Fjallkonan - 30.11.1898, Blaðsíða 1
Kemr út um miaja viku.
Árg. 8 kr. (erlendis 4 kr.)
Auglýsingar ódýrar.
FJALLKONAN.
Gjalddagi 15. júli. TJpp
sögn skrifleg fyrir 1. okt.
Afgr.: Þingholtsstrœti 18
XV, 47.
Reykjavík, 30. nóvember.
1898.
Útlendar fróttir.
Dreyfus-málið. Yflrdómurinn (kassatíone-rétt-
urinn), er dæma skyldi um hvort taka skyldi málið
fyrir af nýju, hefir kveðið upp þann dóm, að rétt sé
að taka málið fyrir, og ákveðið að byrja skyldi á
undirbúningsransókti og hafa þrír af dómendum tek-
ist hana á hendur. Dómurinn þóttist komast að ljós-
um rökum fyrir sakleysi Dreyfuss, og hafði þó að
eins nokkuð af málskjölunum í höndum, en ekki
málsgerðirnar í heild sinni, og allra sízt hin leyni-
legu gögii. Nú getur dómurinn heimtað öll máls-
gögnin framlögð, bæði hin réttu, og hin fölsuðu og
heimulegu, og dóminum á að vera leyfilegt að
gera húsransókn, brjóta upp hirzlur og stefna hverju
vitni sem vera skal, ráðgjöfum, hershöfðingjum o. s.
frv.
Nú er þrent til um niðurstöður dómsins. Ran-
sóknin getur leitt til þess: 1, að Dreyfus verði álit-
inn sekur sem áður og málið verði þá ekki tekið
fyrir af uýju ; 2, að álitið verði að hann hafi drýgt
yfirsjón, svo að dómur hans verði ónýttur, enn hann
kallaður af nýju fyrir herrétt; 3, að hann verði á-
litinn alveg saklaus og dómur hans algerlega úr
gildi feldur.
Frú DreyfuB hefir beðið stjórnina um leyfi til
að senda manni sínum hlýjan klæðnað til væntan-
legrar heimfarar, en stjórnin vildi ekki leyfa það og
kvaðst sjálf sja fyrir því. Jafnframt var lesið upp
bréf frá Dreyfus til konu hans, er sent hafði verið
stjórninni. Þar segir svo: „í fimm ár hefi ég kraf-
izt þess að raál mitt væri tekið fyrir af nýju en ég
fæ ekkert svar. Ég sé nú að ailar þær tilraunir eru
til einkis, og hefi því ásett roér að skrifa ekki nein-
um framar, ekki einu sinni vandamönnnm mínum.
Eg er þrotinn að kröftum og stend á barmi grafar-
innar. Ég treystí samt göfuglyndi frönsku þjóðar-
innar og bið þig að starfa að viðreisn minningar
minnar". Frú Dreyfus óskaði þá, að maður hennar
yrði látinn vita, hvernig málinu væri nú komið, en
fekk af'svar.
Nýjar sannanir eiga að vera fengnar fyrir því,
að Esterhazy sé sekur.
Ráðaneytisskifti hafa orðið í Frakklandi og er
þið að nokkuru leyti í sambandi við Dieyfus-málið.
Forseti ráðaneytisins er Dapuy, sem hefir verið for-
sætisráðherra tvisvar áður. Hermálaráðherra er Frey-
cinet, sem áður hefir fjórum sianum verið ráðaneyt-
isforseti. Hann er upphaflega verkfræðitígur, en var
önnur hönd Gambetta að halda uppi vörninni í fr'ansk-
þýzka striðinu. Hann hefir síðan jafnan veríð kvadd-
ur mjög til ráða í hermálum.
Ráðaneyti þetta er hið 37. síðan lýðveldið
hófst og 5. síðan Felix Faure varð forseti.
Þið virðist f<\ra enn vel með síuu valdi, og lét
þegar að vilj*,Englendinga að láta Marchand og liðs-
menn hans fara úr Nilarlandinu.
Herlbúnaður Englendinga. Enska stjórnin
hefir á síðasta tíma búist ákaflega til hernaðar, bæði
heima fyrir og í nýlendum sínum. Það hefir verið
mælt, að þeir væri að búast gegn Frökkum út af
deilunni í Afríku, en með því að Fr&kkar hafa ver-
ið Ijúfir og leiðitamir, virðist þessi herbúnaður stefna
í aðra átt. Sumir segja að hér sé að eins um það
að ræða, að Salisbury vilji treysta sig í sessi, og sýna
að England geti látið til sin taka í utanríkispólitík.
Aðrir segja, að Englendingar séu að búast gegn
Rússum. Þeir höfðu lika dregið saman mikinn flota
í Asíu (við Port Arthur) og var þess til getið, að
þeir mundu ætla að sæta færi þar eystra, meðan
stæði á deilu Englendinga og Frakka.
Vilhjálmur keii>ari fór eins og kunngt er orðið
til Jcrúsalem og heimsótti gröfina helgu. Þar tóku
á, móti honum þrír patríarkar með fagnaðarræðum, einn
rómv.-kaþólskur, annar grísk-kaþólskur og hinn þriðji
ermskur. Mestar fagnaðarviðtökur fekk keisarinn
þó hjá Tyrkjasoldáni, sem líklegt var. Hélt soldán
honum stórkostlegustu veizlur með dýrustu viðhöfn
og hersýningu. Kóraninn bannar soldáni að stíga á
útlent skip, og stóð honum stuggur af því fyrst, en
æðsti ráðgjafi hans sagði honum, að úr því skipið
væri skip Vilhjálms „bróður" hans, þá væri það ekki
útleat skip.
Vilhjálmur keisari var með dýrgripi og gim-
steina sem námu 4 miljónum marka í þessari orlofs-
ferð sinni, og hafði því eitthvað að miðla soldáni.
En hætt er við að soldán fái að öðru leyti ekki
mikið fyrir snúð sinn, þó hann hafi eytt stórfé til
að taka á móti keisara, því þó Þýzkaland dragi taum
soldáns, megnar það ekkert móti hinum stórveldun-
um, og sýndi það sig bæði þegar friðarsamningp.rnir
vóru gerðir milli Grrikkja og Tyrkja og nú síðast
er Tyrkjasoldán hefir orðið að sleppa yfirráðum Krít-
ar. Það má því segja að soldán hafi orðið undir í
ófriðinum þrátt fyrir sigurinn.
Á lúthersku kirkjnþingi. sem haldið var í New-
York í október, þar sem saman komu um 1000 full-
trúar frá flestum BAndaríkjum og Kanada, bar sænsk-
ur biskup Sc'iéele fram þá tillögu, að stofnað yrði
alþjóðlegt Iútherst kirkjufélag undir forustu og vernd
Vilhjálms keisara Jðrsalafara og skyldi fyrsta þing
haldið árið 1900 að Vilhjálms keisara og hann for-
seti þess. Þessi tillaga á að vera frá Vilhjálmi keis-
ara siálfum, og er þes? til getið, að hann vilji verða
einskonar lútherskur páfi.
Bandamenn heimta nú Filipp3eyjar af Spán-
verjam, en þeir vilja eigi sleppa; mega þó líklega
lúta í lægra haldi.
GromeZj foringi uppreistarmanna, er að sögn orð-
inn forseti lýðveldisins á Kúbu.
Danska síjórnin tók hálfa miljón króaa úr rík-