Fjallkonan


Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 3
17. ágóat 1898. FJALLKONAN. 127 stofnun og raflýsingarstofnun í Friðriksst&ð. Yerðið á rafljósi og hreyflafli í Friðriksstað verður nú þann- ig, að glólampi 16 normaMjósa kostar 8 kr. um árið (normal-ljósið [kertaljós] því 50 aura um árið) og hreyfiafl 25 hesta 100 kr. um árið. Loks á að iiggja rafmagnsbraut frá verksmiðjunni, sem verður 6 kíló- metrar (eða nærri míla) á lengd. Það er grafinn skurður úr fljótinu 15 álnir á breidd og dýpt, og eftir honum rennur vatnið inn í hús; þar er vatnsmagnið temprað, og síðan rennur vatnið eftir 6 pipum, sem eru 41/* faðmur í þvermál og fellur úr þeim á vatnshjólin (túrbínurnar) í neðsta gólíi verksmiðjunnar. Fyrst um sinn þarf ekki að nota nema tvær af þessum pípum. Ætlazt er til að 1200 hesta afl verði notað þegar verksmiðjan er full~ ger, og 18 vélar, en fyrst um sinn verða að eins hafðar 8 vélar, og getur einn maður stjórnað öllum vélunum. Ekki þarf nema eina vél í þarfir bæjarins. Stofnfé félagsins er 3 miljónir króna, og hafa Þjóðverjar lagt fram helminginn af því fé („Eiectrici- táts Aktiengesellschaft“ í Núrnberg), en Norðmenn hitt. VIÐ LESBORÐIÐ. Dgskr. minnist á frímerkjamálið íslenzka í 5. tbl., og segir að landið mundi geta grætt miljónir króna á frímerkjabreytingu. Það mun vera rétt athugað. Fjallkonan hreyíði þessu máli fyrst allra og síðar benti „Sunnanfari“ á það. Ekkert annað blað hefir, svo eg muni, fylgt fram þessu máli. „Dagskrá" segir, að „aulaleg, óþroskuð mis- skilning nokkurra manna innanlands haldi að það sé minkun að græða á frímerkjum". Þessum orðnm mun vera beint að landshöfðingja vorum, sem einn liefir látið þá skoðun í Ijós hér (á alþingi), að það sæmdi ekki alþingi íslendinga að spekúlera með frímerki. En við þessa skoðun virðist landshöfðingi vor ekki hafa haldið fastlega, því hann mælti með því að frímerkjalög síðasta alþingis yrðu staðfest, og verður honum því ekki um kent, þó stjórnin synji þeim staðfestingar. Annars hefði landsstjórnin átt að gæta betur hagsmuna landssjóðs, að því er til frímerkjanna kem- ur. Laifar skildingaf'rímerkjanna vóru seldar fyrir lágt verð og hefði mátt græða á þeim margar þús- undir króna. — í vetur sem leið lét póststjórnin búa til bráðabirgðafrímerki; er það venja annarstað- ar, þegar slík „próvísórisk“ frímerki eru gefin út, að stjórnin lætur prenta þau þúsundum saman, að að eins handa frímerkjasafnendum, og græðir á því stórfé. En ekki mun landssjóður hér hafa grætt eyrisvirði á þessum bráðabirgðafrímerkjum. „Þjóðólfur“ flytur grein í 34. tbi. um imlenda veitingarvaldið og bregður því um hlutdrægni, segir að hæfileikarnir sé alt af að verða iéttári á metun- um hjá innleuda veitingarvaldinu í samanburði við hitt (persónulega vináttu, tengdir o. s. frv.). Þess er til getið að grein þessi sé rituð með sérstöku til- liti til veitingar á sýslun við holdsveikisspítalann, sem altalað var hver fá mundi löngu áður enn hún var veitt. Eq síðar minnist „Þjöð.u á veitingu læknisem- bættisins við holdsveikisspít&l&nn og þá er innlenda veitingarvaldið orðið réttsýnt og óhlutdrægt, en út- lenda veitingarvaldið, sem réð veitingunni, hlutdrægt, Öll er stjórnin breysk, bróðir „ Þjóðólfar!“. Þjóðv. og fieiri blöð hafa minst á prestafundi á Sauðárkróki og í Árnessýslu, þar sem skorað var á stiftsyfirvöldin að þau fengju þá presta lands- ins, sem fundurinn áleit bersynduga, þrjá að tölu, til að segja af sér. Þessum þremur prestum var fundið það til foráttu, að þeir hefðu átt í málaferl- um. En það er hæpið, að telja þá íyrir þuð wúæfa til að standa í stöðu sinni, því sérstakar ástæður geta hafa knúð þá til að sækja eða verja réít sinn að lögum, og mun vera svo um presta þessa og söfnuði þeirra, að jmsir eiga högg í annars garð’. Þj'oðv. bendir á að kirkjulöggjöfm sjáif neyði prest- ana í málaþras og því betur sem prestarnir fram- fylgi henni, því betri ríkiskirkjuprestar séu þeir. Hefði því héraðsfundir þessir beint skeytum sínum í öfuga átt, beint þeim gegn einsíökum mönnam í stað þess að beina þeim gegn ríkiskirkjufyrirkomulaginu sjálfu. Og eflaust er eitthvað hæft í þvi. Dreyfus í Djöfley. í bréfi frá Guyana til blaðins „Le Journal“ segir meðal annars: Dreyfus er við bærilega heiisu, en hefir orðið miklu eliilegri. Hann er aiveg utan við sig, og sálargáfur hans hafa sljófgast mjög. Hann er hætíur að fást við stærð- fræði, sem hann áður hafði mestu unun af. Nú er hann og hættur að virða hafið fyrir sér, sem vandi hans var áður. Bækur og blöð, sem hann fær frá P&rís les hann ekki nú orðið. Það bráði dálítið af honum þegar hann komst á snoðir um að menn væru að fá mál hans ransakað af nýju. Nú eru tvöfalt fleiri varðmenn hjá honum enn að undanförnu og honum er ómögulegt að flýja. „Nýja Öldin“ og „ísland“ ætla að rngla saman reytum sínum von bráðar og verður þá eitt blað úr þeim báðum, sem að sögn á að heita „Nýja Öldin á Islandi11. — Líklega verða sömu ritstjórarnir. Hr. Jón Ólafsson er nú farinn til Skotlands til að útvega sér prentsmiðju og ætlar að sögn að Isigja herbergi fyrir hana á garala pósthúsiau. Yeðrátt. Að undanförnu hefir verið þurt veður og hiýtt, og hefir því orðið góð hirðing á heyjum og fiski. — Nú er aftur brugðið til votviðra. Aflabrögð. Nokkur reytingur af fiaki er í Faxa- flóa, ef stundað væri. Aflalítið á Yestfjörðum. Við Húnaflóa ágætur afli. Hiutir alt að 100 á dag, þó að eins á nýja sild eða smokkfisk. Við Skagaíjöið tregt um afla vegna beituleysis.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.