Fjallkonan


Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 17.08.1898, Blaðsíða 4
128 FJALLKONAN. XV 32 Þjóðliátíð HúnTetninga var haldinn 9. júlí á Þingeyrum, og komu þar saman ura 1100 manna. Var sungið fyrst minni íslands eftir E. B. og þar næst talaði séra Bjarni Páisson fyrir minni íalands. Þá var sungið kvæði eftir E. H. og ræðu helt séra Hálfdan Guðjónsson á Breiðabólsstað. Þóttu ræðurn- ar ágætar. Síðar talaði séra Eyjólfur Kolbeins fyrir minni kvenna. Kappreiðar fóru fram, og fengu verð- laun: grár hestur (vekringur) frá Svínavatni (12 kr.), grár klárhestur frá Örriðá (12 kr.) og skjóttur klár- hestur frá Blönduósi (6 kr.). Við glímur fengu verð- laun: Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka (6 kr.) og Benedikt Jóhannsson á Hofi á Skagaströnd (4 kr.). Fyrir kapphlaup vóru veittir ýmsir munir í verðlaun. Söngflokkur skemti og að síðustu var dansað. Að- gangur að hátíðarhaldinu kostaði 30 aura og að dans- pallinum 25 aura. Dáinn 6. júli Sveinn Sveinsson bóndi í Áiftár- tungu í Mýrum, hálfáttræður að aldri. Fekst lengi við lækningar og hafði til þess leyfl landlæknis (Hjaltalíns); hepnaðist oft vel. „Einstakur geðprýðis- maður, gestrisinn og vandaður“. 7. ágúst dó hér í bænum Ingibjörg Sigurðar- dóttir, ekkja Jóns Arasonar útvegsbónda í Skálholts- koti, sem er dáinn fyrir mörgum árum. Af börnum hennar eru 5 á lífi, öll hér í bænum. Látnir vestra: Kristján Arngrímsson, járnsmiður á ísafirði, og HaUdór Oíslason skipstjóri í Bolungar- vík. 1871 — JuMleum — 1896 Hinn eini ekta Brama-lifs-elixír, (Heilbrigðis matbitter). í öll þau mörgu ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir hann rutt sér í fremstu röð sem inatarlyf og lofstír hans breiðst út um allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lífs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þróttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðlyndr, hug- rahkr og starffiis, skilningarvitin verða næmari ogmennhafa meiri ánœgju af gæðum lifsins. Enginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafh með rentu enn Brama-lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefirnáð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum vér vara menn við þeim. Kaupið Brama-lífs-elixír vorn einungis hjá útsölum. þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akreyii: Hr. Carl Eöepfner. ---- Gránufélagiö. Borgarnes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr : Hr. N. Chr. Gram Hösavik: Örum & Wulff’s verslun. Keflavík: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzon’s verslun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. Raufarhöfn: Gránufélagíö. Sauðárkrókr: ------- Seyðisfjörðr:----------- Ságlufjörðr: Stykkishólmr: Hr. N. Chr. Gram. Yestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vík pr. Vestm.eyjar: Hr. Ralldór Jónsson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Gunnlögsscm. Einkenni: Blátt Ijón og gullinn hani á einkennismiðanum. Mansfeld-Búllner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verölaunaöa Brama-lífs-elixlr. Kaupmanndhöfn, Nörregade 6. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til Biðjið því œtíð um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt hjá kaupmönnunum. Brúkuð reiðtygi hnakka og söðla með ensku lagi, sel eg mót allri gjaldgengri vöru til 30. október næstkom- andi. Samúel Ólafsson söðiasmiður. Leiðarvísir til lífsáhyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upp- lýsingar. Ég hefi þjáðzt af óhægð fyrir brjóstinu og óreglulegri meltingu, en er ég hafði tekið inn 2 flösk- ur af Kína-lífs elixír frá hr. Waldemar Petersen í Frederiks- havn, get ég með ánægju vottað, að upp frá því hefi ég ekki kennt fyrgreindra veikinda. í sambandi við þetta vil ég geta þess, að gömul kona ein hér á bænum (Sigríður Jónsdóttir) hefir neytt Kína-Ufs-elixírs með bezta árangri gegn illri meltingu, er stafaði af of xniklum kyrsetnm innanbæjar, en hafði áður vanist vinnu undir berum himni. Sömu reynslu hafa einnig fleiri hér um slóðir, er hafa neytt og enn neyta bitt- ersins gegn ýmiskonar lasleika. Ég get því með öruggri sannfær- ingu veitt Kína-lífs-élixírnum með- mæli mín sem læknislyfi gegn fyrgreindum sjúkdómum, og því fremur sem auðvelt er að hafa hann við hendina, með því að hann er ódýr í samanburði við það sem önnur læknislyf og lækn- ishjálp kosta. Grafarbakkn. Ástríður Jónsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á ísiandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupendr beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Danmark. Útgeíandi: Yald. Ásmundarson. Féla gsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.