Fjallkonan


Fjallkonan - 15.06.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 15.06.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miOja vikn. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Anglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júlí. Ujp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 24. Reykjavík, 18. júní. 1898. Fréttaþráðarmálið. Práðurinn á að liggja í land á Suðurlandi. Um framlög til landþrádar er enn ekki að ræða. Naegilegt fó til sæþrádarins vantar enn. Skemtilegt er að lesa það sem „Bjarki" segir um fréttaþráðinn. Hann vill fyrir alla muni fá hann lagðan í land á Austfjörðum, og segir að með því móti verði þráðurian undir eins lagður kringum alt land. Það er nóg, ef Seyðfirðingar ná í endann, þá teygja þeir undir eins úr honum kring- um landið. Öðru máli er að gegna, ef þráðurinn er fyrst lagður til Eeykjavíkur; þá segir „Bjarki" að þráðurinn verði 10—20 ár á leiðiuni yfir landið. „Nú eigum við kost & að fá haan kringum þrjá hluti landsins á tveim til þrem árum", segir „Bjarki", bara ef hann verður lagður til Austfjarða fyrst. „Norræna málþráðafélagið mikla er fáanlegt til að leggja þráðiun yfir landið, ef það fær viasu fyrir 100 þús. eða lítið á annað hundr. þús. króna styrk frá íslands hendi", segir „Bjarki" enn fremur. Ea þetta er alt tómur misakilningur hjá „Bjarka". í fyrsta lagi væri það mesta fásinna að leggja þráðinn fyrst til Austfjarða og þaðan yfir landið, því að með því móti er mjög hætt við, að mest alt land- ið hefði sífelt engin not af þræðinum vegna skemda á honum, og jafnvel að hann skemdisf avo á þeirri leið, að Austfirðir og þar með landið alt hefði ekki not af honum tímunum saman. „Bjarki" samsinnir þetta og segir, að svo sé um hvern hluta laTídsins. En svo er einmitt ekki. Hættan að þráðarinn bili er miklu meiri á leið inni til Austfjarða og það&n yfir landið enn á leið- inni til Reykjavíkur og þaðan yfir knd. FyrirAust- fjörðum er mjög hætt við að hafís geti skemt þráð- ínn í sjðnum, því eins og kunnugt er skefur hafís oft sjávarbotninn á talsverðu dýpi, og það ekki ein- ungis innfjarða, heldur úti fyrir ströndnm. Eða get- ur nokkur bent á reynsíu fyrir því, hvernig hepnast hafi fréttaþráðarlagning við strendur þar sem hafís- rek er venjulegt? Enn fremur yrði þráðurinn að "ggja yfiJ langa fjallvegi á norð-austurlandinu, og einmitt á því svæði mundi honum hættast við skerad um og tafsamt að gera við hana, ef hann bilaði, vegna þess að þar er svo langt milli bygða. Kæmi það fyrir, hefði Múlsýslingar einir not af þræðinum meðan á því stæði, ef hann bilaði þá ekki í sjönum. Ef þráðurinn væri lagðnr til Suðarlands er þar engin hætta fyrir skemdum af hafisreki, og iítil hætta að þráðurinn skemdist svo á þeirri Ieið, að ekki yrði jafnan gert við hann undir eins, því þar lægi þráðurinn að kalla alla leið yfir bygð, alt norð- ur að Holtavörðuheiði, og kæmi á þessu svæði kring- um lendingarataðinn að notum yfir 20000 lands- manna, eða miklu fteiri enn Múlsýslingar eru, auk þess sem Reykjavík sem höfuðstaður landsins, að- eetursstaður landstjórnarinnar og langstærsti verzl- unarstaður landsins á að sjálfsögðu að vera aðalstöð fréttaþráðar hér á landi. í öðru lagi er það urisskilningur, að vér eigum nokkurn kost á að fá nú þegar fréttaþráð lagðan yfir landið. Það er ósatt, að „norræna málþráðar- félagið mikía" sé faanlegt til að leggja fréttaþráð- inn hér yfir landið, þótt það fengi þenna styrk úr landssjóði, sein nefndur hefur verið. Það segir þvert á móti, að það „vilji ékkert eiga við að leggja land- þráðinn, heldur verður stjörn Islands að sjá um lagn- ing landlínanna og reka þæru, eftirþví sem dr. Valt. G-uðmundsson sjálfur segir í bréfi hingað, og honum mun „Bjarki" eflaust trúa. Alt það sem „Bjarki" og „Austri" segja um þráðarlagninguna yfir laudið er því staðlaus þvætt- ingur. Til þess að leggja fréttaþráð hér yfir landið vant- ar enn allan undirbúning, allar áætlanir og alt féð til framkvæmdanna. Vér höfum engin tilboð fengið um þessi atriði, sem henda má reiður á. Meðan svo er, er það fremur barnalegt að vera að rífast um hvernig þráðurinn skuli lagður yfir landið, eða hvar hann skuli lagður á land. Það er meira að segja ekki einu sinni víst, að nokkuð verðiúr þvífyrst umsiun, að fréttaþráð- ur verði lagður hingað til lands. Það vantar enn afl þeirra hluta sem gera skal, það vantar enn nægilegt fé, þótt alþicgi, dsnska stjórnin og norræna málþráðafélagið mikla hafi heitið fjárframlögum sem kunnugt er. Málið er ekki komið lengra enn það áleiðis enn þá, og má bezt sjá það af skýrslu formanns mál- þráðafélagsins mikla, Suensons, á ársfundi þess í f. m., sem stendur í Berlingatíðindunum: Þar segir svo: „Vér hðfum árið sem leið verið að þinga um það við stjórnina, að leggja fréttaþráð í sjó milli Bretlands og Færeyja og íslands, til þess að koma þess- um hjálp.ndum í málþráðarsamband við heimalandið og allan heimian. Eftir tillögn félagsins lagði ís- Ienzka stjórnardeildin lagafrumvarp fyrir alþingi um að þ'ið 'veitti í 20 ár 35 þús. kr. á ári til þessa fyrirtækis, og var það samþ. í e. hlj. af þinginu og síðan síaðfest af konungi. Síðau iagði inuanríkis- stjðrnin það til við ríkisþiagið, að veittar væri sömu- leiðia í 20 ár 54 þús. kr. á ári úr ríkissjóði til fyr- irtækisins, og var það tekið í fjárlögin og er orðið að lögum. Þessi fjárframlög eru þó hvergi nærri nóg til þess að bera kostnaðinn, þegar gætt er að hve rýrar tekjurnar munu verða. Fyrirtæki þetta hefir eigi eisgöngu þjóðlega þýðingu fyrir Danmörku, heldur hefir það mikla alþjóðlega hagsmuni i sér

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.