Fjallkonan


Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 09.11.1898, Blaðsíða 4
176 FJALLKONAN. 44. Vilhjálms keiaara' Var einn þeirra kafflsaíi þ&r í borginni og fnndust hjá honum sprengiknlur vafðar járnviðjum. Vilhjáimur keisari hafði ætlað til E- gyptalands, en hætti við það, og fyrir það mistu stjórnleysingjar af honum. En þá lögðu 2 stjórn- leysingjar af stað þaðan á ieið til Gyðiugalands, sjálf- sagt í þeim erindum að drepa keisarann. Það er sagt að þessi ráð hafi verið ráðin á allsherjarfundi anarkista i Lundúnum og hafi þar verið ákveðið að drepa alla konunga og keisara í Evrópu. Sundurþykki ineð Frökkum og Bretum. Englendingar hafa nú lengi átt í skærum i Sudan við falsspámanninn. Þeir unnu sigur á honum í haust, og eltu hann síðan, en hittu þá fyrir franska hersveit í bæ þeim er Fashoda heitir, og var fyrir heuni höfuðsmaður sá er Harchand hét. Foringi enska liðsins, Kitchener iávarður, vísaði Frökkum þegar á burtu og kvað þá vera í egypsku (ensku) landi. Hefir Englendingum lengi leikið hugur á að eignast óslitna iandspildu eftir ecdilangri Afríku norðan úr Egyptalandi og suður á Góðrarvonarhöfða, en Frakkar eiga land austan og vestan á Afríku og viidu eiga samstæða landspildu þvert yfir. Nú hafa þeir Bretar og Frakkar mætst i miðjunni, ofarlega i Nílardalnum, og þykir ófriðvænlega horfa, því hvor- ugir munu vilja láta hlut sinn. 50 ára afmæli „Þjóðólfs“ var 5. nóvember. í þá minning lét eigandi og ritstjóri blaðsins, Hannes Þorsteinsson, koma út tölublað af „Þjóðólfi“ með skrautprenti, sem er nr. 51—52 þ. á. Segir hann þar sögu „Þjóðólfs“ á þessu 50 ára tímabili. Þar með fylgir, á sérstökum blöðum, kvæði til „Þjóðólfs“, eftir séra Mattías, og skrá yfir íslenzk blöð, sem út hafa komið á sama tímabili og „Þjóðólfur“ hefir kom- ið út. Af blöðum þeim, er komu út hér á landi fyrir 8—15 árum lifa nú að eins þrjú, „Þjóðólfur“, „ísafold“ og „FjaIlkonan“. Daginn eftir buðu nokkrir bæjarbúar ritstjóra „Þjóðólfs“ til morgunverðar og mælti yfirkennari Steingr. Thorsteinsson þar fyrir minni „Þjóðólfs“, er ritstj. þakkaði fyrir. Mál séra Bjarna Þérarinssonar á Útskálum var dæmt í landsyfirdóminum 31. okt. Hafði hann verið dæmdur í 8 mánaða einfalt fangelsi fyrir undir- dómi, og til að greiða málskostnað og 321 kr. til póstsjóðs (landsjóðs). Landsyfirdómurinn staðfesti undirdóminn, að því er málskostnað og iðgjöld til póstsjóðsins snerti, en herti hegninguna í 8 mánaða betrunarhúsvinnu. Auðvitað verður dómi þessum skotið til hæsta- réttar. Póstskipið „Yesta“ kom 5. þ. m. frá útlöndum norðan og vestan um land. Farþegar rúmir 30; að eins einn frá útlöndum, Einar Benediktsson málflutn- ingsmaðr. ___________ H. Th. A. Thomsens verzlun. 3NT^liomiö meö nVestu“ = Svart klæði. ísaumskiæði mislitt. Enskt alullarvaðmál í kvennfót, svart og blátt. Flauel allavega litt, þar á meðal dökkblátt. K.jÓlataillll margþráðu. Svuntutau mjög ódýr, allavega lit, ný munstur. Ballkjól a-M ú s s e lí n. Falleg og góð sirz, ágæt í morgunkjóla. Yfirsængurver c. fl. Oxfords. Hörléreft í lök. Þurkutau, handklæði. Hálfflonel. Sjalklútar. Vetrarfrakkatau (Ulster) margar teg. Karlmanns-vetrarfatatau af ýmsum litum. Moleskinn í erfiðisföt. Kápupluss svart, rauðbrúnt. Mötoel-pluss. Veggjastrigi. Rúllugardínutau o. m. fl. Beatriee -steinolíumaskínurnar eru nú komnar aftur, g sömuleiðis „Prinsess M a i “, sem allir sækjast eftir. g, Guitarar og Violin; strengir á hljóðfæri. Harmónikur, y S2 Munnhörpur. Lampa-reykhettur. Sáldbotnar úr vír. Njarðar- ^ i vettir. Pækilkrydd (Syltetöj). Bláber. E Fernisolía. — Þverheílar og alls konar smíðatól. | V eðlilaupasls.autar. Og ótalmargt fleira. 9 B 00 P* •< P £2 B C. t? trf o S <n • B 9 83 W K 2, B - s = 1 holdsveikraspítalanum í Laugarnesi geta tvær stúlkur nú þegar komist að til að læra hjúkr- unarstörf. Laugarnesl, a/ii 1898. Sœm. BjarnhéSinsson. íslenzk blöð föl: Víkverji innb. Suðri innb. ísafold innb. Þingholtsstr. 18. Allir nýir kaupendur „Fjallk.“ 1899 geta fengið „FJALLKON UNA“ senda sér ÓKEYPIS frá byrj- un októbercuánaðar þ. á. niarhand er til sölu í Þingholtsstr. 18. Útgeíandi: Vald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.