Fjallkonan


Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 12.10.1898, Blaðsíða 2
158 FJALLKONAN. XV. 40 dregið saman 2,230,000 hermanna og með varaliði verður allur þýzki herinn 4,300,000 rnanna. Um Andrée loftfara hefir enn ekkert spurst. Flugu- fregn hefir komið frá örænlandi, að Eskimóar hafi á austurströndinni í fyrra haust heyrt skot á ísnnm, og hefir verið getið til, að það hafi ef til vill verið Andrée og félagar hans. Sviar eru enn vongóðir um, að Andrée komi fram. Fellihylur hefir gengið yfir Yestureyjar í miðjum sept. og hefir gert stórtjón; 300 manna fórust og 20,000 urðu húsviltir. Uerðamál ríkja á milli. í sumar hefir í fyrsta sinni farið fram skilyrðislaus gerðasamningur milli tveggja ríkja, Ítalíu og Argentína. í honum er á- kveðið, að verði ágreiningur með þessum ríkjum, skuli málið lagt í gerð. Hvert riki kýs sian gerðar- dómara, og bæði ríkin til samans kjósa hinn þriðja. Ef þeim kemur ekki saman um það, á Svíakonung- ur eða forsetinn í Sviss að kjósa hinn þriðja. Þessi þriðji maður verður forseti gerðardómsins. Þessi dóm- ur er fullnaðardómur, sem ekkí verður áfrýjað, en verði síðar sannað, að dómurinn sé bygður á röng- um ástæðum, þá má hinn sami dómstóll dæma á ný og verður að hlíta þeim dómi. Þessi samningur gildir í 10 ár, og sé honum ekki sagt upp með árs fyrirvara, gildir hana önnur 10 ár- in til. Zola er að sögn í Sviss, og er að semja ávarp til þjóðarinnar á Frakklandi, sem á að koma inn á hvert einasta heimill. Samband milli Kínverja og Japansmanna. Það er aagt, að Kínverjar og Japansmenn séu að gera samband sín á milli, og mun þeim þörf á því til að spyrna á móti yfirgangi vesturþjóðanna. Annars gengur alt á tréfótum í Kína og sömuleið- is í Kórea. — Þar var gerð tilraun til að drepa konunginn og krónprinsinn á eitri, og er það kent einni af hirðmeyjunum, en það mistókst, svo að þeir héldu lífi. Brynjulf Bergslien, myndhöggvari í Kristianíu, er nýdáinn. Eitt helzta verk hans er riddaramynd af Karl Johan. Hann gerði brjóstmyndina af Jóni Sigurðssyni alþingisforseta. Skemtiferðamenn í Noregi. Til Noregs fara sem kunnugt er á ári hverju skemtiferðamenn svo þúsundum skiftir, og sem dæmi þess má geta um, að til Knöskaness (Norðurhöfða) nyrzt í Noregi komu 1300 íerðamenn í sumar. — Til Spitsbergen fóru 56. Bandamenn hafa tekið friðarboði Rússakeisara, sem við var að búast; segja, að samkvæmt stjórnar- stefnu þeirri, sem þeir hafi nú tekið, verði þeir að auka bæði her og fiota. — Annars hefir boðskap keisarans verið mjög vel tekið af flestum stjórnum. ÍSLENZKOR SOGUBÁLKUr! Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasta og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Prh.). Vorið eftir fór ég enn anstr á land til fiskikanpa; pantaði ég hjá Sra Benedikt mínum í VestmaDneyjum fisk upp á 8 hesta og tilaettí vissan dag eftir Jónsmessuna, er ég viidi þar kominn vera, en það og meira þurfti pantaði ég undir Fjöllun- um. Bak ég að norðan í áfanga að svo kallaðri Biskupsþúfu. Þaðan að Sandá, því þar er góður áfangi, ofarlega í Hreppa- manna afrétt; mætast þar vegir úr Skaga- og Eyjafirði. Nær ég er þar lagstur um morguninn, því vegna hita verða lesta- menn á fjöllum að vera á ferð um nætr, þá veðráttu hagar so, koma þar Eyfirðingar að tjaldinu og spyrja hver fyrir ráði, hvaðan við séum og hvað langan áfanga við höfum haft. Þeim er af dreng svarað til þess í einfeldni; var nú síðari ófanginn ei full þingmannaleið, enn hinn sem farið höfðum var tvær. Nú er það tíðum metnaður lestamaDna, að fara sem mesta áfanga fram hjá öðrum, og var nú hér sú metnaðargirnd og heimBka. Þeir ríða frá tjaldinu aftr með hlátri og spotti, segjandi: „Mikl- ir bannsettir etc. ferðaslókar og skarnbassar eru þeBsir Skag- firðingar, að þeir fórn nú ekki lengra“, með öðru fieiru. Ég heyri þetta, safna móð, sofna um stund, vakna síðan og segi að taka hesta, svifta- tjaldi og fara af stað. Nær eg kem ofan í afréttinn, sé eg hvar Eyfirðingar hafa tekið trúss sín ofan, enn sofa hingað og þangað undir viðarrunnum, vegna sólbaksturs sem var. Verða þeir ei varir við mig. Ég kem að Hamars- holti, þeim efsta bæ og næsta á þeirri leið; bið þar að skila til þeirra, að Skagfirðingar hafi séð lestaskíti úr Eyjafirði þar í af- réttinum með ein(hverjum) fleirum níðs og móðsyrðum; held eg so strykiuu að Þjórsá á Hrosshyl, en þá eg er að mestu yfir nm kominn, reka þeir þar fram að. Þó aldrei hefðum fyr sést, heilsuðumst við sem góðir vinir og sem ekkert hefði á milli borið, og drukkum saman kátir og lystugir. Sá hét Sveinn á Leyningi, sem fyrir þeim var; hann spurði mig hvar eg fisk hefði til ætlaðan; eg sagði honum hjá Sra Benedikt á 8 hesta fyrir peninga og vaðmál. Skiidum við í Hlíðinni; eg fór inn eftir henni og austr undir Fjöll. En þeir daginn eftir út í Eyjar og í einu orði náðu með kænsku og lagi mínum pant- setta fiski hjá Sra Benedikt; sögðu og sóru eg hefði undir Jökul farið til fiskkaupa, er þeir útlögðu honum síðar Eyjafjailajökul. Eg kom út einum degi síðar enn til var ætlað; vildi þá so tii, þá eg landfestist, að Sra Benedikt og þeir vóru þar á brygg- junni. Þá við höfðum beilsast segir hann til þeirra: „Hvílíkir skelmirar hafi þið verið, að ljúga út þanninn fiskinn, er eg ætl- aði honum! Látið hann nú allan til aftur“. Þeir gera að hon- nm sköll og spyrja hvar fyrir hann hafi verið svo trúgjarn og lauslyndur; hann hafi verið svo til vits og ára kominn; kaupin hafi verið fríviljug, og hljóti þau að standa, með langtum fleiri storkunarorðum. En til mín segja þeir það sé lítil þénnsta fyrir orðsendinguna frá Hamarsholti; hafi sér þetta í skapi búið, þá þeir hafi verið að spyrja mig um fiskkaupin. Prestur varð rétt sjálfheimskur, og hafði varla ráðdeild á sjálfum sér, en eg lét sem ekkert á mér festi. Mitt í þessu talár einn þeirra til mín og sogir: „Far þú nú með klerki, kaupunant þínum, og tak þér hvíld og svefn hjá honum, þvi þú hefir þess þörí. En fáðu okkur í hendur peninga þína og vörur, er þú ætlaðir houum; við skulum geyma það á meðan. Eg tek þessu vel, en prestur spyr hvort eg Bé með öllu ráði að trúa framar soddan föntum. Eg segist þó þar að ráðast; vottfast sé, hverju þeir viðtaki og fæ þeim peningana; fer so með presti að Ofanleiti, og sef þar með ró þar til daginn eftir, því svefn hafði ei á mín augu kom- ið þá í fjögur dægr, eða þar um bil. Nær eg kem ofan á bryggju aftr til þeirra og finn þá, eru þeir búnir að kaupa fiskinn so mikinn sem til stóð, að ei þurfti annað enn binda og segja nú til min: „Taktu nú hvorn fiskinn þú viit og skulum við binda hann fyrir þig“, og þáði eg þennau heldur, því hann var engu siður. Qladdist þá brún á presti og sagði: „Nú sé eg hrein- lyndi og ærlegheít norðleDzkra; öðruvísi hefði þetta hér sunnan* lands út fallið“. Yarð so gaman og hlátur að öllu saman. Fór-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.