Fjallkonan


Fjallkonan - 17.08.1898, Page 1

Fjallkonan - 17.08.1898, Page 1
Kemr út um mi9ja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt, Afgr.: Þingholtsstrœti 18 XV, 32. Reykjavík, 17. ágúst 1898. Stjóriiarmálefni vort. Eftir Jön. I. Einu sinni var kóngur og drotning í ríki sínu. Kóngur var undirkóngur voldugra konungs og var vanhaldinn af honum. Hann varð alt af að berjast fyrir rétti sínum en vann ekki á. Alt stóð í voða hjá honum; hanu hafði vanrækt öll vígi og höfuðborgin var varnarlítil. Akrar ósánir. Herliðið svikult, ekki sizt foringjarnir, og margir liðhlaupar. Foringjarnír hringluðu í alþýðunni þangað til hán vissi ekki sitt rjúkanda ráð. Mundu nú bændur vorir álita, að kóngur þessi færi vel að ráði sínu, eða mundi þeim þykja það vel ráðið af honum að halda þessu áfram, og hafa ekki annað í staðin enn tjón og vanvirðu? Eigum vér að breyta oftir konungi þessum. Margt mun nú vera líkt með honum og oss í deilu vorri við dönsku stjórnina. Eg leyfi mér nú að leggja það til að landsmenn vorir haldi kjrru fyrir í þessu máli þangað til hinar ískyggilegu öldur eru lægðar, sem nú rísa svo hátt og standa föstum fótum á þeim þremi, sem þeir hafa náð. Tíminn sker úr því, hvort oss auðnast að færa tærnar fram úr farinu með hægu móti eða ekki, og farsælast mun öú að hvíla í sömu sporum hvað hið ytra form snertir í stjórnmáli voru, þangað til vér fáum skýrari og almennari skoðun á því, svo vér séum vissari um það, að verða ekki leiddir afvega. Rússneski fauskurinn, sem sumir álíta að feldi Napoleon, sagðist hafa tvo bandamenn og það væri tími og þolinmæði, og lá honum þó bráðara á því að frelsa Rússland, enn oss liggur á því að fá endur- bætta stjórnarskrá, meðan vér höfum ef til vill ekki fult vit á hvað í henni er fólgið. Svo er alt komið undir verulegum innri framförum, en minna undir stjórnarskrá. Reyndar er það hin tryggasta og eðli- legasta stjórnarskrá, sem sprottin er upp úr menning þjóðarinnar, eins og hár sprettur á höfði. Stjórnar- máls æði vort sprettur af því, hve mjög vér finnum til vanmáttar vors; vér ímyndum oss að stjórn ogstjórn- arskrá geti hjálpað oss. En flest af því sem oss vant- ar getur enginn veitt oss nema vér sjálfir. Réttast mundi að fara sér hægt með stjórnar- skrárkröfur, þangað til útlendar þjóðir sæu glögt framfarir vorar. Oss hefir í mörgu farið fram á síð- asta tímabili undir þeirri stjórn, sem vér höfum nú. Danir vilja ekki sleppa meiru við oss; þeir þykj- ast hæfari til að stjórna oss enn vér séum sjálfir. Vér þykjumst aftur færari til að stjórna oss en þeir séu. En hvað sem öllum óhljóðum líður, þá er nú danska stjórnin afskiptalítil af málum vorum og yfir- ráð íslenzkra mála eru hjá alþingi og landshöfðingja. Mjög er það líklegt, að Danir mundu veita oss fyllri stjórnarréttindi, ef þeir sæu framfarir hjá oss, en útlendar þjóðir, sem eru langt á undan oss, sjá þær ekki fyrr enn vér erum orðnir á 2. hundr. þúsund og allar landsnytjar tvöfaldaðar og margföld hagsýni með þær. — í atvinnuvegum og alþýðumentun erum vér harðla sjálfráðir fyrir Dönum og er það þó undir- staða og megin hverrar þjóðar. í þeim greinum getum vér fyrir þeim tekið oss fram eftir því sem manndáð og vitsmunir leyfa. Það gæti ef til vill verið réttara, að hafa eitt- hvert stjórnarbótar eða endurskoðunar form til að hvíla hugann við og velkja fyrir sér lengri eða skemri tíma og reyna svo til að koma sér saman um eitthvað, sem trygði sérmálin og sérréttindi landsins, en væri samt í einhverju aðgengilegra eða geðfeldara dönsku stjórninni heldur enn endurskoðunarfrumvarp það, sem stjórnin er búin að margneita. En ekkert gott getur af því leitt að eiga í sí- feldum illdeilum og þvergirðingi við stjórnina meðan enginn íslenzkur stjórnmálamaður kemur fram á vett- vanginn, sem ber af meðalmönnum. n. Það er skýr og bein nauðsyn, að landið fáiinn- lenda stjórn í sérmálum sínum. Af þessari nauðsyn var alþingi endurreist. ísland er svo ólíkt Danmörku í öllu, sem liggur undir meðferð stjórnenda, að danskt ríkisráð er eftir hlutanna eðli óhæft til að stjórna sérmálum íslands, eins og raun hefir gefið vitni. Eftir því sem þingi voru hnignaði, eftir því hnignaði hér öllum sköpuðum hlutum, svo til eyðingar horfði, og verðnr því helzt um kent, að Danastjórn skorti öll skilyrði fyrir því að geta stjórn- að landinu samkvæmt eðli þess og ástæðum. Yér höfum mál, þjóðerni og bókmentir út af fyrir oss, sem Danir þekkja ekki, og þeir vita ekki einu sinni á hvaða menuingarstigi vér erum. Vér búum í köldu og gróðurlitlu landi á þjóðbraut hafíssins, en Danir búa í frjósömu og hlýju landi í þjóðbraut heimsmenning- arinnar. Þeir eru því ekki líklegir til að búa í hend- urnar á oss, enda höfum vér verið afskiftir mestallri menning ríkisins og lítt notið aðstoðar stjórnarinnar til að efla menningu vora. Stjórnin verður því að eins holl, að hiti og kuldi þjóðarinnar streymi gegnum stjórnandann, að hann líði súrt og sætt með henni. Stjórnandinn má sem sjaldnast hafa augun af umdæmi sínu, einkum þar, sem alt er í kalda koli. Vér höfum stöðulög og vér höfum stjórnarskrá. Með þessum lögum er oss að vísu gefin viðunanleg sjálfstjórn í sérmálum vorum, ef hinni æðstu stjórn og ábyrgð hennar væri haganlega komið fyrir. Þótt helztu kröfum vorum yrði framgengt virðist ríkisein- ingin ekki geta haggast fyrir það, ef fyrirkomulag sérmálanna skerðir ekki rétt eða styrk alríkisins gagnvert öðrum þjóðum, losar ekkert um þenna ríkis- hluta í alríkinu, misbýður ekki valdi rikisheildarinn- ar o. s.frv. Ekkert af ókostum þessum er innifalið í þeirri sérstjórn sem vér þörfnust. Vér þurfum ekki

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.