Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1898, Qupperneq 4

Fjallkonan - 30.11.1898, Qupperneq 4
188 FJALLKONAN. 47. sængum eða annari ábreiðslu eftir ástæðum. Þarna kúrir barnið „daglúrinn" sinn í vellandi hita, og er eins og „blóðatykki" þegar það vaknar. Það hefir þörf fyrir að anda að eér svalara lofti, og sé það komið á fót, langar það að komast út. Eun þá verðr að varna því þess, eða þi vefja það í hlý sjöl og klúta til að verja það fyrir „forkjölelse“, svo ég noti kaupstaða orðið, = innkulsi. Það fær því hvorki inni né úti að anda að sér kalda loftinu til að styrkja lungu sin og lífga blóðið. Eu brjósttæring (tuber- kulose) eykst og útbreiðist ár frá ári að áliti lækn- anna. Mun það ekki að sumu leyti afleiðing af slík- um lifnaðarháttum? Það ætti að vera ætlunarverk hinna „lærðu“ lækua að leiðbeina mönnum í öllu því, sem að vernd- un heilsunnar lýtur. Að sönnu verður þetta ekki heimtað af þeim nema sera siðferðis-skylda. Og það er mikið mein að læknar skuli ekki vera svo vel launaðir, að þeir þyrftu ekki að taka aukaborgun fyriir verk síu; þá væri þeim mestur hagur að því, að menn væru sem hraustastir. Eg þori líka að fullyrða, að margir örsnauðir menn veigra sér við að leita læknis vegna þess að þeir treysta sér ekki til að borga honum ómakið og kaupa þar á ofau „reci;pt“ og meðul í lyfjabúðinni. Það er oftast orsökin til að hinna „ólærðu“ lækna (,,skottulæknanna“) er leitað fremur en aðal-læknanna; þeir eru eigi eins kaupdýrir, enn koma þó oft að liði. „Náttúran er námi betri“. Það væri engin vanþörf á, að litið væri eftir aðbúnaði manna hér í mörgum smábýlum í og við E 'ykjavík, og svo kann víðar að vera, einkum í sjávarsveitunum; hygg ég að með litlum eða engum kostnaði mætti margt laga. ef á það væri bent af mönnum, sem vit og lag hafa á að gera það og almenningur virti þess, að taka orð þeirra til greina. Eyúlfur Þorsteinsson. 4 „ Lands “ -s ví virðingin. I. Blaðið ísland hefir fundið ástæðu til að minnast á greinir Dalbúa í Fjállk. og segir að þær séa „eitt- hvað af því fátæklegasta, sem íslenzku blöðin hafa flutt nú Iengi“. Það sé „heldur engin nýlunda, þótt einhver þröngsýnn kotkarlinn stígi í stólinn í Fjallk. og helli þar út vizku sinni“. „Þessar greinar líkjast því helzt“, segir blaðið enn, „að þær væru soðnar saman af gömlum ómentuðum sveitakarli“. Eg hefi hér tilfært þessi orð blaðnefnunnar orð- rétt með einkennismerkjum, enda hefir það aldrei verið siður Fjallk., að rangfæra og snúa út úr orð- um annara blaða og falsa tilvitnanir, eins og „ísl.“ „Dagskrá" og önnur óráðvönd blöð gera. Með þessum orðum gefur Þorsteinn Gíslason í skyn, að hinar fátæklegustu ritgerðir, þær sem lýsa mestri fákænsku, sé frá sveitakörlum, sem hann kall- ar svo. „Sveitamenn11 þykir honum auðvitað of veg- legt nafn handa þessum skríl, sem hann álítur. Það er eins og hann hafi öðrum fremur rekið sig á fá- kænsku sveitamanna, og getur það vel verið, því fá- kænska er það sannarlega af sveitamönnam, að kaupa jafn fánýtt bl^ð og „ídland“ er. En nú býst eg við að 8veitamennirnir fari að meta þetta blað að verð- leikum, ekki sízt þegar þeit sjá hvers það virðir þá. ,Svo má brýna deigt járn að bíti‘, og þolinmæði okkar ómentuðu sveitakarlanna fer að verða nóg boðið að halda nppi höfðinu á þessari blað-afmán. Það hefir lengi verið einkenni á einstökum upp- skafaings óþokkum, sem hröklast hafa með skömm gegnum latínuskólann og orðið stúdentaaefnur, kand. fil. eða búðarlokur, að þeir hafa fyrirlitið sveitamenn og alla alþýðu. Óðar enn þessi óféti eru komin úr skóla, svívirða þeir og fyrirlíta alþýðuna, sem oftast hefir álið þá upp og kostað nám þeirra að miklu leyti, hina sömu alþýðu sem þeir ætla sér að lifa á. Þokkapilturinn Þorsteinn Gíslason er einn af þeim sem drítur þannig í sitt eigið hreiður. Einn vinur og mikill samverkamaður Þorst. við blaðið Island, sem líka er kand. fil. að nafnbót, hefir ort kvæði um ættjörð sina sem heitir „Þokuvísur“, og er þar talað um „peisu- lega bændaskrílinn“ á íslandi. (Framhald síðar.) OTTO MÖNSTEDS Margarine ráðleggjum vér öllum að nota. Það er hið bezta og ljúffengasta smjörlíki, sem mögulegt er að búa til BiSjiS þvl œtíö um OTTO M0NSTEDS Margarine, sem fæst keypt hji kaupmönnunum. Dðkkmórautt ullarband og | ljósgrátt, þrinnað og úr þeli, er til sölu í Þingholtsstr. 18. Nýir kaupendur „Fjallk.“ 1899 geta fengið „FJALLKONUNA“ senda sér ÓKEYPIS frá byrj- un októberraánaðar þ. á. Jónsbók, lögbókina, prentaða á Hólum 1578, og allar aðrar bækur frá prentsmiðju Q-uðbrands biskups (1578 — 1630) nema bibl- íuna (Q-uðbrandsbiblíu), kaupir út- gefandi Fjallk. háu verði. Höj Fortjencste ved en paten- teret Opfindelse. Ingen Butik. Ingen Driftskapital. A. L. Bethe. Barmen. Svartur hvolpur, fallegur verður keyptur i Þingholtsatr. 18. Norðlenzkt vaðrnál, vandað peisufataefni, er til sölu i Þing- holtsstr. 18. Náttúrusafiiið er lokað í skammdeginu, frá 27. þessa mánaðar. Ben. Gröndal. Útgefandi: Yald. Ásmundarson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.