Fjallkonan


Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 16.09.1898, Blaðsíða 2
142 FJALLKONAN. XV. 36 Þegar oíþurkar ganga í löndunum við Nyazza, fórnar blámaðurinn guði sínum fulln ölkeri og körfu með mjöli og syngur: „Guð, heyr bæn vora og seud oss regn“. Yfirleitt ryður sú skoðun sér tii rúms, að hinir ýmsu þjóðflokkar blámanna trúi ekki á dauða hluti eina. Blámenn biðja til æðri veru, og helgiklutir þeirra hafa ekki meiri þýðiugu fyrir þá, en verndar- gripir hafa fyrir játendur fullkomnari trúarbragða, eða skeifan' fyrir hjátrúarfulla kristna menn. Hjá Indíánum í Ameríku verður vart við trúar- kugmyndir, sem eru svo háleitar, að ýmsir vísinda- menn þykjast ekkigeta skiiið annað enn að þær séu af kristnum uppruna. Ferðaraaður einn heyrði Indí- ána höfðingja biðja á þessa leið, er hanu lagði af stað yfir stórvatn með ættflokk sinn: „Þú mikii andi, sem hefir skapað þetta vatn og skapað oss, börnin þín, iát vatnið verða Iygnt og slétt, svo við getum hættulaust farið yfir það.“ Síðan fleygði hann tóbaksbita í vatuið og sama gerðu menn hans. Bænir hinna fornu Mexiko-búa eru skáldlega fagrar. Hér er ein þeirra: „Ó, miskunnsami drottinn, lát þá ógæfu, sem 088 hefir að hendi borið, eigi verða oss að tjóni, „heldur til aga og betrunar. Lát refsidóminn verða eius og þegar faðir refsar barni sínu, ekki af reiði, heldur til að frelsa það frá löstum og yfirsjónum.“ í bænum Mexikó-manna er undir niðri angur- blíða, gleði yfir fegurð náttúrunnar og sorg yfir, að öll þessi fegurð er svo hverful. Þessar skáidlegu bænir gátu þó ekki hindrað Mexikó-menn frá mann- blótum — heldur eru þær bænir, sem kafðar vóru við blótin, ef til vill fegurstar. Meðan mennirnir eru á iágu menniagarstigi sýna bænirnar hið einfalda samband miili mannanna og ósýnilegra vætta. Þegar beðið er til anda hinna dauðu, er það í rauninni ekki anuað en framhald sambandsius milli foreldra og barna. En þegar beðið er til anda himinsins, eða hinna mikiu náttúru- krafta, er það likast barnakvaki eða því, að þræll sé að tala við húsbónda sinn. Ef vér virðum fyrir oss hin æðri trúarbrögð, þá er varla &ð finna nokkura bæa í heigibókum Kín- verja. Það er ekkert rúm fyrir bænir í trúbrögðum Kínverja, sem annars mega naumast kallast trúbrögð, heidnr hnjóskþurt heimspekikerfi. Konfucius segir, að engar bænir dugi til að vernda menn frá sjúkdómum og ógæfu, og bænir fara ekki að tíðkast í guðsþjónustu Kínverja fyrri enn á seinni tímum. En eins og kunnugt er, hefir alþýða Kínverja ekki jafn-rökrétt trúbrögð og hin fornu stjórnarlegn trú- brögð eru. Þeir biðja til forfeðranna, náttúruguð- dómanna og hins æðsta anda. Hjá Iadverjum eru hinar helgu bækur fuilar af bænum. Rig-Veda er í rauninni ekki ann&ð enn lof- söngvar og bænir, í Sáma-Veda eru hinar sömu bæn- ir gerðar að söngum og bænin er yfirleitt þáttur í trúsögu Indverja. Buddha-trúin er þó að miklu leyti undantekEÍng. Meðal Grikkja og Rómverja vóru bænir tíðar. Það eru til alls konar bænir alia Ieið frá Hómers tímum, og. Piaton ssgir, að börnin heyri mæðurnar tala á hverjum degi við guðina og biðja um blessun þeirra. Rómverjar vóru mjög bænrækuir, en áttu ó- hægra með að láta í Ijós tiifinningar sinar en Grikk- ir, og er það tii marks, að þeir höfðu þann sið, er þeir báðust fyrir, að sveipa kápu sinni um höfuðið, til þess að ekkert glepti fyrir þeim, er þeir vóru að tala við guði sína. Bænir Assýríumanna og Babýlóninga vóru venju- lega sniðfastar og kaldar, auðsælega gerðar af prest- um, en ekki sprotnar af þörf hinna trúuðu. Þó eru í þeim hiu sömu frumatriði sem í öðrum bænumr guðir, sem refsa brotlegum tilbiðjendum, en likna þó þeim sem bæta ráð sitt, og biðjeudurnir trúa á fyrir- gefning syndanna. Alt aðrar bænir er að finna í musterarústum Egypta. Þær eru afspringur iangrar hugsunar, snið- fastar og hafa gengið mann frá manni, en þær eru þó styrkar og alvarlegar. Hér er ein til sýnis: „Skapari allrar skepnu, drottinn lögmálsins og faðir guðanna, þú sem gefur sáðiuu kraft til að spretta og sendir skógardýrunum fæðu sína. Þú hiun eini, sem ert engum líkur, konungur guðanna, sem hefir óteljandi nöfn! Ég kem til þin, drottinn guðanna, sem hefir verið frá upphafi hlutanna. Þitt nafn er vernd mín, gef mér langt líf, og iáttu son minn verða eftirmann minn. Lát mina virðing vera með honum æfinlega og lát hann blessast og blómgviist sem hinn réttláta mann. Þú ert, faðir, minn styrkur; ég er einmani meðal ókunnra manna, allar þjóðir hafa fylkt sér móti mér og hermenn minir hafa yfirgefið mig. En þú, Ammon, ert mér meira verður enn hnndrað þúsund riddara, tíu þús- und bræður eða synir. Því verk mannanna eru einkis virði; Ammon megnar meira en öll mannanna börn.“ Þessi bæn er bæði lík Veda-söngum og söngumt Gyðinga og kristinna manna. (Framhald). 1 sláturtíðinni. Dagskrá og ísland. „Dagskrá“ hafa þeir Sig. Júl. Jóhannesson og Sig. Þóróifsson fengið til eignar nú í sláturtíðinni. Hún hefir verið mögur undanfarið, greyið, en líkiega tekur hún ekki miklum haustbata við húsbóndaskift- in, og verður þá iítið fráiag í henni til jólanna fyrir þá nafnana. „íslaEdið“ hans Þor6teins míns hefir æfiitlega hafst iila við, en nú á síðkastið hefir þó óþrifakláði og alls konar torhöfn þyrmt svo yfir þessa veslings skjátu, að Iítil von er að húa verði sett á vetur, þrátt fyrir stækustu keituböð dýralækna og gamalla kláðafræðinga. Ekki mun þó mega geta þess, til að fóðrið skorti, því sjáifsagt eru nægar fyrningar frá áriuu í íyrra, samanber búdrýgindareikning hr. Þor- steins í 1. blaðl „ísiands“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.