Fjallkonan


Fjallkonan - 01.11.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 01.11.1898, Blaðsíða 4
172 FJALLKONAN. 43. Dáin 7. okt. frú Helga Austmann, ekkja séra * Jóns Auatmanns, síðast prests í Stöð. Hún var merkiskona og dóttir Jóns bónda öunnlangssonar á Sörlastöðum í Hnjóskadal. Nýdáin er Guðrún Ólafsdóttir, tengdamóðir séra Þorkels á Reynivöllum, heiðurskona, um nírætt. 31. okt. lézt hér í bænum Helga Einarsdóttir, kona Sigurðar Jónssonar bókbindara. Kvöldskemtun. Gaðœ. Magnússon las upp sögu og kvæði í Goodtemplarahúsinu á sunnudagskveldið, en J>eir Brynj. Þorláksson og Gísli Guðnmndsson léku á hljóðfæri. Feröapistlar. Eftir Qísla Þorbjamarson. I. Það var 24. maí í vor, er ég stóð úti hjá húsi mínu í Ijómaudi veðri, ferðbúinn austur í Árnessýslu fyrir „Búnaðarféiag Suðuramtsins", og var að biða eftir samferðamöcsnunam: verzlunarstjóra Ásgeiri Sigurðssyni, kaupm. Jóni Þórðarsyni, Mr. Copeland o. fl. Eftir nokkrar mínútur komu þeir og riðu í þéttum hóp á hægu skeiði. Klárarnir hringuðu makkana og bitu í méliu, og var auðaéð, að þeir vildu gjarnan fara harðara. Ég steig á bak og slóst í förina. Ferðin gekk vel. Það er mikill raunur að ferðast nú eða 1892, er ég fór þenna sama veg. Með þessum nýja vegi hafa verið sett vegalengdarmerki. steinar raeð metramáli, og eru 5 kilometrar (kílom. er 530 faðmar) á milli. Ég veitti því eftirtekt, að á hægu brokki er maður um hálfa klukkustund að ríða 5 kílometra. Þegar við vórurn komnir inn undir Elliðaárnar, sá ég reyk upp úr Grafarvogi og datt mér þá í hug, hvort leirbreaslan mundi vera komin þar á stofn eða tígulsteinsverksmiðjan, sem oft hefir verið talað um. í Grafarvogi er afatmiki! leirnáma (smíðjumór), sem bíður með óþolinmæði 20. aldarinnar. í þessa leirnámu er sagt að bæjarstjórn Reykja- víkiu hafi sótt leir, þegar flestir brunnarnir vóru gerðir í Reykjayík eftir ssmráði við héraðslækninn, Guðm. Björnsson. Á veginum frá Rejrkjavík austur yfir Hellisheiði ber fátt fyrir augun sérlega merkiiegt. Fáir bæir eru með veginum; fýrst Ártún, þá Árbær, þá Hólm ur, og svo Lækjarbotnar og síðast Kolviðarhóll. Landið er á þessu svæði fremur hrjóstugt með stór- um melaflákum og holtum og mýraaundum í milli, á sumum stöðum valllendisbakkar og þýfðir móar, en aftur á öðrum stöðura brunahraun, sem þakið er gráum mosa víðast, þó sumstaðar sé gróðurlaust. Ekki lítur út fyrir, að mannshöndin geri mikið á þeim jörðum meðfram þessum vegi, sem næst liggja Reykjavík. Þar sjást ýmist litlar eða engar jarða- bætur, sem telj&ndi sé, jafnvel þótt Bakkus auki að mun tekjur sumra ábúendanna. Enginn mun nú efast um, að jarðabætur, og þá landbúnaðurinn yfirleitt, geti borgað sig vel hér á landi, ef skynsamlega er að farið, en auðsætt er, að það ætti að borgasig bezt í nánd við höfuðstað lands- ins. Ef búnaðurinn væri hér eins og liann ætti að vera, þá ætti maður daglega að sjá ferhjólaða vagna renna til Reykjavíkur, hlaðna mjólk, osti, jarðará- vöxtum og kjöti úr Mosfellssveit, og smjöri, fleski og nautakjöti úr Árnessýslu o. s. frv. Á góðum kúa- jörðum, þar sem garðrækt hepnast vel, á að ala svin; með þvi móti fæst markaður fyrir mjólkina, sem mörgum verða litlir peniugar úr. Það getur ekki liðið langt um. áður eÍDhver breyting verður í þessa átt á búnaðinum, ef vér eigum að halda áfram að vera í þjóðatölu. Eti vér megum ekki bíða eítir því aðgerðalausir, heldur reyna að sameina þá krafta sem vér höfum. Búnaðarfélag Suðuramtsins mundi að líkindum styrkja tilraunir til svínaræktar. 1871 — Jubileum — 1896 Hinn eini ekta Brama-lífs-ellxir^ (Heílbrigðis matbitter). I öl! þau mörgu ár, sem almenningr hefir notað bitter þenna, hefir han;, rutt sér í fremstu röð sem matarlyf og lofstír hans breiðst út nm allan heim. Honum hafa hlotnazt hæstu verðlaun. Þegar Brama-lifs-elixír hefir verið brúkaðr, eykst öllum líkamanum þröttr og þol, sálin endrlifnar og fjörgast, maðr verðr glaðlyndr, hug- rákkr og starffús, skilningarvitin verða nœmari ogmennhafa meir; ánœgju af gæðum lífsins. Enginn bitter hefir sýnt betr að hann beri nafn með rentu enn Brama-lífs-elixír, enn sú hylli sem hann hefirnáð hjá almenningi, hefir gefið tilefni til einskisnýtra eftirlíkinga, og viljum véí vara menn við þeim. Kaupið Brama-lffs-elixír vorn einungis hjá útsölum. þeim sem fengið hafa umboð frá oss, sem eru þessir: Akreyri: Hr. Carl Röepfner ---- Qránufélagið. Borgaraes: Hr. Johan Lange. Dýrafjörðr : Hr. N. Chr. Qram Húsavík: Örum & Wulff’s verslun Keflavík: H. P. Duus verslun. ---- Knudtzon’ s verslun. Reykjavík: Hr. W. Fischer. Raufarhöfn: Qránufelagíð. Sauðárkrókr: ------- Seyðiafjörðr: ------- Siglufjörðr: StykkÍBhólmr: Hr. N. Chr. Qram. Vestmannaeyjar: Hr. J. P. T. Bryde. Vík pr. Vestm.eyjar: Hr. Ralldór Jómson. Ærlækjarsel: Hr. Sigurðr Qunnlögsson. Einkenni: Blátt Ijön og gullinn hani á einkennismiðanum. Mansfcld-Búllner & Lassen. hinir einu sem búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn, Nörregade 6. CB 3 cS ce eH W S*T* SB s ►ö s O: » S a s 3 otd H H' 301 OtJ. H’ SQI WH- SQ Ðð •"5 CF5 P 3 CD Sö' Of cd“ CTQ : QfQ —^ r ^ B ÍO Of c= tr GC ‘H ö GC o —op crq rS - Oi crq co cv a cn? 90 o- w hö i—i cc cr "-4 o. f=’ a o pr S o* CP 0? a> 13. Or Sh > f w o Öí n * _ p: ^ m ____^ g OO cL co co »3 “O CD CD Ps P P P P rt- M o SS' hrj q. € $ Ht 5® CD P rt- • 00 s ► 3í B S d F p p* m ►i m o P

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.