Fjallkonan


Fjallkonan - 31.08.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.08.1898, Blaðsíða 4
136 FJALLKONAN. XV Þreyttu klárar þunga raun, þyita’ og grundir mörðu; fyrðar upp á fylstu laun fótastokkinn börðu. Þar var stokkið, þar var hlaup, þar var nóg að drekka; þar var kepni, þar var raup, þar var laust við ekka. Hargur óskar eftir því, að hin hreina kæti geti einlægt orðið ný, óbifandi’ í sæti. Kafíi og áfengi. í merku útlendu læknifræði- legu tímariti er varað við óhóflegri kaffinautn; kveðst höf. við rannsóknir sínar hafa kornist tii þeirrarnið- urstöðu, að langvinn (kronisk) kaffi-eitrun sé miklu tíðari enn menn alment ætli. Hún geri vart við sig á nokkuð líkan hátt og áfengiseitrun og menn blandi því einatt saman. í báðum tilfellum sé sama óbeit á mat, og sú óbeit verði hjá sumum kaffi- drykkjumönnum svo megn, að þeir geti ekkijagtsér annað til munns enn kaffi eða brauð, sem dýft er í kaffi. Fylgir þessu velgja og klýja og sjúklingurinn leggur af; sömuleiðis svefnleysi eða órólegur svefn, og krampi líkt og kemur af áfengiseitrun. Þeim sem gagnteknir hafa orðið af ólyfjani þessu er líkt farið og hinum, sem hafa skemt sig á áfengisnautn- inni: taugakerfið er úr lagi og það þarf tíma til að rétta við aftur. Það er ofur-skiljanlegt, að drykkju- mönnum, sem snúa frá „villu síns vegar“, er ráðið tii að drekka sterkt kaffi, og er reyndur hlutur, að þeir þamba þá af því heimsins undur. Það er eitur móti eitri, eins og líka sýnir sig, að þegar maður er drukkinn, þá er ekkert eins gott tii að gera mann afdrukkinn eins og lútsterkt kaffi. Margir fá sér snaps fyrir morgunverð til að örva meltingarfærin, og eftir góðan miðdegisverð þykjast menn þurfa að drekka sterkt kaffi til að létta meltinguna; það er vottur um að snapsinn og kaffið eru í náinni frænd- semi. Vilhjálmur keisari og guð. Hjá Þjóðverjum aru algeng þessi gamanyrði um keisarann: Spurning: „Hvaða munur er á guði og keisaranum?“ Svar: „Hann er sá, að guð almáttugur veit alt, en keisar- inn veit alt miklu betur“. íslenzkur fyrirlesari í Noregi. Seinni partinn í vetnr og í vor heflr maður, er nefnir sig S. Jónsson, verið á ferð nm Noreg og haldið íyrirlestra um ís- land. ÞesBÍr fyrirlestrar eru mest lygasögur um ísland og ís- lendinga. Segir hann þá vera drykkjuslarkara, iðjuleysingja, mentunarlausa ræfla og annað því líkt. Sumstaðar segist hann vera verkvélafræðingur, en annarsstaðar guðfræðingur, sendur út af pólitisku félagi á íslandi til að halda fyrirlestra um ís- land. Peninga þá, er hann fær inn, drekkur hann alla út, og hliðrar sér hjá að borga það, sem honum ber að borga, þegar hann kemst höndunum undir. Þegar hann kom til Þrumu („Tromsö") t. d. var þvi trúað fyrst, að hann væri það, sem hann sagði cand. theol. En eftir að hann hafði haldið þar fyrsta fyrirlesturinn (hann hélt þar 3), efuðu sumir, að hann segði satt. Þaðan fór hann án þess að borga fyrir prentun á aðgöngumið- um, húsaleigu og auglýsingar. Hann æflaði einnig að laumast burt án þess að borga gistinguna, en það tókst ekki. Þaðan fór hann til Hammerfest; en nýlega heflr það heyrst, að hann væri tekinn fastur í Vardö. Betur að satt væri. Þessi ræðu- maður bætir víst ekki fyrir íslendingum í Noregi, eða eykur álit þeirra. En Bem betur fer, eru þeir að tiltölu fáir, sem trúa slíkum mönnum. Þetta mun vera sami maðurinn og þóttist hafa fundið upp sléttunarvélina forðum. Hann er giftur norskri I konu og er skilinn við hana eða strokinn frá henni. S. OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til Biöjiö því cetið um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt hjá kaupmönnunum. Ég hefi þjáðzt af óhægð fyrir brjóstinu og óreglulegri melíingu- en er ég hsfði tekið inn 2 flösk- ur af Kína-lífs elixír frá hr. Waldemar Petersen í Frederiks- havn, get ég með ánægju vott&ð, að upp frá þvl hefi ég ekki kennt fyrgreiudra veikinda. í sambandi við þetta vil ég geta þess, að gömul kona ein hér á bænum (Sigríður Jónsdóttir) hefir neytt Kína-lífs-élixírs með bezta árangri gegn illri meltingu, er stafaði af of œiklum kyrsetum innanbæjar, en hafði áður vanist vinnu undir berum himni. Sömu reynslu hafa einnig fleiri hér um slóðir, er hafa neytt og enn neyta bitt- ersins gegn ýmiskonar laeleika. Ég get því með öruggri sannfær- ingu veitt Kína-lífs-elixírnum með- mæli mín sem læknielyfi gegn fyrgreindum sjúkdómum, og því fremur sem auðvelt er að hafa hann við hendina, með þvi að haun er ódýr í samanburði við það sem önnur læknisíyf og lækn- ishjálp kosta. Grafarbakka. Ástrídur Jbnsdottir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru j kaupendr beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunum í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumið- anum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Danm&rk. Brúkuð reiðtygi hnakka og söðla með ensku lagi, sel eg mót allri gjaldgengri vöru til 30. október næstkom- andi. Samúel Ólafsson söðlasmiður. Kaupendur „Kvennablaðsins" eru beðnir að afsaka, að ágúst-blaðið getur ekki orðið seat fyr enn með landpósti í september vegna fjarveru útgefandans. Ullarband er til s'dlu í Þingholtsstræti 18. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.