Fjallkonan


Fjallkonan - 22.09.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 22.09.1898, Blaðsíða 4
148 FJALLKONAN. XY. 37 svo sem ekki um neitt — ég var eitthvað æst og órðleg; það var eins og einhver hætta vofði yfir mér, og lengi horfði ég á tvær sðlskrikjur, sem vðru að elta hvor aðra í kringum mig. Alt í einu stóð ég við. Þarna, rétt fram undan mér, var — ung- ur piltur. Hann svaf i forsælunni undir blðmguðum apaldi. Það var sonur frænda míns, drengur á 16. árinu. Hann hafði ekki séð mig, þvi liann avaf. Hann var fölur, munnurinn var eins og rðs hefði dottið ofan á andlitið — hann var fallegur. Ég gekk til hans og beygði mig dálítið, af því mér þðtti gam- an að sjá betur framan í bann-----------“. En nú gat nunnan ekki stnnið upp meiru; hún blygðaðist sín svo mikið, að segja það sem eftir var. Hún reyndi að herða upp hugann, en gat það ekki: hún sneri sér undan, hágrét og og birgði með höndunum fyrir andlitið. „En ég get ekki dæmt afbrot, sem ég veit ekkert um, „og ég get ekki heldur fyrirgeflð synd, sem ég ekki þekki“. Til allrar hamingju kom honum ráð i hug til þess að fá að vita þetta, án þess að særa tilflnningar þessarar iðrandi meyjar. „Hafið þér ekki i töskunni yðar eitthvað, sem þér getið skrifað á?“ „Jú, spjald og griffil“, „Qnði sé lof. Þð þér getið ekki komið yður að því, að segja mér þetta, þá getið þér skrifað það. Qerið þér það; ég Bkal snúa mér undan á meðan“. Hún tðk spjaldið og fðr að skrifa á það á hné sér, en tár- in hrundu ðtt og títt, svo mikið tðk það á hana. Þegar hún var húin, rétti hún prestinum spjaldið. En hann gat ekkert orð lesið; tárin höfðu þvegið burt alla játninguna. „Hvaða vandræði!“ sagði presturinn; „hvaða ráð á ég nú að hafa til að vita stærð syndar yðar og hvort hún verði fyrir- gefin?“ Þá bliknaði nunnan og skelfdist af þeirri tilhugsun, aðhún mundi ekki geta fengið fyrirgefningu. „Örvæntu ekki, dðttir sæl“, sagði prestur. „öll von ef ekki úti enn, guð hefir látið mér detta gott ráð í hug. Þótt þér hvorki getið látið mig heyra eða lesa þetta, þá getið þér ef til vill sýnt mér það. Hugsið nú um. Er ekki hægt að sýna synd yðar með hreyfingu?“ „Jú“, sagði hún. „Það var gott. Ég ætla að leggja mig liérna á bekkinn, alveg eins og pilturinn lá; ég læt sem ég sofi, því hann svaf, og svo ég geti nú alveg fengið að vita um afbrot yðar, þá skul- uð þér gera það sama við mig sem þér gerðuð við hann". „Það þyrði ég aldrei að gera“. „Nú skipa ég yður, dðttir sæl. Þér þurfið heldur ekki að blygðast yðar, því að ég skal hafa augun aftur.“ Hún hikaði við, en presturinn leit alvarlega til hennar, svo hún hneigði sig og lét það eftir, Prestur fleygði sér endilöngnm á bekkinn, lagði aftur aug- un og spurði: „Lá hann svona?“ „Já“, sagði hún. „Skriftaðu nú, dðttir sæl“. Hún gekk skjálfandi að honum, leit á hann, beygði sig, leit aftur á hann og sá að munnurinn á honum var eins og rðs, sem hefði fallið niður í andlitið. Og hún kysti hann einum léttum kossi. „Hvað var það svo meira?“ spurði presturinn. „En það var ekki annað, faðir“, sagði hún; ég gæti svarið að það var ekki annað. Svo stökk ég mína leið yfir þveran garðinn. Er það ekki voðaleg synd, á ég nokkra fyrirgefning- arvon?" „Ja, það get ég nú ekki sagt fyrir víst. Þessi synd beitir koss, en þeir eru til svo margs konar, sumir eru mjögsyndsam- legir, sumir alveg saklausir11. „Ó þér gefið mér von; minn hefir ef til vill ekki verið syndsamlegur, faðir?“ „Ég get eins og ég sagði ekki sagt um það, ég hefi ekki haft nægan tíma til að athuga það. Fyrir sakir sannleikans og yðar sálarheilla væri æskilegt, að reyna þetta aftur“. „Eins og þér viljið“, sagði hún. Hún beygði sig aftur otan yfir prestinn og kysti hann. „Það er líklegt, að kossinn hafi ekki verið syndsamlegur", sagði hann eftir stundar þögn, „þð væri djarft að fullyrða, að hann hafi verið alveg saklaus. Þetta er vandamál“. „Á ég aftur að reyna?“ „Mér sýnist full þörf á þvi“. „En látið nú aftur augun, faðir“. „Reyndu að láta munninn þinn..............svo sem til að friða samvízkuna :.........snerta lengur munninn minn, . . . . . . miklu lengur“. „Yelkomið", sagði hún. Hún lagðist niður og kysti hann lengi, lengi og inniiega ........þangað til kapelluklukkurnar kölluðu nunnurnar til kveldverðar. „Farið þér nú, dðttir sæl, þér hafið fengið fyrirgefningu syndanna. Ég er ánægðnr við yður. Synd yðar er þess kyns, að það er hægt að bæta fyrir bana; sú eina yfiibót, sem ég legg yður á herðar, er að stökkva dropa af vígðu vatni á var- irnar.“. „Ó hvað það er gott“, sagði hún og klappaði s&rnan lóf- unum. „Farið þér nú“, sagði prestur, „og ef þessi þunga freistni kemur aftur að yður, þá gleymið ekki að koma og skrifta fyrir mér. Ég skal æfinloga vera viðbúinn". Tíðarfar. Siðustu daga hefir verið þurt veður. Hafa bændur því eflaust náð nokkru af heyjum, enn þau eru orðin skemd og víða ðmögulegt að heyja vegna vatns; yfirleitt ilt út- lit með heyafla suhnan lands. „V esta“ kora hingað 21. sept. af Austfjörðum og með henni ffíöldi farþega. Frá Kaupmannahöfn kom Guðmundur spítalarpBmaður Böðvarsson og 2 íslenzkar hjúkrunarkonur til spítalans, af Austfjörðum náttúrufræðingar Bjarni Sæmundsson og Helgi Jónsson o. fl. Frá Skotlandi 5 ferðamenn. Jón Olafsson ritstjðri kom með „Yestu“ með nýja prent- smiðju, sem hann hafði keypt í Skotlandi. Hanson ingenieur, sem hefir verið að rannsaka legu vænt- anl. fréttaþráðar hér um landið, er nýkominn hingað landveg aust- an og noiðan nm land. _______________ Skipströnd. 23. ágúst strönduðu þrjú fiskiskip, sem veizlun Ásgeir Ásgeirssonar á ísafirði átti, í Höfn á Hornströndum; þau hétu „Familien“ „Sveinn“ og „Kamilla“; fjórða skipið frá sömu verzlun „Fremad“, strandaði í sama veðrinu á Húsavík; var á fiski á Skjálfandaíióa, en á heimleið til ísa- fjarðar þegar veðrinu hleypti á, og bilaði þá reiðinn á skipinu, svo að það varð að hleypa inn á Húsavík upp á líf og dauða og rak það þar í land. Það var alfermt þorski og varð litlu eða engu bjargað, nema mönnunum, sem náðust fyrir stakan dugnað og snar- ræði verzlunarstjórans þar, Þórðar öaðjohnsens o.fl. „Verzlnnarjafiivægið“. Meinleg misprentun var i síðasta blaði í greininni um „Verzlunarjafnvægið“, sem alveg rangsnýr meiningunni. Þar stendur: Guðl. sýslum. Guðmundsson tók það fram . . . 1897 . . . að aðflutta varan hingað til laads væri orðin 1 miljón hærri en hin útflutta, á að vera lægri. 3 vimmkonur vanta i Laugarnesspitalann: 1 þvotta- stúlku— áiskaup 90 kr., 1 vöku- konu — árskaup 90 kr. og þjón- ustustúlku — árskaup 80 kr. Þær sem vilja ganga í þessar vist- ir snúi sér til fröken Jiirgensen, hjá konsul Zimsen._____________________ Ef kandídat eða stúdent vildi taka að sér kennslu drengs undir skóla á kom- anda vetii, er hann beðinn að snúa sér sem allra fyrst til undirskrifaðs. Reykjavík, 19. septbr. 1898. J. Havsteen. Fornaldarsögur Norður- landa I—III bindi, síðari útg., ðskast til kaups með niðursettu verði. Ullarband er til sölu í Þinglioltsstræti 18. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. FélagBprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.