Fjallkonan


Fjallkonan - 14.07.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 14.07.1898, Blaðsíða 1
Kemr út nm misja yikn. Árg. ð kr. (erlendis 4 kr.) Auglýaingar ódýrar. F.JALLKONAN. Gjalddagi 15. Jnli. U» sbgn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: ÞingholtsBtræti 18 XV, 27. Reykjavík, 14. júlí. 1898. Kaupendur Fjallkonunnar eru mintir á að gjalddagi blaðsins er 15. júlí. Fyrrum og nú. [Niðurlag]. Fyrir 40 árutn var fólk heilsubetra enn nú. Þrátt fyrir það þó þrifnaðurinn sé nú margfalt meiri enn áður, aðbúnaður og húsakynni betrí enn áður, eru menn þó efalaust heilsulinari. Þá heyrðist varla getið um taugaveiklun, hvorki í körlum né konum, en nú segir einn af merkustu héraðslæknum landsins, að af fullorðnu kvenfólki i sinu umdæmi sé fullur helmingur annaðhvort taugaveiklað eða geðveikt; þá var og tannpína miklu fágætari, og fer nú stöðugt vaxandi Brjóstveiki mun líka fara í vöxt, að minsta kosti lungnatæringin (berklasýkin), sem læknar segja að ekki hafi verið hér fyrrum, en nú gerist æ tíðari. Erlendis breiðist sótt þessi út af berklasjúkum kúm, af því mjólkin hefir í sér sóttkveykjuna, en hér á landi hafa menn haldið að það væri ekki að ótt- ast. Nú er þó sagt, að fuudist hafi berklar í ís- lenzku nautakjóti og ef svo reynist, verður að gera meiri gangskör að vörnum gegn útbreiðslu sýkinnar. Af því setn talið hefir verið upp í íyrri hlut þessarar greinar má sjá, að það virðist bersýnilegt, að hér á landi hafi verið afturför í búnaði og efna- hag á síðari árum. Ymsir munu nú vilja bera á móti þessu, en ég hygg, að þáð verði naumast hrakið. Þó húsakynni og ýms búsgögn séu nokkuru betri, þá nemur það ekki því sem skuldirnar eru nú meiri. Óáran sú, sem nú gengur yfir landið, stafar af verðfalli á innlendam vörum á síðari árum og mark- aðsleysi, og af því stafar einnig vinnufólkseklan, en ekki af vesturförum, eins og einhver sagði. Búnað- urinn svarar ekki kostnaði, og bændur geta ekki goldið hjúunum. Ætli það sé ekki bráðnauðsyulegra, að hugsa um að ráða bætur á þessum stórvandræðum enn að þinga um nýja stjórnarskrá og fréttaþráð, sem hvorttveggja verður að bíða sins tíma? Það verður að vera verkefui næsta aiþingis, að reyna að finna ráð til að rétta við hinn fallanda landbúnað. Það hefir verið lagt til, að lánsstofnun yrði komið upp sem veitti peningalán með hægri kjörum enn nú gerast og hefir bankagjaldkeri Hall- dór Jónsson ritað ritgerð um það efni. Það mundi efalaust geta orðið til mikilla bóta. En meðan markaðurinn fyrir innlendar vörur er ekkl betri enn nú, verður engu um þokað, og er það því fyrsta atriðið. Sjálfsagt megum vér vænta þess að kaupmenn vorir og umboðsmenn pöntunarfélaganna geri sitt til að fá markað fyrir íslenzka framleiðslu, en sjálfir megum vér ekki vera þar aðgerðalausir. Og jafnframt ríður á að lögð sé alvarleg stund á að vanda framleiðsluna meira enn áður, og getur lög- gjafarvaldið líka stutt að því. Mentamálin hyggjum vér að standi enn til mik- illa bóta, því ef alþýðumentunin, sem kölluð er, leið- ir fólkið afvega, þá verður að beina henni í aðra átt. Uppeldið þarf mjög að breytast, og alþýðumentunin þarf að verða miklu meira í verklega átt. Það verð- ur eitt helzta ætlunarverk framfaramanna vorra að koma mentamálunum í það horf; þá vonum vér að hin nýja kynslóð verði bæði andlega og líkamlega heilbrigðari enn hún er nú. Tveir Norðlingar. Tjón af eldingu. Það er óvanalegt hér á landi, að tjón verði af skruggueldi. Það hefir þó orðið í Grímsnesi nú fyrir skömmu. Bréfritari segir svo frá: „29. f. m. kl. 6—7 árdegis gengu óvenju miklar skruggur í Grímsnesi. Sló einni eldingunni niðnr á bæinn Brjánsstaði, hljóp þar í skemmu í bæjarrönd- inni, sem var með spónþaki en timburgöflum, svifti af þakinu öðrum megin, en molaði tvær fremstu sperrurnar, og tætti kjálkann í sundur. Úr baðstof- unnni, sem er næsta hús við, og er járnklædd, brotn- uðu margar rúður, og var að sjá sem eldhaf úti fyrir gluggum með húsunum. Fólkið var inni nema tveir kvenmenn sem voru úti nálægt skemmunni, og urðu þær töluvert das- aðar". Maður réð sér bana rétt fyrir síðustu mánaða- mótin, af fiskiskipinu „Springeren" frá ísafirði. Hann hét Álfur Maqnússon, Magnússonar múrara, ættaður sunnan úr Grarði. Hann hafði verið nokkra vetur í latínuskólanum, en hætti við það nám sökum óreglu og fór til ísafjarðar og dvaldi þar lengstum eftir það. Hann var greindur vel og hagorður, en naut sín því miður sjaldan. í fyrra gekk hann um tíma í Sáluhjálparherinn og var þá stund sem annar mað- ur. — Hann hafði gengið fljótlega upp á þilfarið á skipiuu og kastað sér fyrir borð. Maður sem var nærstaddar ætlaði að bjarga honum, en hann kom ekki upp framar. Skipstrand. 20. júní strandaði frönsk fiskiskúta i Önundarfirði. Menn komust allir af. Uppboð var

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.