Fjallkonan


Fjallkonan - 06.07.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 06.07.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja yiku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. Gialddagi 15. Júli. U yp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingkoltsstræti 18 FJALLKONAN. XV, 26. Reykjavík, 6. júlí. 1898. Útlendar fróttir. Khöfn, 24. júni. Ófriðurinn milli Spánverja og Bandamanna gengur hægt og tregt, og rná búast við að hann verði langvinnur. En frá bænum Santjagó á Kúbu má vænta höfuðviðburðanna. Sá bær liggur við sjó, og er þar ágæt höfn, en afarþröng innsigling og vígi öflug beggja megin. Má nú telja það sannleika, að Cervera aðmíráll liggi þar í höfn með allan spánska flotann. En fyrir utan hafnarminnið hafa Bandamennn safn- að flota sínum, og mun hann nær hálfu stærri enn floti Spánverja; er það nú ráð þeirra, að svelta Spán- verja og neyða þá þannig til uppgjafar. Uppreistar- menn á Kúbu eru í samtökum við Bandamenn og safna sem mestum herafla við Santjagó til þess að varna öllum aðflutningi að borginni. Þá er flotafor- ingi Bandamanna, Sampson aðmíráli, þóttist þess fullviss orðinn, að hinn spánski floti lægi í Santjegó, sendi hann svo látandi hraðskeyti til Washington: „Ég hefi ráð þeirra í hendi mér; héðan skulu Spán- verjar ekki sieppa“. Til þess að táima þvi, að Spán- verjar leituðu á brott frá Santjagó, söktu Bandamenn eimskipinu „Merrimac“ í hafnarminninu. Á skipinu voru að eins 7 manns undir fórustu Hobsons lautenants, og er þeir höfðu kveykt í hrökkálunum, stukku þeir fyrir borð og var bjarg&ð af Spánverjum; komust þeir allir af þrátt fyrir kúlnaregnið. Er þetta hreystiverk þeirra mjög rómað. En nú hefir Spán- verjum tekist að ryðja skipsskrokknum úr vegi. — Bandamenn hafa fengið fjanda, er reynist þeim skæðari enn kúiur Spánverja; það er gula sýkin, einhver hin hræðilegasta drepsótt, er geysar nú á flota Sampsons. Er jafnvel talað um, að hætt verði öllum vopnaviðskiptum um stundarsakir, ef drepsótt- inni heldur fram. — Undarleg er hræðsia sú, er annað veifið grípur Bandamenn. Við og við kemur sá kvittur upp, að herskíp hafl sést þar og þar við strönd Ameríku; halda Bandsmenn þá, að þetta séu spönsk herskip, er annaðhvort hafl sloppið frá Sant- jagó eða komin sé heiman frá Spáni. Bandamenn hafa þann'g frestað að fiyija herlið sitt frá Floridasksgayfir til Kúbu, því að stundum hefir sá kvittur gosið upp, að herskip hafi sést á sveimi í sundinu þar á milii. í annan stað eru Spánverj&r einnig hræddir um, að Bandamenn geri út flota til Evrópu og ráðist á hafnar- bæi þeirra; reyna þeir því að víggirða þá seni bezt og sömuleiðis eyjar sínar við Evrópu og Afriku. Eftir síðustu freguum hefir nú Bandámönnum tekist að koma herliði frá flotanum á iand á Kúbu, eigi alllangt frá Santjagó. Á sá her að samtengjast liði uppreistarmanna og setjast um Kúbu. Á Filippseyjunum litur afarilla út fyrir Spán- verjum. Eyjarskeggjar hafa gert uppreist og sezt um höfnðborgina þar, Maníla, og lítur út fyrir, að hún muni innan skamms falla í hendur þeirra, því að herlið Spánverja þar er að þrotum komið að vistum og skotfóngum. — Spánverjar hafa nú sent 22 her- skip frá Cadiz, undir forustu Camaras aðmíráls, og hafa þau skip kol og vistföng til langs tíma, en hvert sá floti eigi að halda er mönnum ókunnugt; ef til vill til Kúbu, ef til vill til Filippseyja. En mörg af þessum skipum eru gömul og léleg. Frakkland. Nú er Méline og ráðaneyti hans loks oltið úr sessi. Það var nú orðið rúmra 2 ára, og er það hár aldur á frönsku ráðaneyti. Þegar hið nývalda þjóðþing kom saman, og tekið var að ræða um pólitík Mélines, reyndist meiri hluti þingsins hon- um mótfallinn. Yarð hann því að fara frá. Hver muni mynda hið nýja ráðaneyti er óvíst. Forsetinn Faure hefir nefnt það við marga, en enginn viljað taka það að sér. Þó eru mestar líkur til, að myndað verði ráðaneyti af mönnum af ýmsum stjórnmála- flokkum, en hver verði forseti er enn eigi afgert. Þýzkaland. Þar hafa farið fram kosningar, og er hið nýja rikisþing líkt skipað og áður; þó hefir sósialistum fjölgað nokkuð, enda höfðu þeir „agitérað“ mjög; þannig buðu sig fram menn af þeirra flokki í öllum 397 kjördæmum Þýzkalands. Hreiti og kornvörur að lækka í verði. Hin gleðilegasta frétt frá útlöudum í þetta skifti er sú, að hveiti og fl. kornvörur eru aftur að faila í verði. Orsökin til hinnar skjótu verðhækkunar á hveiti, sem áður hefir verið getið í blaði þessu, var einkum sú, að einn amerískur miljónaeigandi í Chicagó, Jósef Leiter að nafni, keypti allan hveitiforða Banda- ríkjanna og ætlaði sér svo að halda honum i geipi- verði. En þetta tókst honum eigi sakir þess, að hann skorti fé. Meira og meira hveiti kom á mark- aðinn, en hann gat eigi keypt það alt, og svo féll verðið og hann tapaði mörgum miljónum dollara. — Eitthvert „frótt“ Eeykjavíkur biað gat þess um daginn, að þessi maður hefði „grætt á braskiuu 4V2 miij. dolIara“ en það er efl&ust misheimt. Eni bættispróf 1 málfrædi hefir tekið við háskól- ann: Sigfús Bíöndal með 1. einkunn og í lögfrœði Guðm. Sveinbjörnsson með 2 einkunn. Ileimspekispróf hafa þessir tekið við háskólann: MeÖ ágætiseinkunn: Eggert Claessen, Eiríkur Kjerúlf, Jón Þorláksson. Dávél: Árni Pálsson, Ásgeir Torfa- son, Q-Isli Skúlason, Halídór Gunnlaugsson, Bernhard Laxdal, Jóhannes Jóhannesson, Ólaí'ur Dan Daníels- son, Elinborg Jacobsen. Laklega: Sigfús Sveinsson. Grula pestin, sem geisar nú í her Spánverja, hefir líka komist í land í suðurhlut Bandaríkjanna, af því ekki hafa verið hsfðar nægar gætur á s&m- göngum, eins og vant er, vegna stríðsins. En ströng-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.