Fjallkonan


Fjallkonan - 05.08.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 05.08.1898, Blaðsíða 1
Kemi tlt um miftja viku. Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrai. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júll. Cpp- sögn skrifleg fýrir 1. ekt. Afgr.: Þingkoltsstrœti 18 XV, 30. Reykjavtk, 8. ágúst 1898. " ii 34 Þjóðminningarhátíð IteykYÍkinga var ha!d- in á Landakotstiininn 2. ágúst. Yeðnr var hiftbezta, nema nokkuð hvast seinni partinn, og hátíðarstaðnr- inn sá bezti sem hægt er að fá hér nærlendis; er þaðan langfegurst og mest útsýni yfir bæinn og í allar áttir. Er því sjálfsagt að halda þessa hátíð þar framvegis, ef þess verður kostur. Hátíðin hófst með veðreiðum á Skildinganess- melum kl. 9. Var fyrst þreytt skeið á 140 faðma spretti, er fljótasti hesturÍDn fór á 25 sekúndum. Það var bleikur hestur, er eldri sonur landshöfðingja, Magnús Stephensen á, en Jakob Havsteen (amtmanns) reið. Hann hlaut fyrstn verðlaun. önnur verðlaun hlaut bleikskjóttur hestur frá Miklholti í Bisknps- tungum, er Erlendur Eriendsson frá sama bæ reið. Þriðju verðlaun hlaut brúnn hestur, er HannesOMagnússon, fyrrum póstritariíReykjavík á, en hestasveinn Helgi frá Garðaholti reið honum. — Sá hesturinn, sem að réttu lagi hefði átt að fá fyrstu verðlaun, var brúnstjörnóttur hestur, er Jörgen Hansen kaupmaður í Hafnarfirði á; hann þótti hafa lang- fallegastan gang og var líka fljótastur, en hann stökk upp af skeiðinu rétt við markið, og vildi dóm- nefndin ekki leyfa, að hann væri reyndur aftur, svo að hann náði ekki verðlaununum. Fljótastur hestur á stökki var brÚDskjóttur hestur, er Elis Magnússon verzlunarmaður á; fór 159 faðma á 21 % sekúndu, og reið oigandinn honum sjálf'ur. Önnur verðlaun fekk grár hestur sem Björn kaupm. Kristjánssou í Reykjavík á, reið honum Björn frá Álafossi; þriðju verðlaun hlaut brúnn hestur Runólfs bónda Þorláks- sonar í Saltvik á Kjalarnesi og reið honum hesta- sveinn Jóhann frá Holti. Verðlaunin voru jöfn fyrir skeið og stökk: 1. verðl. 50 kr., 2. verðlaun 30 kr., 3. verðl. 20 kr. Aðalhátíðin hófst á hádegi á Landakotetúninu; var þangað gengið í hátíðargöngu undir merkjum> en flokkur af „Heimdal!i“ gekk á undan og blés á horn. Hátíðarsvæðið var prýðiiega skreytt, og allur útbúnaður betri enn í fyrra. Þar var reistur ræðupallur með ræðustöli og danspallur, en 15 tjöld voru á víð og dreif um túnið, og auk þess hafði Halberg veitingamaður stóran járnskúr til veitinga. Háííðarsvæðið var alt skreytt fánum. — Fyrir há’ tíðarhaldi þessu höfðn gengist 14 nefndir, og höfðu þær starfað hvíld&rlaust, að undirbúnirgi hátíðarinn- ar í tvo mánuði. Formaður aðalnefndarinnar, Jón Ólafsson (í henr.i voru með honum DitJev Thomsen kaupm. og Indriði Einarsson), oetti samkomuna og mælti fyrir minni konungs; þá mælti lektor Þór- hallur Bjarnarson fyrir minni fslands, Guðmundur Iæknir Björnsson fyrir minni Reykjavíkur, Einar ritstj. Hjörleifsson fyrir minni íslendinga erlendis og D. Thom- senkaupm. fyrir minni Danmerkur. Á eftir ræðunni fyrir minni fslands v&r sungið þetta kvæði eftir Benedikt Gröndal: M fagra, gamla fósturláð,, vér færum þér nú kvæði, og þér sé einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði! Þú Btandnr enn og stöðugt ert í stímabraki drauma, þð margt á þér sé blátt og bert og brim við harða stranma. Hvað oft var þér ei þulið lof um þínar æfistundir! Þð sumum þætti sagt um of og syngi lastið undir; þeir sáu ekkert utan snjð og ðtal drauga-hræður, en gleymdu því sem gðður bjð sá guð sem öllu ræður. Yér unnum þér þð ei þú sért í ánauð hverja tekin, þð fossinn ei við bjargið bert í búnaðinn sé rekinn; í frelsi skal hann falia æ, á fornar stnndir minna, og syngja undir sumarblæ um syndir barna þinna. Hann minni okkur alt af á að ei vér séum hálfir, og hvetji oss úr gljúfra gjá að gera eitthvað sjálfir, og líta ekki alt af út né alt af liggja’ á grúfu, svo hér sé ekki heift né sút og Hrapp’r á hverri þúfu. Yér flýjum þig ei, fagra land, þðtt fátækt sért og hrakið; þér verður búið betra stand og betur fjörið vakið; og þér sé einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði, þú fagra, gamla fósturláð, sem fær nú þetta kvæði. Á eftir minni Reykjavíknr var þetta kvæði sungið eftir Guðmund Guðmundsson Iæknisefni: Reykjavík, maklega má þín minnast á fagnaðarstundu, löngun þð fremur en lof last hafi’ um þig verið sagt! Satt er það, sárt er það víst, hvað sárfáir ernm og snauðir. — Kvíðum ei komandi tíð: kemur með þekkingu vald! Aldrei því útbyrðis skal oss örbirgðin kasta, því betur aflvöðvar stælast við stríð, — Btríðið það eykur vort þrek. Satt er að hér eru holt og hrjóstrugt, en þð er hér fagurt, brosir við blágrýti rðs, blasa við ijðmandi tún. Aldrei eg sðlarlag sá um sumarkvöld fegurra en hérna þegar í lognblíðu lék ijðmi’ yfir vogum og hlið. Sett hefir sölgyðjan tjöld í sumar á SkarðsheiSar-tindum, Esjuná hýrbrosa hún hjúpar i purpuralin. Þaðan um loft, yfir lög hún Iéttfleygu geislana sendir, til þess að vekja í Vík vonirnar góðu hjá oss. Úti við Arnarhól slær, á öldunum Ijósbláu, kviku, hörpuna hafmær og skært hljðma þar ljððin í dag.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.