Fjallkonan


Fjallkonan - 06.10.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 06.10.1898, Blaðsíða 1
Kemr nt um miftja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN Gjalddagi 15. júli. Upp- sögn skrifleg fyrir 1. ekt Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 39. Reykjavtk, 6. október. 1898. Um landsins gagn og nauösynjar, Eftir DalMa. I. Ég veit, að þú, ritstjóri góður, kastar ekki í papp- írskörfuna þína hugleiðingum gamals manns um laudsins gagn og nauðsynjar. Þær verða að fá að fígúrera fyrir altnenningnum, og hver að taka sér til inntektar það sem hann vill, og ætla ég þá fyrst að taka fjárhag landsins og ástæður almennings, eink- um sveitabóndans. Vér erum nú bráðum búnir að hafa stjórnarskrána fjórðnug aldar og fjárhagsráðin yíir 20 ár. Á fyrsta fjárhagstímabilinu 1876 og 77, — þetta vóru nú fyrstu búskaparárin, — var farið hægt og gætilega í allar sakir. Þá vóru útgjöldin áætiuð 452,000 kr. eða rúoilega 3 kr. á matm árlega, et landsbúar eru taldir 72,000. Þessi gæhn hélst fyrst framanafbú- skaparáruuum, þó að útgjöidiu eðlilega jykust nokk- uð. Landsmenn þurftu mörgu að kippa í lag og við margt að gera. En síðan 1893, eði síðan seinustu kosningar fórufram, hafa útgjöldin aakist óskaplega eftir okkar efnum og ástæðum. Á síðustu fjáriögun um eru útgjöldin áætluð 1,466,000 kr. og tekjuhall- inn 158,000 kr., sem auðvitað verður að taka af við- lagasjóði. Ea útgjöldin vorða í raun og veru miklu meiri enn þetta. Á L-igarfljót á að leggja brú fyrir 75,000 kr., kaupa pósthús fyrir 30,000 kr. Tvenn sukafjárlög, laudssjóðskirkjur, sem til stendur að söfouðir taki við, brúin á Ömólfsdalsá, holdsveiki- spítalinn og styrkur til þriggja prestakalla, pyða á fjárhagstímabilinu, fram yfir það sem áætlað er á fjárlögnnum, um 70,000 kr. Þetta er til samans 175,000 kr. Að vísu má telja frá tillagið á fjáríög- unum til telegrafísins 35,000 kr., en samt verður tekjuþurðin á seinasta fjárhagstímabilinu fuliar 300.000 kr., sem taka verður úr viðlagaajóðnum. Útgjöldin verða þetta yfirstandandi íjárhagstímabil meir enn 11 kr. á hvert mannsbarn landsins árlega. Þau hafa því fast að þvi fjórfaldast á rúmum 20 árum. Hin auðuga Danmörk hefir hækkað útgjöld sín til lands- þarfa um 10 °/0 á sama tíma sem hið snauða ísland hefir aukið þau hjá sér um 70 °/o e^ 7 sinnum meira að tiltölu. Utgjöldin hafa því aukist frá því sem áður var á seinasta fjárhagstímabilinu um nær þvi 300,000 kr. Hvar lendir þetta, ef þessi eyðsla helzt áfram? Það er sýniíegt. að viðlagasjóðurinn verður með þesau Iagi étinu upp á fáum árum, og að því búnu verður að leggja háan skatt eða toíl á lands- menn, líklega sem svaraði 3—400,000 kr. á ári, eða kannske meira. En kannske efnahagur, framfarir og allar áatæður landsmanna þoli vel þessa fjáreyðslu? Það skuium vér skoða. Á síðustu 20 árum hafa ýms gjöld, önnur enn til landssjóðs, komið á landsmenn, svo sem hreppavega- gjaid, 8em nú verður að borga í peningum, styrktar- sjóðsgjald og borgun til skoðunarmannanna, sem hor- fellislögin frá síðasta þingi skipa fyrir að kjósa skuli í hverjum hreppi. Auk þess vaxa stöðugt nokkuð gjöld til sýslusjóðanna. Á síðustu 20 árum heflr vinnafólkskaup hækkað framt að helmingi, en afurðirnar, einkum af land- búnaðinum, lækkað stórkostlega í verði, t. d. kjöt, ull og smjör, og er þetta alt saman einhver tilfinnanleg- asti hnekkirinn fyrir afkomuna. Á seinni árum er Iítt mögulegt orðið að fá peninga. Að vísu var ku- peningur framt að 2,000 floirí og sauðfé rúmum 100,000 fleira 1895 en það var að meðaltali á árunum 1871 —1880; en þessi hækkun vegur þó naumast upp verðfallið á afurðunum, og þjóðin er fráleitt nú fær- ari um að bera hærri gjðld, en hun var þegar Iandið byrjaði búskap sinn. En hvernig stendur núáþví, að þessi miklaeyðsla á sér stað og það svona snðgglega, eins og áður er tekið fram, án þess landsmenn eða kjósendurnir finni að því? Það liggur alt í hreppapólitíkinni, hreppa- pólitíkinni, sem gengur eins og rauður þráður alt frá hinni aumustu hreppsnefnd landsins upptilhinna virðulegu þingmanna. Einn þingmaðurinn hefir veg- spotta í sýsluvegi á samvizkunni, annar flutninga- brautarkafla, þriðji brú, fjórði skóla, fimti bitling handa kunningja o. s. frv., og hver berst fyrir kjör- dæmið sitt af alefli, án tillits til þess, hvar nauðsyn- in er mest til endurbóta á íandinu; og sagan segir jafnvel, að þingmenn lofi hver öðrum fylgi til að koma fjárbænunum fram, en kjósendurnlr gef.t eyðslu- belgnum kvittua, þegar heim kemur, hafl honum tekist að krækja í eitthvað fyrir þá. Þó þessi at- kvæða-hrossakaup þingmannanna sé nú að öllum lik- um munnmæli, þá eru samt sem áður sumar fjárveit- iagar á þinginu lítt sklljanlegar, svo eru þær ástæðu- lausar. Auðvitað fylgja frelsinu auknar byrðar, og það er ekki nema sjálfsagt, að útgjöldin aukist, ef nokkru á að kippa í lag. Strjálbygðin hér á landi gerir all- ar endurbætur svo dýrar. Alt verður að styrkja af landssjóðnum, ekkert borgar sig beinlínis. En það er vandinn, að meta hvað á móti öðru, á eina hlið- ina nauðsyn framfaranna og endurbótanna og gjald- þol landsmanna hinum megin. Þetta þurfa þingmenn og þetta þurfa kjósendur jafnan að hafa hugfast. En það er sýnilegt, að eyðslan á seinni árum fer svo úr hófi, að ekki líður langt um, að hun fer langt fram úr gjaldþoli iandsmanna, ef þessu fer fram, og landið kemst í mestu fjárþröng. Viðlagasjóðinn ætti aldrei að skerða, heldur auka hann lítið eitt á hverju fjár- hagstímabili, t. d. um 10,000 kr., og landiou ætti aldrei að hleypa í skuld, heldur ætti að leggja á nýja tolla. Við erum svo fáir og sniáir og náttúran hér svo erfið, að við megum ekki við skuldum sem þjóð; það er nóg, að einstaklingarnir skuldi og eigi margur hver ekki á sig skyrtuna. Sú tíð þarf að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.