Fjallkonan


Fjallkonan - 07.09.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 07.09.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Arg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. 6jalddagi 15. júli Upp- sögn skrifleg fyrir 1. ekt Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 38. Heykjavtk, 7. september 1898. Tollvernd og frjáls verzlun. Búnaður Dana. Eftirdæmi. Á síðustu og verstu dögum 19. aldarinnar hafa margar hugsjónir og skoðanir frá fyrri tímum rutt sér af nýju til rúms: íhaldsemi í pólítík, afturhvarf í kirkjumálum og jafnvel hjátrú og hégiljur miðald- aflna. Ein af þeim skoðunum, sem þannig hefir magn- ast af nýju nú fyrir aldarlokin, er verndarpólitíkin, sem hygst að koma upp atvinnuvegunum með toll- um og öðrum böndum á verzluninni. Höfum vér ís- lendingar meðal annars orðið tilfinnanlega að kenna á þessari verndarpólitík, því þaðan stafar fjársölu- bannið á Englandi. Hér á landi hefir því líka verið hreyft að Ieggja toll á aðfluttan iðnað, smjörlíki og fleira; hefir það verið talið bezta ráðið til að koma upp innlendum iðnaði og rétta við landbúnaðinn. Öllum mun nú koma saman um, að útlendir verndartollar og aðrar tálmanir á útflutningi lands- nytja sé innlendum framleiðendum til tjóns. Hitt mun mönnum ekki vera jafnljóst, að innlendir verndar- tollar og tálmanir á innflutningi á þeim vörum, sem landið framleiðir, sé landsmönnum líka til tjóns. En reynsla annara þjóða virðist fyllilega sanna að svo sé. Það er víst óhætt að fullyrða, að Danir standa framar öllum öðrum þjóðum í búnaði. Er það að þakka verndartollum? Nei. Þar er enginn aðflutn- ingstollur á landbúnaðarafurðum, enginn verndartoll- ur á kornvörum, fleski, smjöri, eggjum, kjöti, hest- um, nautum, sauðfé o. s. frv. Þessi litla þjóð, með 21/* miljón manna, hefði ef- laust fyrir löngu orðið undir í samkeppninni við flest önnur lönd í Evrópu, sem girða sig með háum toll- múrum og loka höfnnm sínum fyrir innflutningi, ef hin frjálsa verzlun væri eigi svo blessunarrík. Síðustu tuttugu ár hefir framleiðsla og verð bún- aðar afurða aukist svo í Danmörku, að ekkert annað land í Evrópu getur við jafnast, þrátt fyrir verndar- tolla þeirra og stöðugt verðfall á heimsmarkaðinum. Fyrir 15—20 árum lá við, að það svaraði ekki kostnaði fyrir Dani að flytja út kornvörur. Þá urðu bændur skjótir til ráða. Þeir komu sér upp stórum mjólkurbúum, keyptu meira af ódýrum útlendum kornvörum (mais o. s. frv.) til fóðurs enn áður og breyttu þeim í smjör, kjöt og flesk. Smjörið er þó aðal-varan, og var það öðruvísi í fyrri daga, því þá var varla um annað hugsað en að hafa feitan fénað til að selja, einkum svín og uxa. Þá var mest um það að gera fyrir bóndann, að selja korn sitt í hent- ugan tíma; bæði korn og smjör var geymt þar til verðið hækkaði. Nú lætur bóndinn sér mest nm það hugað, að fá sem flest pund af smjöri, fleski eða kjöti fyrir kornfóðrið, og smjörið er selt svo fljótt sem unt er, ef mjólkin ein er ekki seld, sem nú er tíðast, og svínin eru seld jafnskjótt og þau hafa náð þeirri þyngd, sem sláturhúsin heimta (150—200 pd.). Smjör- ið er dýrast á veturna, og því eru kýrnar látnar bera á haustin, svo að þær mjólki mest um þann tíma, sem smjörið er í hæsta verði. Fjárpestin, sem geis- aði fyrir mörgum árum á Englandi og Hollandi, studdi mjög mikið að því, að danska smjörið náði útbreiðslu og áliti. Nálega helmingurinn af því smjöri, sem nú er flutt til Englands, kemur frá Danmörku, og er það alt að 100 milj. punda á ári. Það sem einkum hef- ir 8tutt að þessum framförum eru mjólkurbúin; þau eru tvenskonar, „fællesmejeri“, mjólkurbú, sem ein- stakir menn eiga, er kaupa mjólkina, og „andelsmejeri“, hlutamjólkurhús, sem allir þeir, er láta mjólkina af hendi, eiga hlut í. Á sama hátt hefir verið komið upp sláturhúsum fyrir svín á síðustu árum. 1888 kom upp svínapest mikil í Danmörku og bönnuðu því ná- grannastjórnirnar innflutning á lifandi svínum þaðan, sem áður hafði verið mjög mikill, því út hafði verið flutt: 1885 1886 1887 en 1888 191,000 245,000 261,000 16,000. En danskir bændur urðu samt ekki ráðalausir; þeir komu sér upp sláturhúsum og fluttu út flesk í stað- inn fyrir lifandi svín. Útflutningur á fleski hefir aukrnt þar gríðarlega á fáum árum, sem þessar tölur sýna: 1885 1890 1895 1896 10 28 45 75 milj. kíló. Innflutningsbannið enska meinaði Dönum sem öðr- um að flytja þangaðfénað; en þá stofnaði „hið sam- einaða gufuskipafélag“ sauðfjárslátrun í Esbjerg og flutti þaðan nýtt kjöt með góðum árangri. Útflutningurinn á dönsku smjöri hefir aukist á líkan hátt á síðustu árum sem þessar tölur sýna: 1885 1890 1894 1895 1896 16 43 56 58 60 milj. kíló. Jafnframt hefir',minkað innflutningur á smjöri: 1894 1896 19 16 milj. kíló. Af eggjum hafa Danir flutt út: 1895 1896 1897 8.4 10.5 13.2 milj. kr. virði. Danir flytja og út mikið aí hestum. 1897: 19,722 hesta fyrir 12.8 milj. Tietgen, stofnandi sameinaða gufuskipafélagsins og stóra norræna málþráðafélagsins m.m., kom meðal annars á fót sykurrófnaræktun í Danmörku. í Dan- mörku er aðflutningstollur á sykri, 12 au. á pundi, en til þess að þessi tollur ekki yrði verndartollur, var lagt jafnhátt gjald á hvert pund, sem búið var til innanlands. Eigi að síður hefir framleiðsla á sykri aukist frá 1892 til 1897 úr 20milj. kílóa í 49 miij.,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.