Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1898, Page 1

Fjallkonan - 15.11.1898, Page 1
Gjalddagi 15. jéll Upp- sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 Kemr út um miðja vikn. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Anglýsingar ðdýrar. FJALLKONAN. XV, 48. Reykjavík, 16. nóvember. 1898. Mjög vandað þelband þrinnað, dokkmórautt — og Ijósgrátt, mjög hentugt í nærföt, er til sölu í Þingholtsstr. 18. V erkafólkseklan. n. En hvaðan eigum vér að fá útient vinnufólk ? Helzt mundi vera reynandi að fá það frá Svíþjóð, eins og Norðmenn, Danir og Þjóðverjar gera, og ef til vill eitthvað frá Noregi. Þingið ætti að senda umboðsmann til Svíþjóðar og Noregs, til að útvega vinnufólk, og landssjóður að greiða því dálítinn ferða- styrk, er það væri hingað komið. Reyna mætti og að senda agent til íslendinga- bygða í Ameriku, til að fá íslendinga til að flytja heim aftur og veita þeim ferðastyrk, er settust hér að sem bændur. Er ekki ólíklegt, að marga þeirra fýsi að flytja heim aftur, ef kostur væri, ef þeim líð- ur ekki betur enn Jóni Ólafssyni segist frá í fyrir- lestri sínum. Vesturfarir hafa verið með minsta móti síðustu árin, en líkindi eru til, að þær aukist heldur næsta ár vegna hins bága árferðis. Réttast væri að leggja útflutningstoll á vesturfara, svo sem 50 kr. á hvern. í Noregi er 50 au. gjald til landssjóðs af hverjum vesturfara, en þar hefir verið lagt til í blöðnnum að hækka þetta gjald í þá líking, sera hér er bent á, og þykir það sanngjörn krafa 1 alia staði. Jafnfá- tæk þjóð og íslendingar eru er sízt fær um að ala upp bændur og verkafólk hundruðum og þúsundum saman handa öðrum þjóðum fyrir ékkert. Ætti því alþingi að gera þetta að lögum sem fyrst. Þá væri reynandi til að spekja vinnufólkið að heita þeim hjúum verðlaunum, sem nokkrum árum saman dveldi í sömu vist. Landbúnaðinum hagar svo hér á landi, að það verður ætíð nauðsyn að hafa nokkuð af ársvistarfólki, og kunnugt ætti öllum hús- bændum að vera, að mikið 6r oft undir því komið, að hafa hjúið sem lengst og árum saman ; það gefst oft bæði bezt fyrir hjúið og húsbóndann. í Dan- mörku læra nú bændaefni búnaðarstörf sem vinnu- menn hjá góðum bændum 2—3 ár, og gefst það auð- vitað miklu betur enn búnaðarskólar vorir. Mörg hjú hafa og lært dugnað og fyrirhyggju í vistum hjá góðum bændum. Það er kynlegt, þegar fullorðnir menn, eins og Jón Ólafsson ritstjóri, líkja ársvist vinnnhjúa hér á landi við þrælahald. Ársvistin er þó jafnan ráðin með frjálsum samningi beggja málsaðila. Auk þess eru hjú hér á Iandi svo sjálfráð og hafa verið um langan aldur, að orð hefir verið á því gert af mörg- um útlendingum, sem hér hafa komið. Síðan fyrri hluti þessarar greiaar kom út, hefir ritstj. „N. A.“ minst Iítið eitt á hana í blaði sínu. Hann þykist geta fullyrt, að ítalir séu „liðleskjur" og ónýtari til vinnu enn íslendingar. Þetta getur vel verið, og ég mintist að eins á Kínverja, Pólverja og ítali til að sýna, að ýmsar þjóðir tækju mikið af útlendu verkafólki á sumrin, en ekki af því, að mér kæmi til hugar, að íslendingar fengju verkafólk af þessum þjóðum. En ummælin um þrautseigju ítala tók ég úr riti, sem eingöngu er ritað um ítalska verkmenn: Evropas Kinesere, Sth. 1898. í öðru lagi álítur ritstj. „N. A.“ vafasamt, hvort nokkur verkafólksekla sé hér á landi. Honum má vera kunnugra um þetta, manninum nýkomnum úr margra ára Ameríku-vist, en bændum í öllum hér- uðum landsins, sem standa uppi ráðalausir fyrir verkafólkseklu(I) Sunnlemkur bóndi. Um fjárhirðing. i. Fjárhirðing er eitt af því, sem ekki verður kent til hlítar af bókum, eða fyrirlestrum; hún lærist bezt með verklegri æfingu og reynslu. Þó er eigi þar með sagt, að öll bókleg fræðsía í þeirri grein sé þýðingarlaus, en hún verður að styðjast við reynslu, innlenda reynslu, ef hún á að geta gert gagn. En því miður eru bókmentir vorar fátækar af öllu því, er lítur að fjárrækt, enda hefir henni verið alt of lítill gaumur gefinn í flestum héruðum landsins. Það er einungis á stöku stað, sem henni hefir verið sómi sýndur, og er það helzt í Þingeyjarsýslu. Radd- ir um það, að íslendingar eigi að siá slöku við fjár- ræktina, en leggja heldur meiri stund á kúabú, hafa heyrst, en það getur ekki komið til greina, að gera þá breytingu, þegar talað er um landbúnaðinn yfir- leitt. Að slík breyting á sumum stöðum sé æskileg er annað mál. Sumar jarðir og sumar sveitir eru betur fallnar til nautpeningsræktar en aðrar, og eft- ir því hijótum vér að haga búskapnum, undir flestum kringumstæðum. Annars skal þetta atriði ekki gert hér að umtalsefni. Fjárhirðing er vandasamt verk, miklu vandasam- ara enn margur hyggur, og krefur sérstaka umhngs- un, árvekBÍ og trúmensku. Þeir eru því tiltölulega fáir, sem eru verulega hneigðir til fjárhirðingar. Og þó er fjárhirðingia ein af þeim verkum, sem vel- megun bónd&ns hvílir á. Hún er einnig skemtilegt verk, en krefur þolinmæði með köflum. En á hinn bóginn er það undir ýmsum atvikura komið, hve auðveld og hæg hún er í framkvæmdinni. Meðal annars hafa húsakynni, heybirgðir, fyrirkomuiag á húsum o. s. frv. mjög mikil áhrif í því efni, enda er það mörgum sinnum vorkunn, að hirða fé í lélegum kofum, er standa suudur dreifðir hingað og þangað sinn í hverri áttinni. Fyrir utan hina margföldu

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.