Fjallkonan


Fjallkonan - 23.08.1898, Qupperneq 1

Fjallkonan - 23.08.1898, Qupperneq 1
Kemr út n miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Anglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. G.ialddagi 15. júli. Upp- EÖgn skrifleg fyrir 1. okt, Afgr.: Þingholtsstrœti 18 XV, 33. Reykjavík, 23. ágúst 1898. Enginn Þingyallarfundur. Sem vita mátti, varð ekkert úr Picgvallarfund- inum í sumar. Ein tvö kjördæmi á l&ndinu ermælt að hafi kosið að nafninu fulltrúa til fundarins, þó ekki eftir þeim reglum, sem fundarboðendur ákváðu. Áð eins einn fulltrúi mœtti á fundinum hinn tiltekna dag, og það var ekki eJnu sinni svo vel, að sjálfir fundarboðendurnir mættu. Þingvallarskálinn „Yalliöir4 vígður. Það varð þó úr, að fursdahúsið á Þingvelii var svo fullgert 20. ágúst, að hægt var að koma þar saman og vígja húsið. Það er eingöngu að þakka forgöngu hr. Sigfúsar Eymundssonar, sem tók að sér framkvæmd þessa fyrirtækis, sem annars mundi ekki hafa orðið úr i sumar. Það komu því saman um 100 manns á Þing- velli 20. ágúst til að vera við st&ddir, er húsið yrði vígt og sýnt. Vóru flestir þeirra úr Reykjavík, karlar og konur. — Kl. 1 eftir hádegi sté öldungur- inn Benedikt Sveinsson upp á forstofutröppurnar, talaði um í hverjum tilgangi þetta hús væri bygt og ætiaði að halda ræðu um það, hvað þjóð og þjóð - rækni væri. — — Eftir ræðuna var sungið kvæði eftir E. B. og ann&ð eftir Guðrn. skáld Guðmundsson. Síðan var hulu kipt frá nafni hússins og kom þá í ljós nafnið „Valhöll11. Fiaggstöng stóð yfir aðaldyr- um með fálka-fánanum. Síðan var lokið upp húsinu fyrir aðkomendum, og skipuðu þeir sér í salinn í miðju húsinu. Þar mælti B. Sv. fyrir minni kon ungs í stuttri ræðu. Eftir það stóð upp Tr. G. og mælti fyrir minni fslaads. — Þá helt Þorbjörg Sveins- dóttir langa ræðu og skoraði á drottin að leiða ís- lendinga í sannleika benedikzkunnar. Síðar hélt Ólafía agent langa ræðu til að lýsa þeim áhrifum, sem Þiugvöllur hefði haft á sig, sérstak- lega þegar hún hefði verið send á Þingvallarfund sem fnlltrúi „Kvenfélagsins11 1895. — Síðan fór hún að dæma þá menn, sem nú væru staddir á Þingvelli, er fáir eða engir vissu til hvers þeir væru þangað komnir, hvort það væri af þjóðernistilfinningu, eða af skyldu, eða til gamans. Aiment væru íslendingar svo sljóir, að þeir þektu ekki sinn vitjunartíma; þeir vissu ekki af, að þeir væru bundnir þeim þræla-hlekkjum, sem væri miklu þyngrl, ef þeir væri vegnir, enn vestri barmurinn á Almannagjá. Og hverir hafa svo kúgað oss, bundið oss þessum hlekkjum, aðrir enn við sjáif- ir ? Við hefðum ekki manndáð i okkur til nokkurra framfara. Við ættum ekki, alls ekki skiiið þetta litla frelsi frá 1874, auk heldur meira, því lands- menn væru því ekki v&xnir. Hún kvað það hryggja sig, að íslendingar yfir höfuð væru tilfinningalaus og þrællynd þjóð. Salurinn var skreyttur innan með járnnegldum fjalldrapahríslum, sem, eins og kunnugter, er ímynd þrællyndisins, því fjalldrapinn er niðurbældasta og kúgaðasta plantan af viðartegundunum, og samkvæmt því var inngangur hússins skreyttur lúsalyngi; kom þetta alt vel heim við ræðu Ólafíu agents. Eftir þetta var mest sungið og dansað. KI. 9 var húsinu lokað. Þetta nýja hús á Þingvelli, sem heitir „Val- höll“ eftir búð Snorra Sturlusonar, er alls 32 álnir á lengd. Er í miðjunni salur 12 X 12 álna og 9 álnir á hæð, sem á að vera fundarsalur og til gistingar, ef á þarf að halda. Svo eru 2 útbyggingar 10X9X7 ál. hvor. G&ngur er eftir báðum útbyggingunum endi- Iöngum. í annari útbyggicgunni eiga að vera 6 svefnherbergi nseð 2 rúmum hvert, en í hinni 4 syefn- herbergi með 2 rúmum hvert, og geta verið fleiri, og eitt stórt herbergi handa húsverði. í salnum verða bekkir hringinn í kring, sem sofa má á, ef þ9ss þarf, og 8—10 smáborð verða þar, sem 4menn geta setið við hvert, og stólar eftir þörfum. Gert er ráð fyrir, að húsið verði notað 3—4 mánuði á ári fyrst um sinn, og verður því lokið upp í byrjunjúní- mánaðar næsta sumar, og haldið síðan opnu eftirþví sem ferðamenn þarfnast. Húsbúnaður verður ekki settur í húsið fyrr enn að vori. Útihús fylgir með eldhúsi í öðrum enda og í hinum endanum geymsla fyrir farangur manna. Gert er ráð fyrir, að hafa til taks á Þingvallar- vatni 2 góða siglingabáta, og munu ferðamenn þá að líkindum fara að stunda þar veiðar. Þjöðminniiigardagur Þingeyinga var haldinn 20. júní á bökkunum við Helgastaði í Reykjadal og vóru þar samankomin nál. 800 manna. Séra Benid. á Grenjaðarstað setti fundinn með ræðu, er hljóðaði um einingn og samkomuiag í mannlegu fél., sem því að eins gæti átt sér stað, að allir og einn mættust, kæmu hvorir móti öðrum o. s. frv. Þá mælti Sigurður læknir Björleifsson fyrir miuni íslands, talaði um hreppapólitik og þröngsýni, sem víkja ætti fyrir sameiginiegum hag alls landsins. Séra Árni prófastur bætti við þá ræðu kvæði stutta enn innilegu um föðurlandið. Guðmundur Friðjónsson mælti fyrir minni sýslunnar — ræðu og kvæði — og talaði auk þess am samkomur frá slmennu sjouarmiði. Hestar voru reyndir, glímt iengi, bl&upið og stokkið fram og upp. En ekki get ég sagt. hverir sigruðu í þeim íþróttum, því það er jafnan álitamáJ, einkum að því er glímurnar snertir. Aðal-samkoman stóð frá kl. 12 á hád. til kl.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.