Fjallkonan


Fjallkonan - 25.10.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.10.1898, Blaðsíða 2
166 FJALLKONAN. XV. 42 in sér til nokkurra gagnsinuua. Ágrip þetta mætti svo hefta inn og láta það fylgja skjalapartinuin, sem að sjálfsögðu yrði prentaður, seinni mönnum til upp- lýsingar. Ekki ætla ég að þessu sinni að skýra frá skoð- un minni um það, hvernig auka mætti, ef á þyrfti að halda, tekjur landssjóðs, landsmönnum sem ótil- finnanlega8t, en að sjálfsögðu ætti að leggja (og það sem allra fyrst) brúartoll á allar kostuaðarmiklar og fjölfarnar brýr, og hann jafn háan því, sem ferju- tollurinn var áður, eða því sem næst. Þetta gæti orðið töluverð tekjugrein fyrir landsjóð, og þeim sem nota brýrnar miklu betra að borga tollinn fyrir þær en tollinn fyrir ferjurnar. Hver maður þarf að borga á gufuskipunum fargjald og flutningskaup á farangri, og hvers vegna skyldu menn þá kostnaðarlaust fá að nota eina dýr mannvirki, þó gerð séu fyrir al- mannafé, eins og hinar kostnaðarsömu brýr á stór- ánum? Sund. Margar eru þær líkamsíþróttir, er menn temja sér til skemtunar og heilsubótar, en engin þeírra er jafnmikils verð og gagnleg sem sundið. Því hafa allar þjóðir á öllum öldum tamið sér suiid. Þáð gerðu öndvegisþjóðir fornaldarinnar, Egyptar, Grikkir og Eómverjar, og það gerðu forfeður vorir áNorður- löndum. Það var trúa Egypta, að sá væri enginn hæfur til að þjóna guðunum, eða andlega heill, sem ekki hefði algerlega heilbrigðan líkama, og að þeir menn einir gætu orðið sælir. Þeir kunnu og að meta heilsusamleg áhrif sundíþróttarinnar á likama manna. Grikkir í fornöld höfðu og sundið í hávegum, og það er víst, að sundleikum þeirra hafa þeir að miklu leyti átt að þakka fimi siua, fríðleik og heilsu. Eftirtektavert er það, að afturfarir þjððanna hafa venjulega orðið því samfara, er líkamsíþróttirnar hafa verið lagðar niður. Rómverjar tömdu sér mjög sund á blómaöld þeirra, og var bæði ungurn sveinum og meyjum kent að synda, en þetta lagðist niður á keisaraöldinui og þá tókust upp veiklandi heit böð í stað hinna styrkjandi köldu baða. Eins fór Mú- hammeðsmönnum, sem vóru í fyndinni sundfærir vel; þeir lögðn niður sund og tóku upp heit böð, er þeim íór að hnigna. Forfeður vorir lögðu mikla stund á líkamlegar íþróttir, og svo gerðu Norðurlandabúar í fornöld; vóru þeir í því fremri suðrænni þjóðum. Svo virðist sem þorri manna hafi þá lært að synda, bæði karlar og konur. Þess er oft getið í sögunum, að meun syntu ár eða sjávarsund. Enginn þótti góður sund raaður, sem ekki var hraðsyndur, gat synt bæði klæddur og afklæddur og þoldi að vera lengi í kafi. En sundið lagðíst meira og meira niður, þegar þjóð- inni fór að hnigna; tíðkuðust þá meira kerlaugar og !oks lögðust þær einnig niður að mestu. Sundið styrkir og herðir líkftmann betur enu fleatsr eða allar aðrar íþróttir, og því er nú í flestum iöndum lögð stund á að kenna almenningi sund. Á þessari öld kemur sundíþróttin ekki sízt í góðar þarfir til að bæta mönnum andlega ofþreytu. Mað- nrinn getur ekki haldið heilsu nema með hæfilegum umskiftnm hvíldar og hræringar, hæfilegri hvíld og áreynslu, bæði fyrir anda og líkama. Nú er lífernis- háttum manna alment svo farið, að á þessu verða misfellur, og einkum er vöðvunum misboðið með of- mikilli eða oflítilli áreynslu. Af því stafa aftur margskonar sjúkdómar í hinum innri líffærnm, í blóð- fariuu og taugalífinu. Hér kemur sundið að ómetanlegu gagni. Með margháttaðri áreynslu á vöðvana örvar það mjög efnabreyting líkamans, upptöku nýrra góðefna í lík- ainaan og brottgasg skaðefna úr líkamanum. Starf- lítill vöðvi eyðir litiu næringarefni, en vinnur líka lítið að greining ofaukinna og skaðlegra efua úr líkamanum; starfsamur vöðvi eyðir aftur miklu efni, en vinnur að sama skapi mikið að því, að koiaa burt úr líkamanum notuðum efnum, sem orðin eru akað- leg. Reglubundin vinna með jafnri vöðva-áreynslu er mesta blessun fyrir likamann, og þeir sem ekki geta, koœið því við, að temja sér haua, geta ekki fengið annað betra enn sundið til -að styrkja heiisu sína. Enskur náttúrafræðingur, Smith, hefir gert til- raunir til að finna, hve mikils maðurinn neytir af lofti í ýmsuni stellingum. Þegar loftneyzla liggjandi manns er ialin = 1.00, þá er: Loftneyzla sitjandí manns 1.18. ------standandi — 1.33. -----gangandi — 1.90. ------ríðandi — 4.05. -----syndandi — 4.33. Sund örvar þaanig loftneyzluna og greining skað- legra efna úr likamanum betur enn reið, sem þó er taliu eiuhver bezta heiisustyrking. Sundið er einkar holt brjóstveiku fólki og blóðlitlu, af því það örvar svo mjög starfsemi andardráttarfæranna og blóðfars- ins. Beztu læknar segja að blóðleysi og brjóstveiki í ungu fóiki megi nær því ætíð lækna með regln- bundnum vöðvastörfum; ættu því þeir sem þjást af slíkum sjúkdómum að temja sér sund. Bíiksýki (blegsot) er algengur sjúkdómur, sem mörgum verður að meini og fæstir kunna með að fara, en ætíð má lækna með skynsamlegum iíkams- iðkunum. Bliksjúklingar hafa lítið hjarta, og blóðker þau sem liggja frá hjartauu eru lítt þroskuð; má af þessu ráða, að starfsemi sjálfs iíkamans nægir ekki til þrifa hinuni innri líffærum. Störf hjartans eru í óreglu, og blóðrásin ekki í fullu fjöri; meltingin er i ólagi, og af þessu kemur svo bliksýkin. Ef þessir sjúklingar reyndu að synda, mundn þeir oftast verða heilir heilsu. Það er villa að halda, að hraustir mean einir megi temja sér sund; það er einmitt heilsusamlegt fyrir margt óhraust fólk, ef gætilega er að farið og vatnið ekki of kalt. Þá er þ&ð eitt, að kvenfólk lærir ekki sund hér á landi, þó það geri það víða annsrsstaðar. Sund og böð er þó enn nauðsyaiegra köilum enn konum. Ekki bliksóttin ein, heldar ýmsir húðsjúkdómar, taugasjúkdómar og ýmsir dutiangar kvenfólksins mundu að miklu leyti hverf'a, ef kven- fólk temdi sér sund og böð.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.