Fjallkonan


Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 21.10.1898, Blaðsíða 3
21. okt. 1898. FJALLKONAN. 163 sinn ætlaði hann að gera mig, og þá prest orðinn, ærulausan fyrir aðtekt á tré í Meðallandi, er ég hafði fullkomna heimild fyrir og hann sjáifur hafði hjálpað mér til að vinna. En svo fór að hann ætlaði að verða sjálfur ærulaus fyrir framburð sinn og angefningu, ef ég ei hefði vægt tii, og fyrir sýslumanns- ins milligöngu plátaði hann so fyrir þá ferð, að hann fór ei til mín aðra eins aftr. Þó var það og er enn um hann að segja, að þó hann sé svo fávís, sem sýnt er, var í honum ær- legheit og mannást, hverrar hann heíir bæði í þessu og fleíru að notið jafnan hjá öðrum mönnum sem við hann hafa kynst. Var ég mesti frumkvöðuli að siglingu sonar hans, Sæmundar, bæði að útvega honum vörur til siglingar og koma honumund- ir vernd og tilsögn Hannesar biskupB, er þá var stúdent utan- lands, að hverri lukku sem verður. — Vík ég þar aftur til máls, er ég komst til lands aftur úr Eyjunum og i Hoitsodda. Er þar fyrir ein Meðallandslest; frá henni kemur til mín einn maður, sem hét Einar JónsBon ; hann falar að mér skjótta hest- inn og heíir ei annað til eða í boði nema útiifaðan jarpan hest, og segist vera á næsta bæ við einn nefndarmann, sem heiti Magnús Guðinundsson, sem ég kannaðist við. Þessum manni fæ ég hestinn, bið hann segja velnefndum Magnúsi að ég hafl bannað honum að fá honum hestinn, enn segi Einari hann skuli sjáifur hestinn eiga og vel njóta. Getihann nokkuru borgað mér hann, ef nokkurn tíma þaðan i frá sjáumst, þá sé það vel; annars heiti það ekkert framar og skiidum við að þessu. En þegar Kötlugjá spjó 1755, misti þessi maður alt sitt, nema þenna hest, flutti á honum konuna og tvö börn vestur í Fljótshlið, hvar hann fékk sér aðsetur í koti nærri Teigi og var þar til dauðadags. ^Ég kom og um þær sömu mundir að noröan til búskapar á Hellum í Reynishverfl. Þessi maður spyr þetta, finnur hann mig og tilsegir mér hús til eignar, er hann varð eftir að skilja og honum varð enginn peningur úr, en mér til stærstu þarfar og hagnaðar í því húsieysi er að kom. En ei kunni hvorugum til hugar að koma að beggja vor þörf mundi með þessu bætast, sem þó fyrst orBakaðist af hvepsnisyrðum Magnúsar og honum til verðugrar storkunar. (Framh.). Tíðarfar heiir uú verið ágætt lengi, og bætir því haustið upp óblíða sumarsius. — Sumst&ðar hafa meun veiið við heyskap eftir réttir, og víða uáðist hey ekki fyrri að lullu. Laugarnesspítalinn. 24 sjúkliugar eru komnir þangað; af þeim sem sóttu um inntöku er einn dá- inn. Með strandbátunum seinast í þ. m. er von á flest- um hinum, sem teknir verða í haust. Hinir holds- veiku menn láta vel yfir vist sinni þar. Fjárkaupaskip frá þeim Zöllner & Co. (Hengest) kom 12. okt. með kolafarm til Brydes verzluaar og fór aftur 19. okt. með 2000 fjár, meiri hlutann af Akranesi, en 700 frá StokkseyrarféLigiau, er flytja skal til Liverpooi. Von um 10 kr. verð fyrir kind- ina, að kostnaði frá dregnum. Kaupfélag Þingeyinga hefir að sögn fengið 85— 90 aura, að kostnaði frá dregnum, fyrir smjör, er það sendi tii Englands í sumar. Er það góð byrjun, og sýnir, að hægt er að fá gott verð fyrir íslenzkt snijör á Englandi. Smjör kaupfélags Þingeyinga mun hafa verið vel vandað; þeir eru einnig farnir að nota þar allvíða skilvindur, og segja að smjörið verði þá rneira, og auð- vitað hreinna. Fjársvik við Landshankann. Það er hljóðbært orðið fyrir löugu uokkuð, að Landsbankinn vurð fyr- ir einkennilegum og all-bíræfnum fjársvikum nú fyrir 3 missirum: svihið út 850 kr. lán gegn falsaðri sjálfskuidarábyrgð. Lántakandi kom í bankann við annan mann og eýndi vottorð frá hreppstjóranum í Kolbeinsstaðahreppi, Sigurði Brandssyni í Tröð, um að ábyrgðarmenn þeir er á lántökubeiðninni stóðu væri allgóðir efnamenn eða því um líkt; var annar þeirra förunautur lánbeiðanda, en hinn Páll nokkur Jónsson á Heggstöðum, er upp komst síðar að var 10 ára gamall piltur. Þegar ganga átti eftir skuld- inni, komst það upp, að vottorðið frá Sigurði hrepp- stjóra var falsað, og að hvorki lántakandi né hinn ábyrgðarmaðurinn vóru einu sinni til um þær sveitir. Eins víst, að fjárprettamenn þessir hafi verið úr alt annari átt. Vilti Eyfirðingurinn, sem fanst á Q-núpverja- hrepps afrétti (í Búrfellsskögi) 4. okt., heitir Krist- inn Jóusson, vinnumaður frá Tjörnura í Eyjdfliði, 22 ára. Hann liggur eitthvað kalinn á höndum og fót- um á Ásólf8stöðum í Hreppum, að Stefáns bónda Ei- ríkssonar og hefir þar góða aðhlynningu. Hann fanst með þeim hætti, að Eiríkur bóndi Ólafsson frá minni-Mástungu var í skógaríör í Búrfelii; þangað er 2—3 stunda lestaferð írá efstu bæjum í Hreppum. Kristinn hafði iagst þar fyrir og ætlað að bíða þar dauða síns, með því hann treystist ekki að haida lengra. En þá sá hann alt í einu hest með reiðingi og dróst hann þá með veikum burðum í áttina til hestsins, og hugsaði sér að fylgja honum, þar tií hans yrði vitjað. Þetta var einn af hestum Eiríks bónda, og hitti hann Kristinn er hann vitjaði hestsins. Eiríkur gaf honum mat og Iéði honum föt af sér og flutti haun niður að Ásóiisstöðum, efsta bæ í Hreppunum. í þau 15 dægur, sem hann var á fjöliuuum, hafði hann á engu nærst nema vatni. Hann virðist hafa hitt á að fara þann veg, sem bezt var að íá, úr því fór að halla suður af. Hann hafði gengið upp á jökul (Hofsjökul), og ætiaði að skygnast þar um, eu komst ekki áfram fyrir sprungu. Ettir það óð haun marg- ar ár (þverár, sem í Þjórsá renua). Dýpst óð hann í hendur. í Arnarfell hefir hann komið, eííir iands- lagi að dæma. Úr þvi hanu kom suður á Fjórðungs- sand hefir hann farið að fylgja Þjórsá. Eina nótt lá hanu í kofa (Fitjaskógakofanum), og þá frusu skórnir á fótunum á honum. Þaðan hélt hann fraln í Búrfell, og var þá að mestu þrotinn að kröftum. Hvar annarsstaðar enn þarna, sem hann hefði gefist upp íyrir ofan bygð, hefði hann enga hjálp getað fengið. Hann er skemdur á höndum cg fótum af kali; annar skór hans var þó heiii, en vetling- ana varð að rista af höaöunum á honum, svo vóru þær orðnar bólgnar. Barnaskólaliúsið nýja í Beykjavík var vígt 19. okt. og skóli settur. Bæjarfógetinn hélt fyrst ræðu og afhenti skólahúsið skólanefndianí; þar næst hélt formaður skólanefndarinnar (dómkirkjupresturiun) ræðu til kennara og barna og afhenti skólastjóra

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.