Fjallkonan


Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 1
Kemr nt um miðja viku. Árg. S kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. FJALLKONAN. Gjalddagi 15. júli. TJpp sbgn skrifleg fyrir 1. okt Afgr.: Þingholtsstræti 18 XV, 44. Reykjavík, 9. nóvember. 1898. Verkafólkseklan. Nú er alment kvartað um það hér á landi, að verkaíólk fáist ekki og að það sé of dýrt. Einkum er meinlegur skortur á fólki til landvinnu, því svo margt af lauaafólkinu fer að sjónum, en útvegsmenn menn kvarta líka um skort á sjómönnum, enda hafa sumir þeirra útlenda menn í þjónustu sinni, og eru þeir talsvert margir samtals á þeim skipum, sem gerð eru út af íslendingum. Það mnn enn vera mikill munur á kanpgjaldi bæði hjúa og daglaunamanna í ýmsum héruðum lands- ins. Lægst mun kaupið vera í sumum héruðnm á Suðurlandi, en naumast munu þó bændur þar færari um að greiða hærri verkalaun enn þeir gera, meðan búsnytjar eru í jafnlágu verði og nú. Af ritgerð, sem kemur síðar í þessu blaði má sjá, að stórauðugir útlendir vinnuveitendur (Lefoliis verzlun) borga ekki verkamönnum sínum að sumrinu í daglaun nema 1 kr. 50 aur. í vörum með búðarverði, og eftir því sem „kaupin gerast á eyrinni", er það fráleitt meira en 1 króna í pening- um. Nú verða verkamennirnir að fæða sig sjálflr af þessu kaupi, og má að minsta kosti ætla 75 aur. á dag fyrir fæði. Verkamennirnir við Eyrarbakka verzlun hafa þá 25 aura í daglaun auk fæðis um „há bjargræðistímann"(!) Aftur greiða bændur að sumrinu daglaunamönn- um sínum 2—3 kr. auk fæðis á dag og ársfólki: vinnumönnum 100—200 kr., ogvinnukonum 40—60 kr. Sumstaðar er kaupið enn hærra, en aftur dálítið Jægra í einstökum héruðum. Þó landbúnaðurinn geti auðvitað ekki þolað hið háa kaupgjald, meðan svo árar sem nú, og bændur hljóti með þvi lagi að safna skuldum, er þó mest kvörtun yfir því, að vinnufólk- ið fáist alls ekki, og því neyðast nú margir gildir oændur tiJ að bregða búi, og samstaðar eru fyrirtaks jarðir að kalla lagðar í eyði vegna vinnufólksekl- unnar. Til þess að bæta úr vinnufólkaskortinum hjá oss liggur eitt ráð beint fyrir, hið sama ráð sem aðrar þjóðir hafa þegar svostendur á: að fá vinnufólk frá öðrum löndum. „Þjóðólfur" lagði það einu sinni til, að vér ætt- um að fá vinnufólk frá Danmörku. Ég hefi enga trú á því, að það svari kostnaði að fá vinnufólk það- an. Kaup vinnufólks er þar hærra enn hér á landi og þar á ofan mundi bætast mikill fíutningskostnað- ur. Annars er vinnufólk miklu spakara í vistum í Danmörku enn hér; vinnukonur vistast varla til skemri tíma ena missiris. Eg sé ekki að nein tiltök sé að fá hingað vinnu- fólk frá Danmörku. Frá Færeyjum hefir um mörg undanfarin ár komið hingað til lands talsvert af verkafólki, eink- nm sjómenn, og hefír þetta færeyska vinnufólk reynst engu síður til vinnu enn íslenzkt vinnufólk, og ekki er það heldur kaupdýrra. En Færeyjar eru ekki svo ríkar af fólki, að þær geti mist mikið af því hingað, og verður því ekki búist við að nokkuð muni fram- vegis um vinnufólksfiutning þaðan hingað, því fremr sem Færeyingar eru nú að efla fiskiútgerð sína miklu meir enn nokkurn tíma áður, og þurfa því á fleirum sjómönnum að halda enn áður. Þá gæti komið til orða, að fá verkafólk frá Nor- egi, og mætti eflaust fá þaðan nokkuð af fólki. Norsk- ir atvinnurekendur, sem eru hér við land. hvalveiða- mennirnir, hafa norskt verkafólk, og vinnur það fyr- ir lægri launum enn íslenzkt verkafólk. Norskt vinnufólk mun þó vera fult svo duglegt sem hið íslenzka, að því ólóstuðu. En óvíst er að hægt sé að fá nógu margt vinnu- fólk frá Noregi. En þá er hægt að fá það úr ann- ari átt og það enn ódýrara; það er frá Svíþjóð. Á síðustu árum hefir verkafólk frá Svíþjóð streymt til Noregs, og kept svo við norskt verkafólk, að Norðmenn hafa haft á orði, að stemma stigu fyrir innflutningi |þess. Það vinnur fyrir talsvert lægra kaupi enn norskt verkafólk. Um mörg ár hafa Danir fengið mikið af vinnu- fólki, bæði í borgirnar og til landvinnu, einkum um uppskerutímann, af því það er ódýrra enn danskt vinnufólk. En Þjóðverjar eru einnig farnir að útvega sér vinnufólk frá Svíþjóð. Prussar hafa agenta til að ná þaðan vinnufólki og veita því ferðastyrk af ríkisfé. Þó fá nú Prússar enn þá ódýrara vinnufólk frá Pól- landi, og þaðan eru nú jafnvel bændur á Jótlandi farnir að fá vinnufólk; gjalda manninum að eins 1 kr. um vikuna og auk þess baunir og flesk til matar, sem Pólverjar matreiða sjálfir. Þó Svíar hafi nóg af vinnufólki, og ekki kaup- dýru, eru þeir cú samt farnir að fá sér vinnufólk frá Kússlandi; það er talsvert ódýr&ra. Þjóðverjar fá líka verkmenn frá Rússlandi. Á síðari árum hafa þýzkir verkmenn farið til Englands til að keppa þar við innlenda verkmenn, sem eru kaupdýrari, en í staðinn fyrir þessa útflytjendnr hafa Þjóðverjar aftur fengið rússneska verkmenn, sem vinna fyrir Iægra kaupi og eru yfirleitt ánægðari með lífið, þó það sé ekki sem glæsilegast. Það er alkunnugt, að Kinverjar eru hinn ódýr- asti vinnulýður, og að á hverju ári flytja úr Kína hundruð þúsunda af fólki til Ameríku, Ástralíu og Evrópu. Þeir eru heilsugóðir og harðir, lausir við drykkjarspillingu og lungnaveiki, og geta lifað á þvi fæði, sem engum hvítum manni dugar, vinna eins og hestar, og eru nógu greindir til að geta lært fljót- lega vinnu í hvaða landi sem er. Verkmönnum í mórgum löndum stendur stuggur af þeim, en þó eru aðrir vinnubjóðar hættulegri keppinautar nú á tim- um í Evrópu, og það eru ítalir, sem verkmenn kalla „evrópska Kinverja". ítalir hafa nú í meira enn

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.