Fjallkonan


Fjallkonan - 06.07.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 06.07.1898, Blaðsíða 2
102, FJALLKONAN. XV 26. ustu ráðstafanir hafa verið gerðar til að hindra ut- breiðslu sýkinnar. Norðurkeimskautsför. Sverdrup skipstj. og félagi Nansens lagði aí stað í norðurheimskautsleit í annað sinn á skipinu „Fram" á JónBmessu-morgun. Danskt fískifélag, „Dan", sem helir útgerð við ísland, hefir árið sem leið skaðast á iúðu og kolaveið- um hér við land, og kom það af því að félagið hafði ekki nema eitt skip til að flytja fískinn á markað, og ekki heldur útbúnað til að geyma fiskinn lifandi, og var því fískurinn farinn að skemmast áður á markaðinn kom. Fiskinn þarf að senda í hverri viku (Berl. Tid.) Stórveldi og smáríki. „Stórveldin munu eflast meir og meir, en smá- ríkin munu smámsaman veslast upp". Svo hefur Saiisbury gamli sagt, og eru það eftirtektaverð orð fyrir smáþjóðirnar. Þessi reyndi stjórnmálamaður hefir veitt því nákvæma eftirtekt, hvert rás viðburðanna stefnir. Hann hefir séð, að það hefir ræzt, að þeim sem mikið hefir, skal verða gefið, og að frá þeim sem lítið hefir skal tekið verða. Hann hefir séð þetta rætast í viðgangi auðvaldsins og hvarvetna í mannfélaginu, þar sem hinn sterkari hlifðarlaust kúgar iitilmagnann. Hann hefír og séð, hvernig stórþjóðirnar með hinum auknu samgöngu- færum ná fastari og fastari tökum á smáþjóðuuum. Þetta á ekki einungis við þá sem veikir eru og lít- ils megnandi; hinum, sem eru í blóma og íullum þroska, er sama hætta búin, ef þeir láta sundrungar- andann ráða, þar sem eindrægnin er þeim lifsnauð- synleg. Fyrir 50 árum hljómaði herhvötin til snauðra manna um víðan heim: „Verið allir samtaka". Með því móti hafa margir líka sigur unnið, sem annars mundu hafa orðið að engu. Sama regla gildir um smáþjóðirnar. Sagan bendir þeim: „Verið samtaka — eða gefist upp". Á þessum dögum, er stórveldin gera sambönd sín á milli um allan heiminn og allar engilaaxneskar þjóðir minnast skyldleika síns og taka höndum sam- an, en hin ríkin ræða um samband á móti þeim á meginlandi Evrópu, eru ekki tiltök að smáþjóðirnar séu að ýfast hver við aðra. Norðurlanda þjfðirnar þrjár eru nú reyndar svo litlar, að þær megna ekkert ef til ófriðar kæmi. Hvað eiga 10 miljónir Norðurlandabúa að gera í ófriði móti 50 miljónum Þjóðverja eða 130 miljónum Eússa? Og ef þær létu ginnast að fylgja öðru hyoru þessu stórveldi, mættu þær eiga vÍBt að verða troðn- ar undir. Smáþjóðunum, sem búa hér á Norðurlönd- um, á það að vera fyrir ölla, að vera samtaka, ef þær vilja lifa, og þar næst að varast eins og heitan eld- inn alt sem getur dregiðþær inn í málefni stórþjóðanna. Þær mega þakka fyrir að halda lífi og limum. Ea þá verða þær að hætta að rífast um ssnámuni og gæta þess að ineta meira það sem sameinar kraftana enn það sem sundrar þeim. Þær þjóðir, sem skeyta því ekki, eiga vísan áfellisdóm sinn og ganga á bug með deyjandi þjóðum, hversu mikill lífskraftur sem ólgar í æðum þeirra. (Aftonbladet). Búnaðarbálkur. Mjaltir á ám. Mjaltakonan á að vera við liliö ánna. Þegar ær eru mjólkaðar, ber þess vel að gæta, að viðhafa allan þrifnað svo mjólkin óhreinkist sem minst. Mjólkurföturnar þurfa að vera hreinar, vel þvegnar bæði utan og innan. Eftir að mjólkað hefir verið í fótuna sem svarar % af rúmmáli henn- ar, skal mjólkinni helt í aðra íötu, sem látin er standa á afviknum stað á kviabóliuu. Umfram alt ríður á að gæta þess, að saurindi fjárins (ánna) ekki fari saman við mjólkina, eða i fötuna sem mjólkað er í. En því miðnr á það sér þó stað, einkum hjá þeim, sem óvanir eru að mjólka, en það má ekki líðast. Vitaskuld er ekki æfinlega gott að forðast slikt, þegar mjólkað er með gamla laginu, og verið er aftan undir ánni. En þó það sé uú gamall siður, verður eigi sagt að hann sé góðnr. Á þann hátt er mjóikin sifelt í hættu fyrir því, að meiri og minni óhreinindi fari saman við hafia, bæði spörð og annað. Þess utan er það ærið óvið- feldið, og ánum óeiginlegt, að mjaltað sé á þennan hátt, og ætti því þessi gainii og almenni siður að leggjast niður. í þess stað ætti jafnan að vera til hliðar við ærnar, þegar þær eru mjólkaðar. Með því móti losast mjaltakonan við þá hættu, að ærin geri „öll sín stykki" í mjólkurfötuna, og mjólkin verður því hreinni og miklu betri. Það er mjólkuránni einnig miklu geðfeldara og þægilegra, að mjaltað sé á þennan hátt. Flestir hafa óef&ð veitt því eftir- tekt, að lömbin fara venjulegast undir móðurina við hiiðina, þegar þau sjúga, en mikiu sjaldnar aftaa undir hana. Þetta er frá hendi náttúrunnar bend- ing um, hvernig vér eigum að bera oss að, er mjalt- ir á ám fara fram. Þegar verið er aftan undir ánni, er júfrið teygt og togað aftur, og oft án minstu nærgætni. Ef nú ærin spriklar eða iætur illa, er hert á takinu, og á það að vera áminning tii hennar um að láta betur. Eu slííc aðferð er bæði harð- neskjuleg og skaðleg, og lýsir stöku hugsunarleysi. Júfrið er, bæði á ára og óðrum skepnum, afar við- kvæmt, og þolir því ekki ómjúka eða hrottalega með- ferð. Það er því eagin furða, þó ær kveinki sér þegar tekið er handfylli í júfrið og það togað í gagn- stæða átt við það sem legu þess er eðlilegt. Fyrir þes3a skuld er það oft, að ær fá ilt í jútrið (júfur- mein), og tíðast ruun það svo vera, að júfurbólga stafi anndðhvort af ilin mjöltun, eða óliðlegri og illri meðíerð annari. Götur verið, að margir hristi höfuðið, er þeir heyra það, að ærnar eigi að mjóika frá hliðinni eu ekki sitja aftau undir þeim á meðan. En hvað sem því iíður, þa er það víst, að það er hið bezta, bæði i tiliiti til æriunar sjálírar og hvað mjólkina snertir.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.