Fjallkonan


Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 2
162 FJALLKONAN. XV. 41 tveir póstafgreiðslumena á strandferðabátana „Skál- holt“ og „Hóla“, sem séu á skipunum alt sumarið. Þessari tillögu má telja víst að verði framgengt á næsta þingi, on hún ætti þegar að geta orðið fram- kvæmd á næsta vori. Fádæma leirburður er kvæði, sem blaðið „ísland“ fiytur í 39. tölubi. eftir Ágúst Bjarnason. Fyrir- sögn kvæðisins er: „Undau óveðri“. Kvæðið er alt sú ómynd, að maklegt þykir að prenta það hér upp með hæfilegum athugasemdum, svo sem til að sýna hve þessir lærðu menn, sem kaliaðir eru, geta sum- ir verið báglega á sig komuir: 1. Brimið í naustunum nöldrar, nðttin er lygn og heið; tunglið glottir á grúfu, grunar skiptapa og deyð. Það er eflaust mjög óvanalegt að brirnið uöldri „i naustunum". Naust eru jafnan bygð svo langt fyr- ir ofan flæðarmál, að sjór nái eigi til þeirra. Helzt lítur út fyrir, að höf. hafl ekki vitað, hvað „naust“ er. Þó er hitt fáránlegra, að „tunglið glottir á grúfu“. Tunglið er þá líklega ýmist á grúfu eða upp í loft. Líklega hugsar haun sér „grúfutunglið“ þannig, að það stingi hornunum niður, og er þetta náttúruaf- brigði engu ómerkilegra enn Horuaíjarðarmáninn. „Grunar skiptapa og deyð.“ Já, „deyðurinn“ er bágur. — Á verstu duggara- bandsárum ísienzkunnar er þetta orðskripi að finna í sálmakveðskapnum; það er ekki annað enn afbökun af danska orðinu „Dödu, og einkennir það þannig „sótt og dauða íslenzkunnar“ og jafnframt andlegan dauða þeirra sem nota það. 2. Tryggur í túni sítur með trýnið spert og hátt, spangólar yfir sig, eða ylfrar sárt og lágt. Trýnið á hundinum er „hátt“, og hanu spangólar „yfir sig“. Yæri ekki viðkunnanlegra að komast svo að orði, að hann Bperti trýnið hátt; að spangóla „yfir sig“ er líka illa að orði komist, og það er rangt að hafa áherzlu á „eða“. 3. Hrafninn úr fjöllum fiýgur fljótt og með vængjagust, steypist úr stálheiðu lofti og stöðvast á lágri bust. “Fljótt“ í 2. v. o. er ekki annað enn hortittur, og hefði eins vel mátt vera „ótt með hrað“(l). „Stál- heiðu“ er mjög óviðknnnanlegt. 4. Þar hvessir hann uefið og krunkar, og kyrfir sig góða stund; skuggar sem vofur væflast vængjunum pöndum und. Að „kyrfa sig“ og „væflast“ eru málleysur, og öll er vísan litt skiljanleg; það er og rangt, að hafa á- herzlu á „und“. Hvaða „skuggar“ það eru, sem hér „væflast“, veit enginn. í 1. v. o. vantar stuðul. 5. En hundurinn ærist alveg á því slíkt kukl að sjá, hann stökkur á vegg upp með voli og vill hann í hurtu hrjá. Að „ærast aiveg á því“ er raugt að orði komist í þessu sambandi; á líklega að vera „ærast af því.“ Hér er líka röng áherzla á forsetniugunni. 6. Krummi er þó hvergi hræddur krunkar með ólánsspá, hringar í kringum húsin, heldur svo bygðum frá. í fyrra heimingi þessarar vísu er enginn höfuð- stafur, og hefir það jafnan þótt galli á íslenzkum kveðskap, ef hann stendar ekki í ljóðstöfum og hend- ingum. 7. Tryggur gólar úr garði, gjálfrið sem bergmál deyr, en sogin í voginum vaxa og vindurinn hvín — enn meir! Efnið í þessari vísu er: Hundurinn gólar úr garði(!). Sjórian deyr eins og bergmál, euu þó vaxa sogin (brimhljóðiu) í voginum og vinduriun hvín — enn meir! Hver skilur? Gjált’ur er: sjór, brim- hljóð; orðagjálfur. Engin af þessum þýðingum á hér við. Nei, „skáldið“ lætur sjóinn verða ládauðan um leið og brimið vex og vindinn hvessir(!). Kvæðið alt er hrærigr&utr af hugsunarvillum og máileysum. Ritstjórinn Þorsteinn Gíslason, sem tekur þetta kvæði í blað sitt, er auðvitað annar smekkleysiaginn til, enda svipað „skáld“ sjálfur, annars muudi hanu hafa lleygt því í pappírskörfuna i stað þess að pienta það. ÍSLENZKDR SÖGUBÁLKUR. Æfisaga Jóns Steingrímssonar, prófasts og prests að Prestsbakka. [Eftir eiginhandarriti. Landsbókas. 182, 4to]. (Framh.). 20. Hið síðasta ár, sem ég var á ReynÍBtað, og var búinn að taka þar við nokkurri umsjón — hvar um síðar kann sagt verða — fór ég enn austr í sömu pláts til fiskikaupa og út í Reynishverfl; vóru þá harðindi á dottin í Norðlandi, að ég hlaut nú að kaupa bæði kýr og hesta; hafði ég nú til áburðar 20 hesta, enn alls vóru með 6 kúm og 2 nautum grip- irnir 40, enn við mennirnir 3 og einn drengur. Tók ég mér einn mann til aðstoðar alt yfir Þjórsá út i Reynishverfi, er heit- ir Einar Oddsson. Qekk sú ferð af með guðs hjálp slysalaust, þótt á ýmsu kendi sem oflangt yrði til frásagnar. Þó hlýt ég á eitt að minnast, er sýnir hversu forsjón guðs sá fram i veg fyrir mig og aðra, sem er þetta : Ég skildi eftir tjald mitt og hesta í Holtsoddum undir Eyjafjölium, og lét þar dreng minn eftir til vöktunar því; sendi annan mann enn, sem með mér var, aust- nr i MýrdalinD, en annar fór með mér útí VeBtmanneyjar. Höfðu lestamenn að tjaldinu komið og séð þar meðal annars brún- skjóttan hest, ungan og vænlegan, er ég átti. Einn velmeg- andi hreppstjóri var einn fyrirliði þeirra; sá maður sem hét Magnús Guðmundsson frá Staðarholti í Meðallandi. Hann kom að tjaldi mínu og sá greindan hest; svo fór hann út í Eyjar, hvar við í mannfjölda hittumst; falar hestinn af mér. Ég lét vel yfir því og spyr hvernig heBtur sá sé, er hann bjóði mér fyrir hann. Hann svarar mjög rembilega: „Þú skalt fá fyrir hann eitthvað bölvað truntuveBki, sem (ég) hef“. Ég segi hann fái eigi hestinn fyrir það, heldur einhvern annan jafnboð- inn, þó annan lit hafi. Hér við verður hann móðugri og segir: „Þú veizt ei við hvern þú átt; ég er einn hreppstjóri og vei- megandi nefndarmaður úr Meðallandi". Ég segi það megi vel vera, en hvorki hræðist ég hans orð né persónu, og muni ég halda öllu mínu fyrir þessu. Tók hann þá til illyrða, sem ég í hófi gegndi, og meðal annars sagðist hann hafa séð einn af- glapa, er vaktaði tjald mitt. Ég bað hann að gæta að, hvað hann kostaðí, að tala þessi orð til síns bróður, og so sýndist mér hann vera fávís og vesæll að öllu, að ei væri hæfur að fara á góðra manna fundi, með fleiru, og so litla virðing bæri ég fyrir honum, að ég vildi nú (fremur) fá greindan hest ein- hverjum fátæklingnum enn honum. Varð hann fyrir því meiri sneypu som hann var lengur í þeim flokk; skildum við svo í þeim stað mátulegir vinir. En urðum góðir vinir eftir það ég hingað kom. Þó bjó sneypa þessi niðri í honum, því að eitt

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.