Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1898, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 15.11.1898, Blaðsíða 3
15. nóv. 1898. FJALLKONAN. 179 til sín heyra um þetta mál, og er það mjög undarlegt, þar sem það er eitt með meiri nauðsynjamálum vorum, þegar haft er tillit til hags manna og meðferðar Bkepna. Að útlista eða telja upp alt það tjón, erflði og mæðu, sem árlega kemur af mis- drætti og illurn fjárskilum, er ekki hægt, og því síður er mögu- legt að útmála allar þær þjáningar og hrakning, sem skepnurn- ar verða fyrir, sem flækt er aftur á bak og áfram af ómark- glöggum eða ógætnum mönnum. Það verður ekki annað sann- ara sagt um þá menn, er halda á móti markabreytingunni, enn að þeir viti ekki hvað þeir gera. Þeir vita ekki, hversu mikill velgerningur það væri fyrir féð á Islandi, ef sýslu- og hreppa- mörk væru upp tekin, þó slept sé öllu því hagræði, sem menn- irnir hlytu við það. Mér óar við að heyra skynsama menn herjast með hnúum og hnefum á móti markabreytingunni, og hafa alls ekkert fyrir sig að bera, sem nokkurt vit er í, nema þetta gamla um kollótta féð, að það sé svo erfitt að auðkenna það. Ég held þeim væri .innanhandar, ef þeir vilja ekki nota inn- lend ráð, að nota ráðið hans Jóhanns Schumanns, einhvers mesta fjármanns á Norðurlöndum, að brennimerkja á snoppnnni. Þeir leyfa sér þó tæpast að segja það vitleysu, er hann ræður til. Ef andstæðingar markabreytingarinnar kæmu með eitthvert gott ráð til að greiða fyrir fjárskilum, þá væru þeir virðingar- verðir, en það góða ráð er enn ekki komið, og ég býst við að það dragist nokkuð fyrir þeim. Það færi betur að sá ótti væri ástæðulaus. Það er óþarft að fara fleiri orðum um þetta efni, þar sem það hefir verið svo ítarlega rætt í blöðunum. Ég vildi einungis leyfa mér að beina þeirri ósk til þingsins, að það taki mál þetta til meðferöar, og ættu þingmenn að gera sér málið ljóst fyrir næsta þing. Suðri. Þangbrenslan á Jaðri í Noregi. Síðastliðið sumar var ég á ferð um Jaðarinn í Noregi til þess að kynna mér jarðrækt og fleira. Um leið notaði ég tækifærið til þess, að spyrjast fyrir og fá uppIýsÍDgar um þangbrenslu, sem þar hefir verið stunduð um mörg ár með góðum árangri. Það hefir reyndar fyr verið minst á þessa þangbrenslu í blöðunum heima, og skal ég fátt af því endurtaka en geta hins, sem þar er ekki nefnt. Þanginu og þaranum er safnað í marz og apríl og fram í miðjan maí, eftir átvikum, og flutt upp á þurt land og þurkað til hálfs. Þegar þarinn er orðinn hálfþur, er honum safn- að í hrúgur og brendur líkt og viðarkol. Askan er síðan seld í sekkjum, sem vega 120—160 pd., og kostar pundið jafnaðarlega 31/, eyrir, eða 4—6 kr. sekkurinn. Það telst svo til, að eitt kerruhlass af þara og þangi geri 50 aura, þegar búið er að brenna það. Með öðrum orðum, að askan af einu kerru hlassi sé 50 aura virði. Einn maður með hest og kerru fer þar oftast 30—40 ferðir á dag. Eru það því allgóð daglaun, er þeir fá við þangbrensluna. Margir selja þar ösku fyrir 300— 600 kr. um árið, og sumir fyrir alt að 1000 kr. Þessar þangs og þara tegundir sem þar eru brendar, eru hinar sömu og vaxa kringum Reykjanesskagann, i- örindavík, Selvogi, Þorlákshöfn og á Eyrarbakka. Það væri því gerlegt fyrir menn á þessum stöðum að gera tilraunir með þaugbrenslu. Hver veit nema það gæti heppnast og borið ávexti? Ef það reyndist vel, eða borgaði sig, þá hefði það eigi litla þýðingu fyrir þessi sjávarþorp. [Það er óhætt að bæta því við, að gnægð af þara er víðast hvar kriagum alt iand. Það eru því fleiri héruð enn þau, sem hér vóru nefad, sem geta haft gagn af þangbrenslu.— Bitstj.]. Það er tíðast, að á tímabilinu frá jólum og fram á góu sé lítið um sjóferðir í þessum veiðistöðum; væri þá eigi gott að nota tímann, einkum seinni part janúar og allan febrúar, til þess að flytja upp þarann, sem um þær mundir berst upp að landinu sérstaklega í útsynningum og hroðum, og á þann hátt vinna sér inn daglaun, enda þótt þau væri ekki há. Enn frem- ur gætu menn unnið að þessu í landlegunum í marz og apríl, ef ekki væri annað arðsamara til að starfa. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun á Jaðri með að vinna joð úr þaranum, án þess fyrst að brenna hann. Eu það gekk ekki vel, og var svo hætt við það aftur. Aðferðin við þaugbrensluna er auðveld og geta allir gert það tilsagnarlítið. Sérstakleg ; verður að gæta þess, að brenalan fari hægt fram, og áu þess að loft kornist mikið að. Þangið eða þarinn má heldur ekki vera ofþurr, því þá brenaur það með of miklum krafti. Hið svo nefnda blöðruþang þykir ekki hentugt eða gott. Aftur á móti er b 1 a ð a- þari, þönglar og söl álitið gott, því þær plöntur innihalda meira af joði. J o ð i ð sem unnið er af öskunui, er notað til lækninga, ljósmyndasmíðis og litunar. Joðið er frum- efni (j. = 127), og finnst í litlum mæli i sjónum og sumum sjávarplöntum, t. d. þara; það var íyrst fund- ið 1812. Þangbrensla er víða stunduð á vesturströndum Norðurálfunnar, og veitir mörgum mönnum atvinnu. í „Andvara'1 stóð grein um þangbrenslu 1882. — Það er fróðleg grein og skemtileg, og vii ég benda mönnum á, sem kynnast vilja þangbrensiu, að lesa hana. í sambandi við þetta, sem hér hefir verið tekið fram, vil ég minna á, að þ a r i n n er einnig ágæt- u r áburður, bæði í matjurtagarða og á túu, saman við annan áburð. Menn kvarta oft um skort á á- burði við sjávarsíðuna, og á sama tíma liggur þar- inn, ef til vill, í stórum dyugjum í fjörunni, rotnar þar niður, og eykur óheilnæmi og óþrifnað. Notið því þang og þara, ef ekki til annars, þá tii á b u r ð- a r á tún og í matjurtareiti. S. S. Ferðapistlar. Eftir Gísla Þorbjarnarson. III. Á Eyrarbakka er búnaðarfélag, enn hugboð mitt er, að fáir séu þar starfandi féiagsmenn. Ég veit að eins af tveimur, sem mikið hafa starfað í þeim efnum; það eru þeir Guðmundur hreppstj. ísleifsson á Stóru-Háeyri og séra Ólafur Helgason á Stóra- Hrauni. Ég hygg að þeir muni einnig framvegis gera jarðabætur. Það var tvent, sem ég veitti eftir- tekt á Eyrarbakka, og mér óneitanlega þótti furðu gegna. Annað vóru isun verkaœan'na við verzlun Lefoliis kaupmanns. Karimeim unnu þar 12 tíma á dag, að því er mér var ekýrt frá, og fengu í kaup segi og 8krifa eina krónu og fimtíu aura um dag- inn, og það í vörum úr búðiuni, víst með sæmilega

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.