Fjallkonan


Fjallkonan - 28.06.1898, Qupperneq 1

Fjallkonan - 28.06.1898, Qupperneq 1
G.i&lddagi 15. júll. Upp Bögn skrífleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 Kemr út um miöja yiku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. XV, 26. Reykjavtk, 28. júní. 1898. Fyrrum og nú. Fyrir 50 árum vóru landsmenu að tiltöiu efn- aðri enn nú. Þetta má sanna með rökum og tölum, sem ekki er hægt að hrekja, en hér skal að eins drepa á fáein atriði. Það er sagt að aðbúnaður manna og húsakynni sé nú svo miklu betri enn áður. En ýmislegt er við það að athuga. Húsakynnin hafa ekki tekið miklum endurbótum, ef bæi þarf nú að endurbyggja á 10—20 árum, sem áður stóðu 50—100 ár, og hald- laus og skjóllaus fatnaður úr viðull og lérefti er ekki betri enn ullarfatnaðurinn, sem áður tíðkaðist eingöngu. Endingarleysi húsakynnanna stafar af því að nú flyzt varla annar viður til Iandsins enn bráðónýtur norskur viður. —• Yfirleitt hefir íslend- ingum gefist illa að skifta við Norðmenn; þeir færa oss dýrar og óvandaðar vörur og þeir draga ísl. vörur frá heimsmarkaðinum með því að kaupa þær og selja þær undir norsku nafni. Fyrir miðja þessa öld áttu þrotabú sér varla stað. Nú er hvert þrotabúið eftir annað auglýst í blöðunum og eru þó fæst auglýst; í sumnm sveitum er sagt að flestir bændurnir sé gjaldþrota. Skuldir landsmanna hafa víst aldrei verið jafnmiklar sem nú, því auk verzlunarskuldanna, sem skifta miljónum, hefir bankinn og aðrir sjóðir lánað landsmönnum fé milj- ónum saman, en því miður hefir mest alt þetta láns- fé orðið eyðslueyrir til að bæta úr bráðri þörf, en ekki til Jangvinnra hagsbóta. Fyrir 50 árnm vóru verzlunarskuldir mjög litlar. Fyrir 40 árum vóru viflnubrögðin á heimilun- um meiri og fjölbreytilegri enn nú. Þá var varla nokkurt heimili, þar sem ekki væri lagtækur maður, sem gert gat við eða smíðað af nýju algengustu búshluti, þó einkum það sem að járnsmíði Iýtur; vóru þá smiðjur og smíðatól á hverjum bæ, og þótti betra hjá sjálfum sér að taka enn sinn bróður að biðja. Nú sjást varla smiðjur á sveitabæjum. Hag- leik mun hafa farið aftur. Innivinnan er langtum minni enn áður. Þá var á flestum heimilum tætt í allan fatnað heimilisfólksins, og þar að auki talsvert af prjóni í kaupstaðinn. Nú er það því nær horfið; mörg heimili tæta lítið sem ekkert til fatnaðar, en sækja alt í kaupstaðinn. Fyrir 30 árum var flest fólk, sem hafði búskap, við fast heimili og vann hjá bændum fyrir kaupi og fæði. Nú er fjöldi af þessu fólki í lausamensku, kemur sjaldan eða aldrei á það heimili, þar sem það telst eiga heima, en eyðir tíma og fé í ferðir lands- hornanna á milli. — Þá áttu vinnuhjú að tiltölu talsverð efni; bæði karlar og konur áttu auk fatnað- ar dálítið af ganganda fé, sauðfé og hross, og hafði það margt hvað álitlegan bústofn, þegar það reisti bú, og gat vel framfleytt sér og fjölskyidu sinni, án þess að þiggja sveitarstyrk. Nú er lausafólk og vinnu- fólk flest með öllu efnalaust, á vanalega engar skepn- ur og er því frábitið allri skepnuhirðing. Þetta fólk fer árlega að búa, og þegar það hefir átt 2—3 börn, er það komið á sveitina. Fyrir 20 árum var það sjálfsagt, að hjúin ynnu hvert það verk, sem fyrir kom á heimilinu umyrða- laust, og var það þá siður vinnufólksins, að segja hvort öðru hvað það ynni mikið og vel, og þótti sómi að. * Nú tekur vlnnumaðurinn fram, þegar hann ræðst í vist, að hann sé ekki við skepnuhirðing eða rói ekki í örðugu skiprúmi, og vinnukona, að hún sé ekki í fjósi né í eldhúsi, og raki ekki á votengi. Viðræður vinnufólksins hljóða nú ekki um það, hve miklu það hafi afkastað, heldur hve hátt kaup það hafi getað krækt í. Fyrir 20—30 árum var það álitið sjálfsagt, að læra sem flest verk til lands og sjávar og láta sér enga minkun að þykja. Skólaæðið, sem síðan hefir gagntekið þjóðina, hefir innleitt í landið óbeit á vinn- unni og þar með bölvun yfir land og lýð. Það er farinn að myndast lærður ónytjungalýður í landinu, sem er einhver mesta óblessan hvers lands. Þessir menn koma að utan, sunnan, norðan og vestan og þvælast hver fyrir öðrum atvinnulausir í Reykjavík og kaupstöðunum, því þeir eru flestir ofíínir til að vera i sveitunum. Þeir sem heppnastir eru ná í það að verða búðarmenn; margir neyðast til að fást við barnakenslu, þótt þeir sóu með öllu óhæfir til þess, og sumir verða að reglulegum landeyðum og þrotamönnum. (Framh.). Saga Kúbu. Kúba er mætasta nýlenda Spánverja og stærst af Vesturheimseyjunum, um 179 þús. □ kílóm. að stærð með öllum eyjagrúanum, sem eru í kringum hana og flestar eru nafnlausar og óbygðar. Vegna þess- ara smáhólma er innsigling að Kúbu víða örðug, en hafnir ágætar þegar inn er komið. Þar er hitabeltis- loftslag og reglubundið. Þó hafa skógruðningar á síðustu öldum breytt nokkuð veðráttufarinu og rninkað rigningarnar. — Fellibyljir eru tíðir á Kúbu, og önnur verri landplága er gulusóttin, sem lítið bar á framan af öldum, og eigi nema endur og sinnum, en hefir legið stöðugt í landi síðan 1761; önnur sótt er þar og mjög tíð, blóðkreppusótt. Þessar sóttir eru skæðastar á hvítum mönnum, en Svert- ingjar og Kínverjar verða einkum kóleru að bráð. Mannfjöldi á Kúbu var þegar manntal var síð- ast tekið á eynni (1887) 1,631,690. Frumbyggjar á Kúbu vóru upphaflega af friðsömu Indí- ána kyni. En Spánverjar afmáðu þá brátt, og margir þeirra urðu svo leiðir á lífinu, að þeir réðu sér bana moð því að éta eitraðar jurtarætur. Eyjar- skeggjar eru Spánverjar, Svertingjar og Kínverjar. Farið var að flytja þangað þræla á 16. öld; 1880

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.