Fjallkonan


Fjallkonan - 15.06.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 15.06.1898, Blaðsíða 3
16. júní 1898. FJALLKONAN. 95 komi ná í stórum flota tii að stuuda veiðiskap við Noreg norðan til, í Yesturálnum,sem kallaður er, eink- um lúðuveiði, en muni þó iíka afla iöngu, brosmu, þorsk og ísu. Þetta þykir Norðmönnum mikill ó- fagnaður og leggja sumir til að herskip sé send til að hafa gætur á því að Englendingar veiði ekki í landhelgi og benda á það, að Danir hafi mörg ár haft herskip við ísland til að gæta útlendra fiskiskipa. Annars gera Norðmenn sér von um, að þeir geti lært af hinum útlendu fiskimönnum. Norðmenn lærðu t. d. þilskipaveiðar af Svíum, sem vóru á 12 þilskipum á Sunumærismiðum 1873, enn þá höfðu Norðmenn þar 7 þilskip. 1890 vóru norsku þilskip- in orðin þar 78, enn Sví&rnir alfarnir. Amund Helland, sem mestur er atkvæðismaður í fiskimáium í Noregi, segír svo: „Þess gotur ekki verið langt að bíða, að fiski- veiðarnar í Lófótinni* og Vesturálnum verði ekki frarnar atvinna fátækra manna.-----------Vei útbúin útiend fiskiskip hér við ströndina, sem hafa góðan hag á veiðinni, munu verða hvöt fyrir efnamenn vora, sem hafa ætíð þá hagsmuni fram yfir útlendingana, að þeir eru einvaldir yfir öilum veiðiskap 1 mílu út frá ströndinni. Hin útlendu fiskieimskip geta og ef til vill orðið að notum þeim sem stunda veiði á opnum bát- um, þannig að þeir geti náð afla sínum á hagfeld- ara hátt úti á hafinu, sem hlýtur að vera leyfiiegt.“ Af þessu má sjá að líkt stendur á í Noregi og hér, og að Norðmenn muni ef til vill hirða „trölla- fisk“ eins og Íslendingar. En þeir stauda að öllu leyti svo miklu betur að vigi enn íslendingar í samkepninni við útlend- ingana, að ekki er saman berandi. Vörur hækka í verði vegna stríðsins. Hveiti hefir hækkað í verði um 25°/0, og rúgur yfir 20%. Jafnframt hefir farmeyrir hækkað að sama skapi. Kornbirgðir eru mjög litlar hvarvetna í Evrópu. Á Ítalíu og Frakklandi hefir verið innflutningstollur á korni, en nú í vor eru þessir tollar úr lögum teknir. Við það eykst að- flutningur af korni til þessara landa, og verðið hækk- ar enn meira. En menn haf'a vonir um góða upp- skeru, sem reyndar getur brugðist. — Það hefir líka stuðlað að verðhækkun hveitisins, að einn miljóna maðr í Ameríku, Leiter, hefir keypt þar upp alt hveiti. En ísleuzkar vörur geta Slka hækkað í verði sakir ófriðarins, t. d. kjöt. Frá Ameríku flyzt t. d. allmikið af kjöti og fleski, sem nú hefir hækkað í verði. ISLENZKR SÖGUBÁLKK. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbðkas. 182, 4to]. (Framhald). 13. Sra. Signrðr Jónsson á Holti undir Eyjafjöllum var fóður- brððir minn; hann fýsti mig að sjá og finna. Kom mððir min *) Setta nafn er ekki karlkyns, eins og það hefir verið haft í „Dagskrá" og íleiri blöðnm. mér í ferð austr með ferðakarli vænum, sem hét Snjðlfr Gutt- ormsson, sem þá var sendr austr í Fljðtshlið og Eeynishverfi að sækja þangað gjöld að norðan, og þar til við komum íFljðtshlíð bar ekkert so minnisvert við. £>á við þangað komum, var steypi- regn, að ei gátum tjaldað, um nðtt; var alt fðik í svefni; ient- um við kot það sem heitir Stuðlakot; bárum þar farangr okkar inn í fjðs, mötuðumst og sofnuðum síðan. Um miðsmorgunabil vaknaði eg sárlega þyrstr; ait vatn var korgugt af regninu; sé eg hvar rýkr á bæ þar skamt frá, sem heitir Kollabær, stðr álits; þangað geng eg og inn um opnaðar bæjardyr; býð þar guð í hús; enginn anzar. Ég heyri þó og sé að kona er að skaka strokk í búri, austr af skála, og fer þangað og með kærri heilsan bið hana að gefa mér þyrstum að drekka; ætlar hún þá að taka af strokknum. Hún spyr mig hvaðan eg sé; eg segi henni. Fer hún þá að bölva Norðlendingum; segir þá fram- fúsa eins og hunda i hvers manns hús etc. og kastar mörgum illyrðum að mér; segir eg skuli ssm fijðtast anauta út aftr og drekka þar vatnið; eg segi það sé nú ei í því lagi, og bið hana að seija mér þá lítinn mjólksopa fyrir tðbak sem eg hafði. Hún verðr þvi verri, heilir mjðikinni í skjólu, rekr mig út úr búr- inu, siær dyrum í lás, vísas mér í bæjardyrum að skolavatns- potti, er hún sagði eg mætti úr drekka ef vilai, hverja eg feginn varð; rak mig síðan út, því hún sagðist ei vita, nema eg hefði þar eitthvert, handæði og vildi eg ekki fara, kæmi maðr sinn nú og fleiri frá stekknnm, er mig skyldi burt drífa. Þótti mér fótr minn fegrstr, að komast þaðan frá so vondri og miskunarlítilli kvenskepnu, og sá að nú var eg kominn úr Norðrlandi, þar vart skal vera að fá annað eins dæmi. En þó ei sé gott að gjaida ilt með iilu, þá lék eg þó á þennan geðvarg 4 árum síðar, þá eg fór þar um með Btóra lest og hún var í seli á þeim sama vegi, að eg iét menn mína taka sér ó- beðið að drekka hjá henni, en so fór síðast, að handieggr manns hennar gekk úr Iiði, er eg með guðs hjálp kom aftr í stand, að hér varð endirinn sá bezti. — Frá áminztu plátsi fórum við inn á Réttarbakka, fyrir framan Hiíðarenda, og tjöld- uðnm þar; fór karlinn bnrtu tii sinna útréttinga í Hlíðina, enn þá mér leiddist að bíða hans, bað egsmaladreng frá Hliðarendai er þar var nærri, gæta tjalds og farangrs. — Prentari Halldór Eiríksson átti konu þá er Guðrún hét; hún var dóttir þess nafnkenda manns Jakobs við Búðir, og var stórærleg kona; systur átti hún er Jóhanna hét; hennar maðr hét Ólafr Gísia- son, bjuggu þau í Múiakoti, þar inni í Hlíðinni. Átti eg að færa þessari Jóhönnu bréf og bækr frá systr hennar á eigin hond, og því ályktaði eg nú að brúka fenginn tíma og tækifæri til þessa. Sagði smaiamaðrinn mér til vegar inneftir, enn eg ókunnngr fór götuvilt á fomar götur, sem lágu ofarlega um túnið að vestan að nefndum bæ; bo þá eg var bo langt komiun, hélt eg þar áfram í hlaðið. Þar standa úti fyrir þrír kven- menn; ekkja, sem hét Ingnnn, og tvær vinnukonur hennar. Hún spyr mig hvar fyrir eg hafi tún sitt riðið; eg svara: „af ókunnugleika" — og eg biðji hana að forláta. Hún spyr hvaðan eg sé. Þá eg henni það segi, Begir hún ei sé annars að vænta af obs, enn skelmiríis, Norðlingunum, og þá mig minst varði, þrífa þær mig af baki sem óðar og ærar, taka vönd og ætla að afhýða mig og segjast munu kenna mér að gera slíkt ei oftar. (Framh.) Eftirmæli, f Ólafur Þörðarson, sem lézt hér í bænum hinn 29. apríl næstl., var fæddnr á Húsum í Holtum 17. ág. 1829. Foreldrar hans vóru Þórður Ólafsson bóndi á Húsum og Helga Jónsdóttir kona hans. — Óiafur heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann var 14 ára gamall; var honum þá komið í dvöl og síð- an var hann vinnumaður um nokkur ár. Árið 1861 reisti hann bú í Sumarlíðabæ í Holtum með Guðlaugu dóttur Þórðar bónda Jónssonar i Sumarliðabæ, og árið eftir kvæntist hann henni. Eigi höfðu þau hjón önnur efni, þegar þau byrjuðu bÚ3kap, en það sem Ólafur heitinn hafði dregið saman meðan hann var í vinnumensku, og var því bústöfninn fremur lítili. Brátt urðn þau allvel efnum búin, enda var Olafnr heitinn hinn mesti

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.