Fjallkonan


Fjallkonan - 14.12.1898, Síða 1

Fjallkonan - 14.12.1898, Síða 1
Kemr út um miðja viku. Árg. 3 kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. öjalddagi 15. júli Upp sögn skrifleg fyrir 1. ekt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 FJALLKONAN. XV, 49. Reykjavtk, 14. desember. 1898. íslenzkir blaðamenn. m. Eitstjóri „E»jóðóifs“ er 'að visu yngri ritstjóri enu sumir hinna ritstjóranna, sem enn hafa ekki verið leiddir hér til sætis. En af því „Þjóðólfur" er elzta blaðið, þykir rétt, að draga það ekki lengur, að færa almenningi mynd af ritstjóra hans. Þjóðólfur hélt, sem kunnugt er, 50 ára afmæli sitt 5. nóvember í vetur. Hannes Þorsteinsson, kandídat í guðfræði, sem nú er ritstjóri „Þjóðólfs", keypti blaðið af fyrv. ritstjóra þess, Þorleifi alþingismanni Jónssyni, og varð eig«ndi þess og ritstjóri á nýári 1892, og hefir verið það síð- an. Um ritstjórn hans nægir það aðsegja, að „Þjóð- ólfur“ hefir verið fastur í stefnu hjá honum, þéttur á velli og þétt- ur í lund, eins og öldungi sómir. En að öðru leyti verður hér ekki lagður dómur á stefnu hans og pólitiskar skoðanir. Afturhvarf til villu. Á síðustu áratugum þessarar aldar virðast menn vera að hverfa aftur til fornrar villu í andleg- um efnum. Fyrir svo sem 20—30 árum reis allmikil vantrúaralda á Norð- urlöndum. Nú er henni slegið í dúnalogn, og endirinn virðist ætla að verða sá, að menn hafni sig aftur í hjátrú og villu. Þetta afturhvarf til trúarvingls og hjátrúar mun eiga sér stað miklu víðar enn á Norðurlöndum, og þarf það ekki að koma á óvart, því þannig hefir það gengið fyrri, og heimurinn vill altaf láta draga sig á tálar. Um nokkur ár vóru öðru hvoru í Fjallk. þýddar greinir, flestar úr hélztu blöðum og tímaritum á Norð- urlöndum, um trúskoðanir merkustu rithöfunda, og var þess jafnan grandvarlega gætt, að taka aldrei neitt það sem hneykslað gæti eða sært tilfinningar sanntrúaðra manna. Greinir þessar áttu að miða til þess að vekja nýtt trúarlíf, bjartari lífsskoðanir og fegri hugmyndir um guðdóminn, enda vóru þær flestar runnar undau rifj- um merkra trúfræðinga. Skynsemdarmenn af alþýðunni tóku þessum grein- nm heldur vel, og þar með prestarnir sjálfir. Þeim er full-ljóst, að skoðanir í trúarefnum ern háðar sömu fullkomnunar lögum sem aðrar andiegar hug- Hannes Þorsteinsson. sjónir. Eða er það ekki fullkunnugt, að lúterska trúin hefir stórum breytst síðan á dögum Lúthess, svo að kalla má að hún sé nú öll önnur ? Hér var því ekki um trúarafbrigði eða vantrú að ræða, heldur vöknun tíl nýs trúarlífs. En þeir sem fastastir eru við gamlar kenningar og bezt kunna við að móka undir ábreiðu miðaldanna í trúarefnum þóttust þekkja í þessum Fjallkonu greinum raddir vantrúarinnar og óhljóð Belzebubs sjálfs innan um og saman við. Því var það að einn merkisprestur prédikaði á synodus á móti þessum djöfulsins útsend- ara, Fjallkonunni. Þá var „Kirkjublaðið“ stofnað og „Yerði ljós“, bæði í íhaldsstefnu og til þess eð sporna við eðliiegri skoðunar-þroskun manna í trúirefnum. Það hefir líka orðið Ijós úr þessari hreyf- ingu, því nú eru íslendiugar óð- um að hverfa til sinnar fyrri villu og hjátrúar í trúarefnum. Útlendir trúboðar hafa lika not- að tækifærið til að veiða ístöðu- lausar íslenzkar sálir. Það er eins og íslendingar væru fallnir í dýpstu spillingu og stæði á barmi glötunarinnar: svo flykkjast hing- að m&rgir prédik&rar frá útlönd- um, til að boða fólkinu trú og bjarga því frá hinni yfirvofandi eilífu glötun, — kaþólskir menn, sáluhjálparher, aðventistar, erind- rekar frá ótal kristilegum félög- um, helvítisprédikaror, baptistar, mormónar o. s. frv. Yér þurfum ekki þessara út- lendinga við; trúarbrögð okkar hafa dugað okkur fullvel og geta það enn. Komi þessir útlending- ar til að rétta við atvinnuvegu okkar, bjarga okkur frá tímanlegri glötun! Á því höfum við þörf. En þeir rétta okkur enga hjálparhönd í þeim efnum; þvert á móti styðja þeir heldur að því, að gera okk- ur enn volaðri enn við eium. Nú í ald&rlokin er hjátrú miðaldanna aftur að komast í öndvegi: samblendi við aada, stjörnuspá- dómar, dr&uga-uppvaknÍDgar og annar galdur. — í París eru iærðir menn, sem trúa á uppvakninga. Hér á landi er trú á alla vítis ára svo að magn- ast, að t. d. þjóðkunnir rithöfundar vorir þora ekki að ganga fylgdarlaust um þvert hús þegar fer að skyggja. Sagp.n mun á sínum tíma kveða upp dóm sinn bæði um þá menn, sem hafa reynt að sporna við hjá- trúnni og iiina, sem hafa greitt henni veg. ,

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.