ýmisleg hljóðafæri í kirkjunni, og á þeirri leið, gaf eg mig þar ekkert að. Leið so eitt ár og lengr, sem þetta fór fram, þá fært veðr var, og varð mér ekkert að meini. Enn eitt sinn átti leið að stólnum einn prestr, er fylgdi ein aftr- ganga, sem kölluð var Flugumýrar-skotta, og fór þessi andi á undan honum. Nú stóðst svo á eg Bkyldi fara inn i staðinn áðr hann kom um daginn, sem enginn vissi þó fyrir. Þegar eg kom að þeim dyrum staðarins, sem kölluðust studiu-áyr,. kom að mér framar venju stuggr að ganga inn; sneri so tví- gang aftr upp i kirkjugarð. Mér þótti vanvirða, að fara for- gefins ferð; var og ei vel búinn að lesa yfir, sem eg lét oft biða til þess tíma. Herti eg upp hugann og gekk inn í staðinn; varZeg þá tekinn jafnskjótt i loft upp; var eins og þykkvir flókavindlar þeystust alla vegna að mér, og so fleygt inn í ganginn hér um fim faðma leng(d). Kastaðist þar so niðr og sá undir eins hvern raft i steingöngunum og Ijósberann, sem hrotið hafði úr hendi mér, hvar hann lá. Tók eg hann upp, fór enn lengra, í eldhúsið, kveykti þar og færði skólameistara mínum. Ei sagði eg honum frá þessari hremmingu, enn hann sá að eg leit öðruvÍB út enn vant var, og sagði eg skyldi leggja mig fyrir, og ei hirða um lestra þann dag, hvað eg gjarnsam- lega þáði. Um daginn kemr kvittr úr staðnum, að greint'ó- vætti hafi farið upp á hvern mann og suma þunglega útleikið. Grunaði hann þá, hvað verið muni hafa með mig, og lét segja sér hvernig alt hefði til gengið. (Framh.). Laus embætli: Læknisembættið við holdsveikisspítalann (2700). Umsóknarfrestr til l.júlí. — Landeyjaprestakall (1379) j umsóknarfrestr til 13. júní. Skúli Thoroddsen hefir keypt Bessastaði af séra Jons- fyrir 13,500 kr., og ætlar að sögn að flytja þangað á næsta ári. Benedikt Sveinsson hefir keypt hluta úr Skildinganesi (fyrir sunnan Beykjavík) og ætlar að fara að búa þar. Brú á Örnólfsdalsá. Síðasta alþingi veitti fé til að brúa Örnólfsdalsá hjá Norð(r)tuugu (4 Kirkjnhyl, sem kallaðr cr). Þetta virðist nú hafa verið mjög misráðið, því áin er að sögn að yfirgefa farveg sinn einmitt um þær slóðir, og ætlar að brjót- ast gegnum fenin fyrir norðan Norð(r)tungu bæinn. Hin fyrir- hugaða brú, sem gert er ráð fyrir að byggja í sumar, kemr eftir þessu að engu haidi. Yfirgangr fiskieimskips. Fiskieimskip frá félagi því sem Björn kaupmaðr Sigurðsson er ráðsmaðr fyrir, hefir legið á mið- unum í ísafjarðardjúpi og stundað veiði með lóðum á sjö bát- um. Það beitir sild og skelfiski og slægir þar allan aflann; er það hvorttveggja brot á fiskisamþykt þeirri er þar gildir. Þetta hefir verið kært fyrir sýslumanni ísfirðinga, Hannesi Hafstein; brá hann þegar við og lét flytja sig út í Djúp að leita að sökudólguDum, enn þá vóru þeir allir á burtu. Daginn eftir vóru þeir komnir aftr, og scndi þá sýslumaðr skipun til skipstjóra, að hætta veiðinni í Djúpinu og finna sig að máli, enn hann sinti því ekki. Sendi þá sýslumaðr skip af stað með stefnu, og stefndi skipstjóra að mæta á ísafirði, enn hann skeytti þvi ekki heldr, og heldr áfram uppteknum hæti við veiðina. — Þetta fiskieimskip hefir aflað daglega 3—7000 á alla bátana. Strandferðaskipið „Thyra“ kom af Yostfjörðum 10. maí. Farþegar fáir. Yeðrátta hefir verið köld á þessu vori, einkum síðustu dagana frá því 13. þ. mán.; stormr oft á norðan með fjúki, og nætrfrostum, enn ekki hefir fest snjó hér nm slóðir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.