Fjallkonan


Fjallkonan - 22.09.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.09.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um rniaja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJÁLLKONAN. Gjalddagi 15. júlí. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt, Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 37. Reykjavík, 22. september. 1898. Ritsíminn. Að því er séð verðar af blöðunum, er úti öll von um það, að ritsími verði bráðlega lagður til ís- lands. Það er illa farið, því að nú á tímum er hann mentuðu þjóðunum eins nauðsynlegur og daglegt brauð. Það er efamál, að þær vilji telja oss i flokki með sér, meðan hann vantar. Fátæktinni er kent um eins og vant er. í þetta sinn getum vér samt farið i kringum hana. Vér höfum íé til að kosta símann sjálíir að vorum hluta. Þetta fé er tilfagið úr ríkissjóði Dana. Það er 60,000 kr. á ári. Nú eru vextir af konunglegum skuldabréfum 3°/0. Tillagið er þannig 3°/0 af tveim miljónum kr., og það er einmitt upphæðin, sem gizk- að er á að ritsíminn til íslands muni kosta. Það er sjálfsagt, að Danir legðu til svo sem eina railjón. Fyrir 2^/a —3 miljónir má leggja sæsíma til Reykja- víkur og ritsíma eða raddsíma þadan til allra helztu verzlunarstaða á landinu. Það er sú rétta boðleið með símann. Sumir kunna að segja, að 60,000 kr. á ári sé of miklu til kostað. Það er eigi svo. Síminn á að fræða oss daglega um alt, sem gerist í heiminum og oss er nauðynlegt að vita. En — „að hreppa vizku hunds fyrir bein, hugsa það enginn skyldi. Oðinn gaf burt sinn augastein af því hann fræðast vildi". Vér megum ekki búast við því að fá þetta samband við umheiminn, nema með því móti, að leggja sjálfir mikið í sölurnar, og oss ætti ekki að vera sárara um tillagið en Óðni um augað. — Það er ekki held- ur víst, að kostnaðurinn þurfi að verða svona mikill; vonandi er að ekki þurfi að eyða öllu tillaginu; svo svo íeugi og landssjóður sinn hluta af þeim tekjum, sem verða afgangs kostnaði, þegar fram líða stundir. Þessi aðferð iiefir þann stórmikla kost fyrir báða málsaðila, oss og Dani, að „gleymd er goldinskuld". Þetta þarf ekki að verða Dönum tilfinnanlegra enn árgjaldið er nú; þeir geta selt konungleg skuldabréf fyrir upphæðinni. Annar mjög mikilí kostur er það fyrir oss, að þetta eykur álit vort í augurn annara þjóða, þar sem hinar sifeldu fjárbænir eða samskot til hins og þessa með stuttu millibili hljóta mjög að rýra álit vort. Þess væri óskandi, að aílir hagsandi menn þjóð- arinnar, sérstaklega allir alþingismennirnir, vildu hugleiða þetta mál nákvæmlega, bera það upp á þingmálafundum að vori og koma því inn á næsta þing. I september 1898. N. N. Botnverpingar. Á þessu sumri hafa Englendingar eflaust aukið botnvörpuútgerð sína. Þeir hafa fjölgað mjög botn- vörpuskipum sínum hér við land, og þar að auki sent 40—50 botnvörpuskip til Færeyja og yfir 100 botvörpuskip til Noregs, og er það hvorttveggja nýjar veiðistöðvar fyrir þá, því þeir hafa ekki verið þar áður svo teljandi sé. Þessi fjölgun enskra botnverp- inga á fiskimiðum vorum og i Færeyjum og Noregi getur og líka að nokkru leyti stafað af því, að þeim er mjög illa vært heima fyrir. Það er hvervetna viðkvæðið á Englandi í ræðum og ritum: „The trawls are destroying our fisheries. Clear them out." (Botnv. eyðileggja fiskveiðar vorar. Ryðjið þeim í burtu). í sumar hafa botnverpingar sem kunnugt er hafzt við hér í Faxaflóa og iðulega aflað í landhelgi; þó eru það að eins fáeinir brotlegir botnverpingar sem Heimdallur hefir getað náð í, en flestir hafa þeir haft næði til að brjóta landhelgislögin iðulega að ó- sekju. En botnverpingar hafa einnig verið í sumar víð- ar hér við land enn á Faxaflóa. Þeir hafa varið kringum alt land. Þeir hafa t. d. aflað daglega í landhelgi á Húnaflóa, Skjálfanda, Axarfirði ogÞistil- firði, og eflaust miklu víðar, þar senr „Heimdallur" hefir ekki einu sinni komið nærri. Meðan botnverp- ingar vóru að veiðum í landhelgi á Skjálfanda, dag eftir dag, lá „Heimdallur" fulla vikn á Akureyri aðgerða- laus, og hefði þó ekki þurft nema að bregða sér um fáar stundir burt þaðan til að finna botnverpingana við ólöglega veiði á Skjálfanda. Það er óhætt að full- yrða, að ef vér hefðum þá stjórn, sem væri fær um að vernda fiskveiðar vorar og framfylgja lögunum, væri íslendingar orðnir eigendur að mörgum botnvörpu- skipum, því «flaust munu eigi allfáir botnverpingar hafa unnið til þess með lagabrotum sínum, að skip þeirra væru gerð upptæk. Bæði er það, að danska stjórnin er alveg mátt- laus til að vernda oss fyrir yfirgangi botnverping- anna og svo er vor innlenda stjórn hvergi nærri svo á verði sem vera skyldi, enda er það ekki auðvelt fyrir lögreglustjórn hér á landi, að hafa hendur í hári þessara útlendu sökudólga, þar sem margir útvegs- menn vorir og fiskimenn hylma yíic með botnverp- ingunum eða eru jafnvel í samvinnu við þá. Ef landsmenn sjálfir væru ekki of hirðulausir og tómlátir, ætti þó að vera hægt að setja lögreglu- menn í ejávarhéruðunum, þar sem botnverpingar stunda veiði í grend, sem hefðu strangar gætur á lög- brotum botnverpinga og tilkyntu lögreglastjóra nöfn þeirra skipa, sem veiddu í landhelgi. Botnverpingar, sem voru á Skjálfandaflóa í sumar, sáu reyndar við því, að landsmenn fengi að vita nöfn skipanna; þeir negldu yfir skipanöfnin, svo að þeir þektust ekki. En eflaust mætti oft komast eftir nöfnum skipanna;

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.