Fjallkonan


Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendiB 4 kr.) Auglýsingar ðdýrar. Gjalddagi 15. Jú.11. Dpp- sögn skrifleg fy rir 1. okt Afgr.: ÞingholtBstrœti 18 FJALLKONAN. XV, 40. Reykjavtk, 12. október. 1898. Útlendar fréttir. Louisa Daniidrotninsr dáin. 29. sept. lézt Louisa Danmerkur drotning. Hún hafði lengi verið veik að undanförnu, en þó haft fóta- ferð til síðustu daga. Hún hefir um sína daga haft meiri vöid en nokk- ur önnur drotning, þó hún væri drotning í smárík- inu Danmörku, og er það einkum að þakka því, að dóttir hennar varð keisaradrotning í Rússlandi. En jafnframt hefir hún verið hin vinsælasta drotning, og getið sér bezta orðstír sem móðir og húsmóðir. Hún var 81 árs. Jarðarfðr Austurríkisdrotningar o. íi. Um morð keisaradrotningarinnar í Austurríki hafa blöðin þeg- ar flutt náaar fregnir. Morðinginn, Luccheni, er fiæk- ingur, og hefir hvorki þekt föður né móður, fæddur í París, en hefir lengst verið á Ítalíu. Samkvæmt lögum í Qenf, þar sem morðið fór fram, verður hann að eins dæmdur til æfilaugs varðhalds, því líflát er þar ékki í lögum. Fangelsið er neðanjarðar og sést þar aldrei nein skíma, og loft er þar fúlt, og þykir vistin þar að visu lífláti verri. Jarðartör drotningarinnar fór fram með mikilli sorgarviðhöfn 18. september. Vilhjálmur Þýzkalands- keisari fór þaugað til að vera við jarðarförina og heiisaði Jósep Austurríkiskeisara með þremur koss- um. Hann kom með tvo kranza, annan frá sjálfum sér, en hinn frá drotningu sinni, og lagði þá á kistu Elísabetar drotningar. Hann fór heim aftur kvöld- ið eftir. Austurríkiskeisari mintist þess í tölu, sem hann hélt, að hún, sem aldrei hefði þekt hatur og engum gert annað enn gott, hefði orðið að falla fyrir morð- hendi vitstola haturs og ofstækis. Keisarinn hefir stofnað „orðu“ og verðlaunapen- ing í minningu drotningar siunar og hinnar helgu Elísabetar af Thiiringeii, sem á að veita í heiðurs- skyni þeim konum, sem skara fram úr öðrum í trú- rækni og mannúð. Dreyfuss-málið. Ráðaneytið í Frakklandi hefir loks í einu hljóði samþykt að taka Dreyfuss-máiið fyrir af nýju. Dómsmála-ráðgjafinn hefir sagt, að rannsókr. máls- skjalanna hljóti að ieiða til þess að sanna sakleysi Dreyfuss. Þaðsévíst, að annar maður sé falsarinn.— Hið nýja Dreyfuss-mál á að fara fram í Rouen eða Amiens. Esterhazy er strokinn til Lundúna, og á að hafa meðgengið, að hann hafi falsað aðalskjalið, sem dóm- ur Dreyfuss var bygður á. Sum blöð segja, að stjórnin ætli að láta sækja Dreyfus áður dómur fellur í raáiinu af nýju. Hermálaráðgjafinn Cavaignsc varð að fara frá völd- um, sá, sem kom í hans stað heitir ZurJinden. Hann hefir nú einnig orðið að fara frá, af því hann hefir ekki viljað trúa sakleysi Dreyfuss. Sá heitir Chanoine, sem nú er orðinn hermálaráðgjafi. Vilhelmina Hollands drotning er að sögn trú- lofuð þýzkum prinsi, Bernhard af Weimar. Sú fregn flaug fyrir, að stjórnleysingi hefði skotið á drotning- una um það leyti sem hún tók við ríkisstjórninni, enn hana hefði ekki sakað. Stjórnleysingjar tveir frá Ítalíu vóru teknir fast- ir í Vín; þeir höfðu ásett sér að drepa ítalska krón- prinsinn, er hans var von þangað. 350 stjórnleysingjar vóru nýlega teknir fastir í Róm. Krít. Þar er stjórnleysi og óöld, og nokkur hundr- uð kristinna manna hafa verið drepin af tyrkneskum upphlaupsmönnum. Sendiherrar stórveldanna sitja nú á ráðstefnu til að ráða til lykta stjórnmálum Krítar. Sósíalistaforinginn P. Holm í Kaupmannahöfn, sem tekinn hafði verið fastnr, er dáiun í fangelsinu úr lungnabólgu. Prinsinn af Monaeo, sem ,,Dgskr.“ sagði nm dag- inn að sumir héldu að væri sami maður og barón Boilleau á Hvítárvöllum („Dgskr.“ kallar hann Boal- lou, sem er einhver nýmóðins stafsetning; framb. er: Boa-ló) hefir verið í sumar í norðurhöfunum á gufu- skipi „Princess Alice“ ; fór til Spitsbergen, og lá í viku í Færeyjum í miðjum september, en ekki hefir frétst, að hann hafi komið hingað til lands. Erfðaskrá Nolbels. Eins og kunnugt er, gaf auð- maðurinn sænski, Nobel, mestallan sinn auð, um 36 miljónir, í þarfir vísindanna, en erfingjarnir vildu ó- nýta erfðaskrána og bjuggu til mál út af því. Nú hefir orðið sátt í máli þessu, þannig, að erfingjarnir fá tæpar tvær miljónir, samþykkja erfðaskrána og afsala sér og afkomendum sínum rétti tii arfsins. Stærstu herir í Evrópu. Rússland hefir mestan standandi her af öllum þjóðum. Á friðartímum er herinn 1 miijón manna, eu á ófriðartímum ú1/^ mil- jón. Ef varalið kemur til, verður herinn framt að 7 miljónum. Auk þess má með sérstöku boði (ukas) kaila landvarnariiðið til hjálpar. Aiíur her Rúss- lands verður þá 9 miijónir manna. Þar næst kemur Frakkland með % miijón á íriðar- tima. En á ófriðartíma verður herinn ú1/^ miljón, og ef varalið kemur til verðúr aiiur franski herinn 4,370,000. Þá er Þýzkaland með 585,000 á friðartíma. En ef ófrið ber að hendi, geta Þjóðverjar á 10 dögum

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.