Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 01.11.1898, Blaðsíða 3
1. nóv. 1898. FJALLKONAN. 171 urðsson, sem upphaflega er lærisveinu Thoroddsens og nú kennari í Hafnarfirði. Þessi maður hefir dyggilega fylgt meistara síuum í öllum mannraunum og verið trúr og duglegur förunautur, enda er hann enginn hversdagsmaður. Haun hefir lært á kennara- skólum í Danmörku, Noregi og Chicago. Ank þess hefir Thoroddsen haft aðra duglega fylgdarmean úti um landið, sem hafa komið að góðu haldi hver í sinu héraði, svo sem Jón Yíðiker (á að vera Jón Þorkelsson frá Yíðikeri) úr Bárðardalnum. Snorri Jónsson og Bunólfur Jónsson úr Skaftafellssýslu. Á ferðunura var að eins haft eitt tjald og urðu ailir að búa í því, en oft alt að 14 hestar, og æfinlega Ijáir og hrífur til að slá heyið og pokar til að flytja það. Til nestis vóru höfð niðursoðin matvæli og íslenzkur matur. Það er að þakka fjárstyrk úr ýmsum áttum, að Thoroddsen hefir getað farið þessar rannsóknar- ferðir. Alþingi íslendinga hefir veitt honum árlega 1000 kr. 1882—89, og frá 1893 gert honum auðið að hafa aðstoðarmanu. 1890 bauðst Oscar Dickson (í Gautaborg) að kosta ferðir hans, og 1893 gerði etazráð Gamél hið sama. Síðan 1894 hefir hann fengið 2700 króna árstyrk hjá ríkisþinginu. Þetta vóru þó smámunir einir i samanburði við ferð&kostnað á íslandi, því þar er svo feikna dýrt að ferðast, og Thoroddsen hefir því orðið að leggja fram mikið fé sjálfur, til þess að geta framkvæmt þetta æfistarf sitt. Nú er því verki lokið, eftir margra ára strit, sem hann tók sér fyrir hendur ungur, og er það að þakka dugnaði hans og fylgi. Sem eðlilegt er, eru vorir smálegu þjóðhættir því fremur til fyrirstöðu, að slíkar vísindarannsóknir séu settar á prent. Jarðfræði-ritgerðir hans hefði líka á þann hátt eigi orðið jafnefnisraiklar sem þær eru í hinum útlendu tímaritum, þar sem þær er að finna. Þó eru til ritgerðir eftir hann á dönsku í „Geografisk Tidskrift", og þar að auki sérstakar ritgerðir, venju- lega alþýðlega samdar, svo sem „Eldfjallasaga ís- lands" og „Eldfjöll og jarðskjálftar á ísiandi“. í íslenzk blöð og tímarit hefir Thoroddsen ekrif- að fjölda af alþýðlegum, náttúrufræðilegum ritgerðum. Aðalárangur rannsókna han3 kemur þó á prent á dönsku, því Carlsbergs-sjóðurinn hefir veitt honum fé til að gefa út hinn fyrsta jarðfræðilega uppdrátt af öllu íslandi, og hefir nokkuð af honum áður verið gefið út í tímaritum. Auk þess sem Thoroddsen hefir ritað út af rann- sóknum sínum, hefir hann líka rannsakað og gefið út lært ritverk um landfræði íslands að fornu, sem er til bæði á íslenzku og þýzku, en því miður ekki á dönsku. í stuttu máii: Landfræði og jarðfræði íslaDds er rannsökuð nákvæmlega. Landslagið þar og eldfjöllin hafa lengi vakið eftirtekt vísindamannanna, en nú verður fyrst sagt, að fengnar sé um það áreiðanleg- ar rannsóknir. ísland er eitt hið eldfjallamesta land í heimi, ásamt Java, Japan og Kamschatka, en á ís- landi er ef til vill hægast að rannsaka alt sem að jarðeldi lýtur. Því hafa rannsóknir Thoroddsens vakið svo mikla eftirtekt með&l vísindamanna, því er vitnað til rítgerða hans og þær þýddar á flest Evrópu- j mál, því er nafn hans svo góðfrægt úti um heiminn, og því tala allir frægustu jarðfræðingar um rit hans, þeir sem ritað haía viðgangssögu hnattarins. Hann er nú laus við mörgu hestana sína og hefir kvatt fylgdarmenn síaa og þakkað þeim. — Þökkum honum líka og segjum hann velkominn. Óskandi væri, að hann fengi einhver störf til að takast á hendur hér í öðru föðurlandi hans, sem hann hefir varpað ljóma yfir með rannsóknum sínum. t Otto Wathne. Með „Hólum“ barst sú frcgn, að Otto Wathne hefði látizt á gufuskipi sínu „Waageu“ á leið til út- landa milli Færeyja og íslands soint í þ. m. Skipið hafði lagt, af stað frá Seyðisfirði 7. október og hafði Wathne ætlað að fara til Kaupmannahafnsr með konu sinni og þaðan til Ítalíu eð'. annara staða 1 suður- Evrópu og dvelja þar í vetur sér til heilsubótar. H&nn var orðinn fremur heilsutæpur á síðastu áruœ, og er sagt, að hann hafi dáið af heilablóðfalli. Ann- að skip Wathne3, „Egill“, sem mætti Waagen á leið- inni, flutti lik hans heim til Seyðisfjarðar. Wathne var fyrir löngu orðinn þjóðkuunur hér á landi fyrir stórkostiegar framkvæmdir sínar. Hann kom hingað til lands íyrir eitthvað 30 árum, sem fátækur og umkomulaus sjótnaður, eu varð síðar skip- stjóri og kaupmaður. Hann tök sér bólfestu áSeyð- isfirði, og stundaði þar síldveiðar með frábærum dugn- aði og græddi á þvi stórfé, en síldveiðin er hin stop- ulasta veiði og hefir verið mjög lítii um mörg ár, enda mun efuahagur hans fremur hafa geagið til þurðar á síðari árum. Það er mikii eftirsjá í Wathne, því þótt hann væri f&rinn að eldast nokkuð (kominn á sextugsald- ur), þá mátti enn vænta af konum mikilla fram- kvæmda. Hafði hann jafnvel í ráði &ð flytja hingað suður, ef honum hefði enzt aldur til og vel hefði árað. Laugarnesspítalinn. Þangað vóru komnir 35 holdsveikir menn, en 23 komu með Skálholti og vou á 1—2 úr annari átt; alls verða þá á spítalanum 60, eins og ætlast er til að spítalinn taki. Húsbrunar. 23. sept. brann veitingahús Þórólfs Yigfússonar á Búðum í Fáskrúðsfirði. Ýmsu varð bjargað. — 15. okt. brann íbúðarhús og verzlunar- hús Gísla kaupmanns Hjálmarssonar í Nesi í Norð- firði og varð nálega engu bjargað nema verzSunar- bókum. — Húsið, og það sem í því var, var að sögn vátrygt fyrir rúmum 20 þús. kr. Strandferðaskipið .,Skálholt“ kom í gær vest- an og norðan um land. Með því komu um 60 far- þegar, þar á meðal hinir holdsveiku menn.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.