Fjallkonan


Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 2
126 FJALLKONAN. XV. 32 að stofna ríki í ríkinu. Vér þurfum að eins aðhafa sérstaka, frábreytta stjórn fyrir oss. En hvernig á þá að haga hinni æðstu stjóin vorri? Það álítum vér hægast og auðveldast með því, að landshöfðingi hafi ábyrgð fyrir konungi og alþingi, eins og ráðherrar hafa og hann hefir nú i rauninni samkvæmt stjórnarskránni, en svo sé líka skylt að staðfesta þau lög, sem hann leggur til að staðfest sé, og synja þeim, sem hann leggur til að synjað sé, en rikisráðið hafi enga heimild til að hafa nein áhrif á úrslit sérmálanna. Sérmál og sammál, eða alríkismál, sé greinilega aðgreind og upp talin. Svo viljum vér að skipaður sé ráðgjafi einn í ríkis- ráðinu, sem gæti réttar íslands i alríkismálum og réttar alríkisins gagnvert íslandi. Konuugur gæti látið hann leggja lagafrumvörp fyrir alþingi, bæði í alríkismálum og til lagabreytinga. Ábyrgð yrði einn- ig þessi ráðherra að hafa fyrir alþingi. Svo ætti ísland að hafa einn eða fleiri fulltrúa á ríkisþinginu, sem mætti þar fyrir þess hönd í alríkismálum. Móti þessari tillögu má nú fyrst færa það, að ráðgjafinn í sérmál- unum þurfi að vera við hlið kon- ungs, en vér hyggjum að hægra yrði að fá þessu komið þann- ig fyrir, þá er sérmálin yrðu ekki rædd í ríkisráðinu. Auðvitaðyrðu sérmálin að ganga til ráðgjafans í Kaupmannahöfn til álita, svo að ráðgjafi og konungur gæti séð, hvort alþingi og landshöfðingi hefði ekki tekið neitt það tii fullnaðar úrslita, sem liggur fyrir utanlög- gjafarsvið alþingis. Alríkismálin eru: sami konung- ur, sömu ríkiserfðir, hermál og varnarmál, erindrekar, almennur réttur, allir samningar við önnur ríki, sóttvarnir útlendar, þegn- réttur o. s. frv. Það þarf ekki að orðlengja það, að vér álítum að þetta fyrirkomulag væri hið bezta og álitlegasta, sem kostur mundi á. Það ofurselur ekki sérréttindi lands- ins og ögrar ekki valdi alríkisins. * & * Athugas. ritstj. Fjallkonan er ekki að öllu leyti samþykk þessnm heiðraða höf., og mun síðar gera athugasemd við grein hans. Refsilög Norðmanna. Það er verið að endurskoða refsilög Norðmanna, og hefir nefnd sú, sem til þess var kjörin, lokið frumvarpi sínu. Norsk refsilög eru talsvert frábrugð- in dönskum refsilögum; þó verða þau enn ólíkari,' ef frumvarp þetta verður að lögum. Refsingarverðum athöfnum er í frumvarpinu skift í glæpi og yfirsjónir, og er kaflinn um yfirsjónirnar að mestu leyti lögreglulöggjöf. Frjálsræðisrefsingunum er algerlega breytt. Það á að leggja niður hegningarvinnuna, sem ávalt er vanvirðuieg og þykir ekki betra sakamennina, og kemur í stað kennar að.eins ein frjálsræðishegning, fangelsi, sem í sjálfu sér er ekki vanvirðulogt og er frá 21 degi til 15 eða 20 ára, eða ævilangt. Jafnframt er ákveðin sérstök frjálsræðishegning, custodia honesta, sem beita skal við einstök tækifæri og fyrir glæpi, sem ekki virðast stafa af mjög spiltu hugarfari. Skyldir eru sakamenn að vinna. Fébætur eru miðaðar við efna- hag, svo að þær komi jafnþungt niður á ríkum mönnum og fátæk- um. Má dæma í fébætur frá 3— 20000 kr. (fyrir yfirsjónir 1— 10000 kr.). í leit aö Andrée loftfara eru nú margir, og aldrei hafa jafnmargir leiðangrar verið gerðir á leið til heimskautsins sem nú. Fundist hefir dufl frá loftfari Andrée’s við eyjar norður af Spitzbergen. En af því verður ekkert ráð- ið um forlög hans. Eru þó flestir hræddir um að hann og félagar hans séu dauðir; en surnir geta til að þeir muni vera á Franz-Jósepslandi. Stærsta raffærastofnun í Evrópu. Norðmenn eru nú orðnir fremst- ir þjóðanna í Evrópu í því að nota vatnsafl til að framleiða rafmagn. Þar er allvíða farið að nota vatnsafl til að hreyfa rafiæri til að framleiða Ijós eða til að knýja verkvélar. Stærsta rafíærastofnun í Evrópu verður sú sem nú er verið að koma á fót við Sarpsfoss (í Griommen), skamt fyrir ofan Friðriksstað. Það er hjá bæ þeim er heitir'i Hafslundi, sem er stórbýlis- jörð, og er félagið, sem stýrir fyrirtækinu, kent við hana („Aktieselskabet Hafslund11). Félagið hefir keypt jörðina og ætlar meðal anuars að reisa þar búnað; nú eru þar 150 kýr, en gert er ráð fyrir að félagið auki búnaðlun stórkostlega. AðaltiJgangur félagsins er þó sá, að reisa þar verksmiðju til að búa til kalciumcarbid (kalkkol). Þetta efni er búið til úr kalki og steinkolum (kóksi), og úr því er aftur búið til kalkkolagas, sem eiakum er talið eftirsókn- aivert fyrir gufuskip. Ef þau t. d. fylla kolahylki sín með kalkkolagasi, geta þau haldið áfram ferðum sínum þrefalt lengur heldur en ef þau hefðu haft jafnmikið af kolum. Kalkið til verksmiðjunnar verð- ur að fá á Skáni, því miklu dýrara verður að flytja þangað kalk norðan úr Þráudheimi. Gert er líka ráð fyrir að búa til aluminium. — Enn fremur ætlar félagið að láta Friðriksstaðarbúum í té raflýsingu og vinnuafl eftir þörfum. Hefir félagið því keypt gas-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.