Fjallkonan


Fjallkonan - 07.09.1898, Page 2

Fjallkonan - 07.09.1898, Page 2
138 FJALLXONAN. XV. 35 og innflutningur minkað á sama tíma úr 30 milj. kílóa í 15 rnilj., þó engin sé tollverndin. Það er kunnugt, að Danir eru auðugaata þjóðin í Evrópu; efnakagurinn er þar mestur og jafnastur. Eitt sem sýnir blómgun efnahagsins í Danmörku er mink- andi útflutningur fólks. Útflutningarnir kafa verið: 1884 1893 1894 1895 1896 10422 9150 4105 3607 2876 manns. Af öllu þessu, sem hér hefir verið talið, má sjá, hverjum framförum í búnaði Daumörk hefir tekið á fám árum. Ekkert tollverndað land getur sýnt slík dæmi. Það er frjáls verzlun, samkeppui við aðrar þjóðir og verkleg mentun Dana, sem hefir komið bún- aði þeirra á svo hátt stig, en ekki tollverndin, sem verðlaunar það að vera á eftir tímanum. Auðvitað verða einstakir menn hvervetna að gangast fyrir öðrum eins fyrirtækjum og mjólkurbú- unum eða sláturhúsunum; það eru venjulega efnaðir menn, eða ríkir menn, eftir því sem hér er kallað. En það er meinið, að hér vantar þá menu, sem hafa vilja eða framtakssemi til að gangast fyrir stórfyrir- tækjum. Helzt mætti ætlast til þess, að kaupmenn vorir, sem ættu að hafa einna mesta þekkingu á ýmsu, sem að framleiðslu og verzlun lýtur, gerðu eitthvað til þess að greiða úr verzlunarvandræðunum, svo að landið dragist ekki alveg aftur úr heimsverzluninni og afurðir þess verði óseljanlegar. Nei, kaupmenn vorir eru vanaföst og sauðþrá kynslóð, sem er lítið um nýbreytni. Það sýnir meðal annars meðferð þeirra sjálfra á íslenzkum afurðum, t. d. kjötinu, sem þeir verka enn eins og tíðkaðist á 17. öld, og þykir því varla nokkursstaðar boðlegt. Þeir hefðu átt aðgera tilraunir til að koma upp sláturhúsum hér, eins og gufuskipafélagið gerði í Esbjerg, og flytja kjötið nýtt til Englands. Það er að vísu miklu lengra héðan til Englands enn frá Esbjerg, en Norðmenn hafa lika flutt nýtt kjöt ófrosið til Englands. Að minsta kosti mundi vera hægt að gera kjötið útgengilegra enn það er nú, með betri söltun. # Danir geta verið oss til fyrirmyndar í búnaði og verzlun, þótt þeir hafi betra land að búa í og eigi að öllu leyti hægra aðstöðu til framfara. Vér ættum að reyna að koma upp mjólkurbúum, og gæti ein eða fleiri sveitir verið í félagi, haft allar ær í seli að sumrinu, þar sem landkostir eru beztir, og haft þar smjörgerð. Þetta yrði og margfaldur verkafólks- sparnaður, sem kemur sér vel nú á tímum. — í öðru lagi ætti að koma upp sláturhúsum í verzlunarstöð- unum, vanda sem bezt alla meðferð á kjötinu og gera tilraunir til að flytja það nýtt á heimsmarkaðinn. Fiskiútvegurjnn kemst heldur ekki í æskilegt horf, fyrr en það er komið á, að fiskurinn verði fluttur nýr á útlenda markaðinn. Til þess þarf hraðskreið gufaskip, sem gangi einu sinni í viku til Euglands, og á hinum sömu skipum mætti flytja nýtt kjöt. En ekki mun mega vænta þess, að auðmenn vorir hreyfi hönd eða fót til framkvæmdar öðrum eins fyrirtækjnm og hér hefir verið minst á, fremur ea nokkru öðru, sem horfir til framfara 1 landinu. „Líflínur". Þessar línur eru ekki skrifaðar í þeim tilgangi, að segja að ég kunni betur ean aðrir, en þær eru skrif- aðar til þess að ítreka fyrir mönnum að fara varlega á sjónum. Hvort það verður tekið til íhugunar veit ég ekki, en ég hefi gert mitt til þess, að málið sé íhugað. Hverjum „kútter“ fylgja línur, eða réttara sagt þunnar keðjur, sem ég vil leyfa mér að nefna „Iíflínur“ (Lifeliues naut., a line along of any part of a vessel for the security of sailors, Noah Web- ster: Dictionary of the Engl. language). Þessum keð- jum er vaualega stolið með meiru, þegar skipin eru seld hingað til íslands. í rokum, þegar sjórinn fer yfir skipin, stundum óbrotinn, þá er hver skipstjóri s k y 1 d u r til að brúka þessar líuur, og þær eru brúk- aðar eftir því sem hér segir: Þær eru spentar milli „vantanna11 á skipunum, og þó það sé ekki keðja, þá má nota kaðalspotta, og eiginlega ætti hver yfirmað- ur á skipi að hafa það vit, að reyna að hækka „skans- klæðningu“ skipa, ef honum þætti þess við þurfa, en hann eða þeir hljóta að vera dómarar, hver hjá sér. Menn hafa dottið út inni á höfn eða á útsigl- ingum héðan og viðar, og flestir, sem hröklast út, drukkna, þvi sund eiga sjómenn hér ekki kost á að læra. Geta yfirmenn skipa verið rólegir, ef þeir með því að vanrækja slíkt, sem ég hefi tekið fram, verða þess valdandi, að menn fari útbyrðis og drukni’ og ekkjur og muuaðarleysingjar verði eftir í landi? Það er engin tímatöf að binda snæri eða kaðli milli „vanta“ skipsins, en það getur skeð, að það verði til þess, að menn fari þó ekki útbyrðis, hvorki í rokum og eigi heldur þegar menn koma drukknir um borð í skip á höfnum inni. Skipstjórarnir og yfirmenn skip- anna ættu aldrei að vanrækja slíkt, einkum á skip- um, sem ekki eru stærri enn hér, ekki nema 2—3 borð, sem menn verða að vera að stríða við að „ba- lancera" yfir upp á iíf eða dauða. — Ég skrifa ekki meira um þetta að sinni, en er reiðubúinn til að sýna mönnum, hvernig ‘þetta á að nota, sem ég þó vona að allir skilji, sem sjómenn kalla sig, eða sjó- menn eru. Reykjavík 29. ágúst 1898. Sveiribjörn Á. Egilsson. Allar greinir, sem ég rita viðvíkjandi sjómennsku, sendi ég fyrst um sinn þessu blaði. S. Á. E. Þjóðminningardag héidu Hiskupstungnamenn sunuudaginn 14. ágúst. Hátíðahaldið hóf séra Magn- ús Helgason með messugerð heima hjá sér kl. 10. — Eftir messugerðina fóru fram kappreiðar á Fellskots- flötum. Af hlauphestum (brokkhestum) urðu fljótast- ir bleikur hestur Erlendar Erlendssonar í Miklholti og brúntoppóttur hestur Kristjáns Magnússonar í Unnarholti. Síðan vóru reyudir skeiðhestar og skeið- aði langbezt glóföxóttur hestur frá Sigurði bónda Jónssyni í Hrepphólum og honum næstur ljósaskjóttur hestur, sem Eyjólfur Erlendsson í Miklholti á, sem vann önnur verðlaun á þjóðhátíð Rvíkur 2. ágúst; á honum sat Björn bóndi Björnsson á Brekku, en eigendur hinna hestanna hver á sínum hesti. Eftir kappreiðarnar var haidið suður að Beykholti og fagn-

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.