Fjallkonan


Fjallkonan - 25.05.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.05.1898, Blaðsíða 2
82 FJALLKONAN. XV 2l ISLENZKR_SÖGUBÁLKR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Frh.) í annað sinn fell so til, að við skólapiltar, þrettán að tölu, fórum á jólum fram í fjörðinn; mældum við okkr mót til baka aftr á þeim bæ, sem heitir Viðvík; skyldi þá fyrir vera brenni- vinskútr til hressingar áðr við á þrettánda dags kveldið kæm- um á stólinn. Alt fór þessu fram eftir tilætlun; er þaðan að riða með einni á, sem liggr eftir endilöngum Hjaltadalnum; er vegr upp á hátt holt, sem nefnist LaufskáJaholt; er gatan rétt á brúninni, þverhnipt ofan í ána, enn þykkr þúfnamór að ofan- verðu. Eg ríð fremstr upp á þetta holt og einn (skygn) fylgd- armaðr var næstr mér. Eg heyri á bak við mig, að þeir er eftir mig koma, eru að segja: „Hver fjandinn kemr nú ríðandi og logandi heiman frá stólnum; drekkum honum til“, því ná- unginn var milli bræðranna. Þá eg var kominn þar gatan var tæpust, kallar sá mér næstr reið höstugt: „Snúðu hestinum á vinstri hlið úr götunni", hvað eg gerði, enn undir eins flýgr yfir mig svo mikil dimma, að eg sé hvorki himin né jörð, og so sterkr hvinr eða þytr við hægra eyrað, eins og þá fugla- hnappr hjá flýgr, so maðrinn lofaði guð og sagði: „Nú sá guð vel til þin, að þú fleygðist hér ei ofan fyrir til dauðs; ætlar hann þér víst lengra lif. Engan af oss sakaði heldr upp á. Þessi óvættr var haldin sending frá biskupi sjálfum tii sýslu- manns, því þá var sökótt þeirra á millum út af ýmsu. — í þriðja sinn bar so til, að eg i sláttutíð seint um sumarið reið frá mínu heimili Yztugrund út i kaupstaðinn, sem kallast Hofs- ós, og annar maðr til, fornspár og útséðr um marga hluti, ætt- aðr úr Kjós, og hét Guðmundr Bárðarson. Þetta var á laugar- dagskveld, því sú var venja i Skagafirði, að hætta slætti snemrna á þeim. Oss dagaði uppi i grashvammi einum fyrir framan Brimnes; heftum þar hesta okkar, og lögðum okkr til svefns, þvi spakt veðr var, með þeim skilmálum hvor skyldi annan vekja sem fyrr vaknaði. Hann vaknaði fyrr, svo eg vissi ekki, og fer að leita að hestunum, er langt voru stroknir á veg til baka. Þá hann var i burtu kominn, heyrist mér í gegnum svefninn kalla[ð] Jód, og so í annað sinn; finst mér eg vera milli svefns og vöku, og vilegeiupp rísa eða gegna honum aftr í hefndarþátt, að lét mig ei af vita þá í burtu fór. 1 þriðja sinn er til mín kallað sem hæst, að mér heyrist taka undir i gilinu með einu löngu framandi orði, sem eg nú ekki stafrétt man, og með það stend eg á fætr og geng á veg að leita hans. Nær við finnumst segi eg honum frá þessu, cnn hann segist ei haía til mín kall- að, heldr hafi mig guðs andi vakið og verndað frá loftöndum, sem að mér hafi þá sótt, og mundi eg annaðhvort hafa hálf- visnað eða dáið, hefði eg ei brngðið við seinasta kallið, og vildi hann síðar sýna mér nokkur merki til þess. Yíð komum i þetta sama pláts degi síðar; var þá að sjá eins og visn&n á stráum i bælinu þar sem grænt var alt í kring. Hann svarar þá: „Klaksárt er þeim vonda anda við þig, og muntu honum einhvern tima óþarfr verða, enn guð mun standa með þér, enn vittu hvað orðið hefir að þýða, sem til þin var kall- að“. Bágt var það að finna; þó, þegar það varð loksins ana- grammerað og nmbylt á alla vegi, meiningin: góð samvízka. Var mér enn dásamlega af guði bent, hvað eg skyldi stunda alla mína æfi, að halda henni hreinni. Kom og líka fljólt til þess, þvi strax þar eftir var mér og þremr skólapiltum öðrum, er næstir vóru við hendina í Skagafirði, að bera andvitni á móti biskupi vorum, stefnt til Yiðvíkr þingstaðar um ólöglega við- gerninga þeirra við skólann á móti reglementenu, er þeir höfðu ei látið opinbera, með viðara, so þeir urðu fyrir tiltali og útlát- um, og þó við þá töluðum sannleikann, lét biskup oss ei i hinu minsta gjalda þess, enn alt öðruvisi var skólameistari og lókátr við oss þar eftir sinnaðir. (Frh.). Eyjafirði, 27. apríl. Hér er byrjað á húsabyggingum og búið að reisa tvö ný hús, farið að eiga við vegabætr ofl. — Búnaðarfélagið hér hefir ekki neinn styrk úr landssjóði, enn mun samt halda áfram. Fyrir tæpum hálfum mán. kom fyrsta vöru- skipið í ár hingað, eimskipið „Inga“ til Gránufél. hér og ti! Siglufj. og Sauöarkróks. Nú eru vöruskip til annara verzlana hér öll komin. — Stofnað er á Akreyri „Verzlunarmannafélag“ og vetzlunarfélag, er nefnt er „Kaupfélag Akreyrarkaupstaðar“. HúnavatnS8t/slu (austanv.), 29. apr. Snjókomur hófust hér miklar i miðjum febr. Varð brátt haglaust og hélst ótíðin til einmánaðarkomu. — Nokkur hross hafa þó ekki komið hér undir þak á þessum vetri. Eftir það batinn kom fyrir alvöru um bænadagana hefir verið góð tíð. Fénaðarhöld góð. Kláða&koð- anir nýlega um garð gengnar, og mun kláða hafa orðið vart nokkuð viða. Alt kláðasjúkt fé er tekið frá og baðað. — Vöru- skortr varð hér hjá kaupmönnum í vetr, einkum á steinolíu, kaffi og sykri; urðu menn því að sækja nauðsynjar sinar Sauðárkrók og sumar matartegundir vóru að kalla upp gengnar hér í verzl- unum þegar skip komu. Litlar vörubirgðir færði Vesta 20. marz, enn um sumarmálin komu vöruskip til Blönduóss og Skaga- strandar. Tombóla var haldin á Ytriey 16. apríl. Ágóðinn ætlaðr hússtjórnarskólanum í Roykjavík. ísafjarðarsýslu, 8. maí. Fénaðarhöld góð, enn margir vóru orðnir heytæpir þegar batinn kom. Sjógæftir hafa verið góðar siðan á páskum, ekki fallið úr nema 4—5 dagar. Hákarlaskip hafa aflað vel og fiskiskip sömuleiðis; 4—5 BÍldveiðafélög eru í óða önn að búa sig undir að taka á móti síldinni og liggja bátarnir með vörpunum í á ísafirði; sild halda menn sé komin í Djúpið, enn ekki inn á firði. Verzlun fer dagversnandi; allar útfl. vörur hækka í verði nema kaffi, sem er 65 au. — Saltskip kom til kaupfél. Isf. með á 2. þús. tnn.; það alt uppgengið. Mýrasýslu, 12. maí. Hvert uppboðið er haldið á fætr öðru, því allir eru að losa sig við landbúskapinn; fyrir suma verðr sjálfhætt vegna hjúaeklu og skuldafjötra, sem ekkert verðr losað um í þessu árferði, enn lánstraust margra nú harðla tak- markað. Landbúnaðrinn er í þoim voða nú, að beztu menn og glöggskygnustu i sveitamálum eru nær þvi örvæntingarfullir um að hjá þeim voða verði stýrt með nokkurum ráðum, ef sauðfé hækkar ekki bráðlega í verði. — Sýslunefndir Mýra og Borgarfj. undirbúa nú héraðshátíð í sumar. — Sundkenslan sem hér var virðist munu leggjast niðr aftr. — Góðan mann missir þetta hér- að, ef séra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti fer að holdsveikis- spítalanum, eins og líkur eru sagðar fyrir; þó þykjast sumir vissir um, að annar goti orðiö honum hlutskarpari, ef sá hinn sami ætti vin, sem aftr ætti vin meðal þeirra er mestu ráða um veitinguna. Flím og uppnefni. Úr bréfi af Akreyri, íð /6. ’98. „Guðmundr Friðjónsson getr þess, að í höfuðstað Norðlend- inga sé stundum látið fjúka i kviðlinga; hefir allmjög. borið á þessu í vetr, og sumt verið ekki eftir hafandi. — Annar siðr liggr hér í landi, sem eigi verðr neinum til lista talinn, það eru uppnefningar karla og kvenna, húsa o. s. frv. Þetta hefir rekið svo langt, að við eina vsrzlun hér í bænum voru allflest- ir af skiftavinunum uppnefndir i höfuðbókunum, eigi alls fyrir löngu, margir svívirðingarnöfnum, og varð þessi siðr svo rót- gróinn hjá sumum verzlunarþjónum, að þegar nýir húsbændr komu, sem ekki vildu hafa þenna ósóma i bókunum, gekk þeim fullerfitt að verja þær. Nýja verzlunarmannafélagið hér í bæn- um ætti að athuga þetta mál og hreinsa þessa svívirðingu úr verzlunarbókunum. Eitthvað af samkynja uppnefnum sá eg nýlega í bréfkafla héðan í b'aðinu „ísland“, og hefir það hvatt mig til að drepa á þotta, ekki til að útbreiða ósómann, eins og þetta sorpætublað gerir, heldr til áminningar“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.