Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.11.1898, Blaðsíða 2
FJALLKONAN. XV. 47 \j 186 issjóði i sumar, þegar ófriðarhorfurnar vóru mestar, til víggirðinga kringum Kaupmannahöfn, upp á vænt- anlegt samþykki þingsins. Þingið heflr nú krafið stjórnina til sagna um þetta, enn fengið óljós svör. Annarsstsðar hefði ráðgjaíarnir orðið að fara frá þeg- ar svona stóð á, enn þeir sitja kyrrir í ríki Estrups. Kýlapest (svartidauði) kom upp í Vín og dóu úr henni 2 meun (læknir og aðstoðarraaður hani-) og 2 hjúkrunarkonur. Það var verið aðgera rannsókn- ir með pestarbakteríurnar, sem höfðu verið fengnar frá Indlandi. Aðstoðarmaðurinn hafði eigi haft nóg hreiniæti. Nú er talið víst að sóttin breiðist ekki framar út. Hún hafði iíka flutst til Sanfransirco frá Kína. Friðarþing það, er Rússakeisari hefir boðað til, þykir líklegt að verði haldið í vetur í Pétursborg. Það er sagt, að Rússakeisari hafi öðlast friðarhug sinn við dönsku hirðins; þar hafi oft verið rætt um almennan þjóðafrið. Hann hafi og í því éfui minst orða föður síns á banasænginni, en mest áhrif hafi þó haft á hann bók um afleiðingar hernaðar, eftir rússneskan mann, Bliokh að nsfni. Bók hans var lýst óhæf af hinni rússnesku ritskoðun, en höfundur- inn skaut máli sínu til keisarans; hann las bókina, og varð svo hriíinn af henni, að hann ásetti sér að verja lífi sínu til að vernda þjóðafriðinn. Hallarbruni í Bandaríkjunum. 7. nóv. kviknaði eldur í þiughöllinni (Kapítólíum) í Washington og gerði mikið tjón í miðhluta hallarinnar; braun þar skjalasafn og bókasafn. Skaðinn metinn 200 þús. dollara. Fregnskeyti (telegrafering) í loftinu. Þýzkur prófessor Zichter i Biúan hefir fundið aðferð til að senda fregnskeyti í loftinu þráðarlaust, sem sagt er að sé miklu fulikomnari enn aðferð Marconis. Haldið að með þessari aðferð megi senda orðseadingar lang- ar leiðir í loftinu. Jarðarfðr Bismarcks á ekki að fara fram fyrr enn í apríl næsta ár. Líkkista Bismarcks hefir verið geymd í Friedrichsruhe og hafður vörður um hana. Tolstoj hefir nýlega lokið við skáldsögu, sem hann hefir verið að semja í mörg ár. Bóksali hefir boðið honum 1600 rúblur fyrir örkina. Ritlaunin gef- ur hann síðan til líknarfyrirtækja. Björnsou hefir samið nýtt leikrit: Paul Lange og Thora Parsborg. Póstskipið ,,Laura“ kom á mánudaginn. Farþegar með póstskipinu: Magnús Ásgeirsson læknir og Ragnheiður Pétursdóttir aðstoðarkennari daufdun.ba á Stóra-Hrauni. Læknisembættið í Skagafjarðarsýslu er veitt Sig urði Pálssyni lækni á Blönduösi. Hæstaréttardómur er fallinn í máli Halldörs prófasts Bjarnarsonar í P/esthóIum og hann aigar- lega sýknaður, og sekt sú sem hann var dæmdur í fyrir csæmilegan rithátt látin falla bust, af því það hefði verið ástæðulaust að hefja sakamálsrannsókn gegn honum. Aflalaust í Garðssjó, er síðast var reynt, enn fiskvart á Yatnsleysuströnd. Yoðaskot. Msður suður í Höfnum, sem var að fara með byssu, slasaðist á þann hátt, að skot hljóp úr byssuuni gegnum hendina á honum, 20. þ. m. Dáinn er Jón Guðlaugssoa í Garðbæ í Njarð- víkum, dugnaðarmaður á fertugsaldri, „einkasonur og aðstoð aldraðra og uppgefinna foreldra“. Vatnsafliö í Noregi. Það er hvorttveggja, að Noregur er ríkur af ám og fossnm, enda færa Norðmenn f ér það í Dyt á ýms- an hátt. Það er eítirtektavert, hvað vatnsafiið er al- ment notað, bæði í stórum og smáum stíl. Þessi not- kun þess sparar ótal mannsöfl, ótal dagsverk. sem eigi verður tölu á komið. í þessu efni er mikið að læra af Norðmönnum, sem mÖTgum öðrum. í mörgnm stærri og minni bæj- um er vatnið notað til þess að hreyfa eða reka verk- smiðjur. Vatnsaflið kemur þar í stað gufuaflsins, sem er miklu dýrara. Það er notað til þess að skilja mjólk og strokka á mjólkurbúunum o. s. frv. Það er einkum nú í seinni tíð, að notkun vatns- ins á þennan þátt hefir farið í vöxt. í nokkrum bæjum er rafmagnslýsing, bæði úti og inni, sem fram- leidd er af vatns afiinu, og nú er alstaðar mikil eft- irspurn eftir fossum í sama auguamiði. Fyrir hina minni fossa eru stundum gefin 10—12 þúsund kr. í Lillehammer er t. d. rafmagnslýsing úti og inni. Skamt fyrir ofan bæinn er foss, sem aflið er tekið frá, er fraraleiðir rafmagnið. Fyrst er vatnið tekíð við efri biún fossins, og flutt eftir stórri trérennu, sem er um 150 fet á lengd. Trérennan liggur að hú inu, sem stendur nokkru neðar í brekkurxni, og í því eru 4 rafmagns vélar, tvær og tvær siíman. Þar sem rennan liggur að húsinu, steypist vatnið niður um stóran hólk, og fellur svo ofan á drifhjólið („Túrbín") sem stendur í sambandi við rafmagnsvél- arnar. Hæðin, þar sem vatnið fellur niður á hjólið, er um 21 metrar eða 66 fet. Á þennan hátt eru framleidd 110 hesta öfl, og þetta afl verkar á vél- arnar og framleiðir rafmagnið. Það raímagn, sem fæst á þennan hátt, nægir til þess að lýsa kaupstað- inn, sem hefir um 2000 ibúa. Þar að auki er það notað til að hreyfa ýmsar verkvélar, þar á meðal prent- smiðju, vélaruar í mjókurskólanum o. s. frv. Allur þessi útbúnaður kostaði um 50—60 þús. kr. Nú er í ráði að færa húsið, ásamt öllu tilhc-yrandi, neðar í brekkuna til þess &ð auka vatnsaflið. Yið flutn- inginn eykst hallinn. Tréreanan, sem leiðir vatnið, verður Iengd án þess þó að hafa meiri halla enn það, að vatnið geti runnið með hæfilegum hraða. Á þenn- an hátt verður hæðin miklu meiri; og af því leiðir það, að afl vatnsins margfaldast, og við aukið afl framleiðist meira rafmagn. f Skien er margbrotinn og kostnaðarsamur út-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.