Fjallkonan


Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 3
9. növ. 1898. FJALLKONAN. 175 ströndinni milli Þjórsár og Ölfusár, stórir kartöplu- akrar, og væri svo komin reisuleg íbúðarhús í stað moldarkofanna. Þegar ég hafði virt útsýnið fyrir mér um stund, varð mér að iíta nær mér, og sá ég þá hina dýru þjóðeign, Kambaveginn; leizt mór vel á hann, þó bugðurnar á honum séu ef til vill heldur krappar fyrir stór flutningafæri, og þó afkomendur vorir á næstu öld líti ef til vill líkum augum á þenna nýja Kambaveg, sem vér lítum nú á gamla veginn hans Eiríks frá Grjóta1. Þegar ég kom ofan af heiðinni, fór ég af baki og hvildi hest minn og skoðaði á meðan hverina í Hveragerði (skamt frá Reykjum í Ölfusi). í sumum þeirra er sjóðandi leirleðja. Þar er gnægð af leir, sem erlendis er brúkaður í lokræsi (leirpípur) tíl að þurka jörðiua, sem hér er einnig mjög nauðsynlegt víða. Víða spretta tún illa, vegna þess að þau eru votlend, og grasið af þeim verður auk þess miklu kraftminna til fóðurs, og þá þurfa þau líka meiri á- burð til að spretta þolanlega; sama er að segja um matjurtagarða, einkum kartöflugarða; þeir eru víða óhæfilega blautir hér á landi. Menn gera sér, enn sem komið er, eigi alment svo glöggva grein fyrir nytsemi framræslunnar sem þörf er á. Þaðan hélt ég áfram austur að Stóru-Sandvík í Flóa. í þeim hreppi (Sandvíkurhreppi) er búnaður á fremur lágu stigi alment, að undanteknum nokkr- um sérstökum dugnaðarmönnum. Má þar fremstan telja Sigurð sýslumann Ólafsson í Kaldaðarnesi. Bún- aðarfélagið þar var annaðhvort að gefa upp öndina í vor eða var ekki til, en í haust var stofnað nýtt búnaðarfélag, sem heitir „Jarðræktarfélag Sandvíkur- hrepps". í því eru 24 félagsmenn. Helztu hvata- menn þessa félag3skapar munu vera Sigurður sýslu- maður Ólafsson og Símon bóndi Jónsson á Selfossi. Þaðan fór ég austur að Villingaholti. Á þeirri leið þótti mér fallegast hjá „Tryggvaskáia“ við Öl- fusárbrú. Húsið er nú eign Árnesinga og haft fyrir fundahús. Þaðan er gott útsýni yfir Ölfusá; þar er skamt frá ey í ánni, sem um þetta Jeyti ársins er alþakin æðarfugli. Hún er í Laugardæia landi. Skamt þaðan er bærinn Selfoss; þar eru nú komin snotur íbúðarhús úr timbri, ogofan við túnið má sjá snemma morguns menn á bátum á ánni að innbyrða lax, sem þeir hafa veitt í lagnet; í þetta sinn veidd- ist með langminsta móti. Þaðan er líka að sjá sí- feldar lestir um þetta leyti, sem fara eftir hinni nýju akbraut og yfir Ölfusárbrúna. Ferðamennirnir eru glaðir yfir því að geta boðið birginn þessari mestu stórá landsins. . í Villingaholtshreppnum er búnaðarfélag að nafn- inu, enn ekki er þar almennur áhugi vaknaður meðal bænda til jarðabótavinnu; þó eru þar nokkrir menn sem bæta jarðir sínar. Ekki hafði þetta búnaðarfé- 1) Eiríknr frá Grjóta fekk á sinni tíð mikið ámæli í blöð- unum fyrir Svínahraunsveginn og alveg ranglega, því land- Btjörninni og yfirvöldum þeim, sem hlut áttu að máli, var þar um að kenna. En blöðin vóru í þá daga annaðhvort svo ein- urðarlaus eða hlutdræg, að þau létu sökina bitna á verkamann- inum, en ekki á þeim, sem áttu að hafa yfirumsjón verksins. Bitstj. lag aflað sér fullkominna jarðyrkjuverkfæra, hvorki fengið sér píóg né herfi, né því um líkt, eu það ætti þó öll slík félög að gera, því til þess að vinnan verði sem ódýrust, þarf fuiikomin og hentug verkfæri og þekkingu til að stjórna þeim. En plógur og herfi t. d. eru nokkuð dýr verkfæri með öliu tiiheyrandi, og því er það oft tiifinnanlegt fyrir einn bónda að kaupa þau. En fyrír heilt búnaðarfélag er það ekki ofætlun, einkum ef það nýtur styrks af opinberu fé. Á því ríður mikið, að verkfærin sé létt, og lipur, og þó nægilega sterk; er því bezt að láta þá eina panta slik verkfæri, er vita hvar þau fást bezt og hent- ugust. Frá Viilingaholti fór ég ofan á Eyrarbakka og reið yfir Gaulverjabæjarhrepp. Það er mjög illur vegur, svo að ég varð víða að fara af baki, og hefði alls ekki þorað að fara þann veg fylgdarlaus. Aliur norðvesturhluti Gsulverjabæjarhrepps er mjög vel lagaður til túnræktunar. Ekki veit ég hvort þar er búnaðarfélag, en jarðabætur éru þar iitlar. Ég kom að sjómannabúðum þeim sem eru með sjón- um milli Loftsstaða og Stokkseyrar. Ég skoðaði hús þessi, sem eru tilsýndar lík fjárhúsum. Þau eru bygð af torfi og með torfþaki. Alt í kring með veggjunum er hlaðiun 6—8 þuml. hár pallur af torfi; á fremri brún hans er eitt borð reist á rönd og neglt í stólpa, sem eru til endanna; svo er látið hey ofan í þessa torfpalla og er þá tilbúið hvílurúm fyrir sjómennina. Ekki mæidi ég stærð þessara húsa, en að því er mér virtist, var innanmál þeirra vart meira en 10X10 ál. og veggjahæð 3 ál. 3 rúm voru hverju megin með hliðveggjunum og var mér sagt að 2 menn svæfu í hverju; eitt var þvert fyrir gafli, og geyma sjómenn þar mat sinn o. fl.; þó er stund- um sofið í þessu þverrúmi. í þessum húsum er 12 mönnum ætiað að sofa í hvoru, og þar er öllu sem þeir hafa meðferðis einnig ætlað rúm. Skinnklæði sín binda þeir við stólpa, sem eru á milli fletanna, ýmist sjóvot eða löðrandi af grútaráburði, og má nærri geta, hvernig loftið er í þessum hreysum, enda er það mjög títt, að menn leggist þar veikir. Hvenær skyldi mönnum skiljast, að önnur eins hús eru óboðleg þreyttum oghröktum sjómönnum? Þessar búðir, sem ég skoðaði, eru þó með þeim beztu, að því er fylgdarmaður minn sagði; en mér fanst sem á þeim væru letruð þessi orð af hálfu eig- endanna: „Sjómaðurinn er tilfinningarlaus og ekki líkur nokkurri lifandi skepnu“. Útlendar fréttir. Vilkjálmur Þýzkalandskeisari var á ferð tiIJór- sala, er síðast fréttist, með drotningu sinni; heim- sótti Tyrkjasoldán og leysti soldán hann út með dýr- indisgjöfum fyrir liðsinnið í stríðinu við Giikki í fyrra ; það var höfuðdjásn handa drotningunni, gull- rekið sverð og gimsteinum sett handa keisaranumog mynd af orrustunni við Domoko í Þessalíu í fyrra. Níu stjórnleysiugjar voru teknir fastir í Alex- andríu á Egyptalandi, er haldið var að sæti um líf

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.