Fjallkonan


Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miBJa viku. Árg. S kr. (erlendis 4 kr.) Augiýsingar ödýrar. FJALLKONÁN. öjaiddagi 15. júlí. Upp- sögn skrifleg fýrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstrœti 18 XV, 41. Reykjavík, 21. október. 1898. Fjársala tíl Belgíu. Nýja Öldin flatti 13. ágúst í suraar grein úr norsku blaði um fjársölu tii Belgíu. Þar var sagt, að eftir skýrslum norska konsúlsins i Autwerpen væri ástæða til að ætla, að í Belgíu væri bezti markaður fyrir lifandi fé og engar teljandi tálmanir þar fyrir innflutningi lifandi fjár. Það væri því mjög æskilegt, segir blaðið, að gengið væri að því með skynsemi og dug, að flytja fé út tii Belgíu. Þegar nú þess er gætt, að Nýja Öldin, sem flytur hér greinina, er málgagn kaupfélaganna, sem hafa gert einu tilraunina, sem gerð hefir verið af hálfu ís- lenzkra útflytjenda til að flytja lifandi fé til Belgíu, þá hefir þessi fullyrðing N. A. tvöfalt gildi. Nýju Öldinni hlýtur að vera kunnngra um þetta mál enn öðrum biöðum. Þetta eru gleðiiegar fregnir, og ég efast ekki um, að umboðsmenn kaupfélaganna geri nýja tilraun í haust til að flytja íslenzkt fé tii Belgíu, þar sem markaðurinn er þar einmitt góður fyrir okkur, og ekkert til fyrirstöðu að flytja þangað íslenzkt fé, að því er ráða má af greininni í Nýju Öldinni. Því miður mistókst alveg sú tilraun, sem þeir Zöll- ner & Co. gerðu í fyrra með fjárflutning héðan til Belgíu. ísafold hefir í næst-síðasta biaði (15. október) skýrt frá þessari fjársölu-tilraun umboðsmanna kaup- félag&nna, eftir því sem norska konsúlnum í Ant- werpen, Ottesen, segist frá í norska Horgunblaðinu. Eítir þeirri skýrslu að dæma á það að vera fyrir handvömm, að fjársalan héðan af iandi tii Beigíu hefir ekki hepnast. Fjárhópurinn, sem þeír Zöllner & Co. fluttu héðan af landi til Beigíu í fyrra (5000) og seldist þar með skaða, á samkvæmt skýrslu norska konsúlsins að hafa liðið bæði hungur og þorsta á ieiðinni, og nokkuð af honum á að hafa drepist áður en akipið var afíermt. Loks eiga vænstu kindurnar ekki að hafa náð þeirri þyngd, sem iökustu kindurnar áttu að hafa samkvæmt kaupsamningnum. Yæri þetta satt, þá er s&nnariega lítið mark tak- andi á þessari fjársölu-tiiraun. Þetta málefni þykir oss bændunum athug&vert. Sé ágætur og tálmunarlaus markaður fyrir fé vort í Belgíu, eins og ráða má af Nýju Öldinni, sem, eins og áður er sagt, er bezt trúandi til að vita það, þá er það hrapalleg fyrirmunun, að honum skuli hafa verið spilt af oss sjálfum eða að hann skuli ekki vera notaður. Það er að eins fyrir afglöp eða framkvæmdar- leysi, að vér höfum ekki getað selt fé vort til út- landa undanfarin ár, ef taka má mark á ofannefndri grein í Nýju Öldinni og greininni í næst-síðasta blaði Isafoldar. Þeir Zöllner & Co. eru eflaust færir um að hrinda af eér ummælum ísafoldar í þessu máli, þar sem blaðið ber þeim á brýn, að þeir hali spilt því, að aðal-fjárkaupmaðurinn í Belgíu færi hingað til fjár- kaupa í fyrra, eins og hann hefði ætlað sér. Það hefði þó að líkindum getað orðið til nokkurra hags- muna í bráð, hefði þessi fjárkaupmaður keypt hér fé, þótt ef til vill hefði ekki orðið framhald á því. Æskilegt væri, að N. Ö. skýrði betur þetta mál, sem almenningi er ekki ljóst, en henni hlýtur að vera kunnugast um sem málgagni kaupfélaganna, svo að hinir heiðruðu umboðsmenn félaganna, þeir Zöllner & Co., liggi ekki undir ómaklegu ámæli. . Sveitaböndi. VIÐ LESBORÐIÐ. N. Ö. hefir í síð. bl. f. á. vakið máls á umbótum á fyrirkomulagi póstsendinga. Þess er heldur engin vanþörf, því að á því eru þær misfellur, að blöð og aðrar póstsendingar verðá í sífeldum vanskilum, sem kaupendum blaðanna er bezt kunnugt. Það er víða á viðkomustöðum póstskipanna, að engir eru póstafgreiðslumenn (og sumstaðar ekki einu sinni bréfhirðing), og er ekki auðið að senda póstsend- ingar á slíka staði með þeim, því að póststjórnin af- greiðir að eins póstsendingar til póstafgreiðslustaða. í stöku tilfellum mun póstmeistari þó hafa afgreitt póst á hafnir þar sem er bréfhirðing, einkum þar sem aðal-höfnin var mjög slæm. En það er ekbi skylda póstmeistara að afgreiða póst nema á póst&fgreiðslustaði, og ekki á bréfhirð- ingarstaði. Sending til bréfhirðingarstaðar verður þannig send á póstafgreiðslustað þann, sem hún heyr- ir undir. Þannig eru sendingar, sem fara eiga á Reyðarfjörð (eð.v bæi, sem sendingar fá frá bréfhirð- ingunni þar, t. d. til Hólma) sendar til Eskifjarðar (af því að Reyðarfjarðar bréfhirðing heyrir undir Eskifjarðar póstafgreiðslu). Þegar „Hólar“ koma frá Reykjavík, kemur skipið fyrst á Reyðarfjörð, en menn þar fá ekki bréf og blöð í land; þau eru í Eski- fjarðarpokanum, og verða að halda áfram — frarn hjá Reyðarfirði. Þar liggja þau svo, ef til vilí með- an skipið fer norður á Akureyri og til baka aftur. Þá tekur það sendingarnar aftur á Eskifirði og fer með þær á Reyðarfjörð. Þá mega þær fyrst koma í land þangað, sem þær eiga að fara, eftir, ef til vill, 17 daga útivist frá þvi þær koma þangað fyrst; þá hafa þær gengið „boðleið rétta“. Til að bæta úr þessu sýnist í fljótu bragði greið- asti vegurinn sá, annaðhvort að setja póstafgreiðslu- stað á hvern póstskips-viðkomustað, eða þá að setja bréfhirðing á þá viðkomustaði, þar sem engin póst- stöð er nú, og gera póstmeistara jafnframt að skyldu að afgreiða póstsendingar beint á þá alla. En það fyrirkomuiag yrði bæði dýrt og ófullnægj- andi. Pöstmeistari sjálfur leggur til, að skipaðir séu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.