Fjallkonan


Fjallkonan - 14.12.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.12.1898, Blaðsíða 2
194 FJALLKONAN. XV. 49 Alþýðlegar fræðigreinir. Bakteríur. Stærð. Bakteríurnar eru afar-smáar; þær eru meir aðsegja svo smáar, að það er örðugt að gera sér hugmynd um það. Á títuprjónshaus geta t. d. komist fyrir mörg hundruð miljónir baktería. Á minsta ari í sólargeislanum geta verið mörg þósund bakteríur. Lögun. Hinar ýmsu bakteríutegundir eru allavega í lögun en út affyrir siger hver þeirra ekki margbreytt að skapn- aði; sumar eru eins og sívalningar (stafir), sumar hnött- óttar, sumar skrúfmyndaðar, sumar (kóleru-bakterí- an) eins og komma í laginu, og af löguninui eru nöfu þeirra aftur dregin: baciller = stafir. mikro- kokker = smákúlur, spiriller = skrúfur o. s. frv. Aðsetur. Bakteríurnar eru nær því allsstaðar. Þær eru í loftinu, sem menn anda að sér, í vatninu sem menn drekka, og í likama mannsins og utan á honum, á fötunum, í nefinu, munninum, görnunum o. s. frv. Það má heita að þær séu allsstaðar, nema uppi á hæstu fjöllum og á heimskautaísnum. Eu þó er það mjög misjafnt, hve margt er af þeim á óiikum stöðum. Það er miklu meira af þeim í borgum og þorpum, eu úti um sveitir, og það er miklu meira af þeim á sléttlendi og láglendi enu á fjall-lendi eða úti á hafi. Úti á víðavangi taldist frönskum fræðimanni 1000 bakteríur í teningsmetri1 af lofti. En á götum Parísar 10000, og í sölum, þar sem fjöldi fólks hafði saman komið, 100000 í teningsmetri af lofti. í venjulegu straumvatni, ám og lækjum geta verið alt að 40000 bakteríur í teningssentimetri. í vatns- ræsam og í óhreinu vatni eru margar miijónir í hverjum dropa, enn i góðu uppsprettuvatni og bezta brunnvatni er alls engin baktería. í skarni undir nöglum hafa fundist x/2—2 miljónir af bakteríum undir hverri nögl. Það er hægur vandi að verða miljónari, þegar um bakteríur er að ræða. Niðri í jörðunni eru bakteríur l1^—41/, al. djúpt. Auðvitað eru ekki allar bakteríur hættulegar fyrir menn. Mestur hluti þeirra eru gerðar-bakteríur, myglu-bakteríur, rotnunar-bakteriur o. s. frv Lífshættir. Bakteríurnar lifa ekki nema í og á jurtum og dýrum, og í efnum sem eru af jurtum, en geta ekki lifað í efnum, sem eru úr steinaríkinu (óorganiskum efnum). Líf bakteríanna er nijög háð eínabreytingum, sem líf allra jurta og dýra. Þær taka á móti efnum ut- an að og láta aftur frá sér önnur efni. Þannig getr bakteríurnar gert miklar eðlisbreytingar í efni þv: sem þær lifa í. Ger-bakterían getur þannig breytt sykurleysingum í alkóhol eða kolsýru (eins og á sé: stað þegar öl, vín eða brennivín er til búið). Aðrai bakteríur breyta spritt-Iéysingum í edik, og enn aðr- 1) Orðið metre hygg ég sé b§zt að taka inn í íslenzkuna og nefna metur (flt. metrar). ar breyta eggjahvítuefnum, svo sem 'kjöti, þvagi o. s. frv. í stæk rotnunarefni. Allir þekkja súra mjólk. Súrinn í henni kemur af því, að mjólkursykurinn breytist, í mjólkursýru og aðrar sýrur fyrir áhrif bakteríanna. Á sama hátt koma bakteríurnar að liði við brauðbakstur. Við bökunina er ger (jast) brúk- að, og það er ekkert annað enn hrúga af bakteríum. Fyrir áhrif jastbakteríunnar myndast kolsýra, sem er lofttegund. Þessi lofttegund blæs upp deigið, og fyr- ir það verður deigið holótt og bragðbetra. Væri engar bakteríur til, þá væri ekki til vínandi eða brennivín, og allir menn væri þá bindismenn, hvort sem þeim væri það ljúft eða leitt, og væri það ef til vill gott. Hins vegar getum við þá ekki fengið auðmelt og bragðgott brauð, heldur yrði brauðið brendir mjölkekkir. Þau efni sem bakteríurnar framieiða gera mikið að verkum í líkama manna og dýra. Það eru þessi efni, sem einkum valda bakteríu-sjúkdómunum. Sum af þessum efnum eru einhver sterkustu eitur, sem menn þekkja. Auk þess sem bakteríurnar þurfa næringarefni til að Iifa af, þurfa þær líka ytri skilyrði, sem eru ýmisleg eftir því hverrar tegundar bakteríurnar eru, svo sem meira aðminnaaf lofti, hæfilegur raki og hiti o. s. frv. Nokkur efni sem kölluð eru „antiseptisk" (rotvarnar-efni) geta drepið bakteríurnar og hindrað með því rotnun, fúa, gerð, súrnun, bólgu o. s. frv. S!ík efni eru t. d. karbólsýra, súblímat, bórsýra, sali- cylsýra, vínandi, tjara, kalk o. s. frv. Bakteríurnar þola heldur ekki suðu né sólarljósið, og því er sól- skinið svo mikilsvert fyrir heilsu manna. Sumar bakteríur hreyfa sig ekki, en aðrar eru á mikilli hreyfingu. Berkia-bakterían hreyfir sig ekki, en kóleru-bakteríurnar sveima eins og mýflugur í loftinu. Sumar af hinum sýkjandi bakteríum hafa það eðli, að þær geta ekki lifað nema í einstökum dýrateg- undum. Þannig gerir kólera mein mönnum og mar- svínum (gnagdýrategund), en venjuleg húsdýr fáekki kóleru, taugafeber fá að eins menn o. s. frv. Með öðru móti geta menn og skepnur líka verið ómóttækilegar fyrir bakteríur. Þannig er það al- kunnugt, að sá sem einu siuni hefir fengið bólusótt fær hana ekki aftur, og sama er uð segja um skar- latssótt, mislinga og taugafeber o. s. frv., að sami maður fær þessa sjúkdóma sjaldan oftar enn einu sinni. Á þessu er það bygt, er reynt hefir verið til að koma í veg fyrir og lækna ýmsa bakteríusjúkdóma og sumt með góðum árangri. Þannig stendur á bólu- setningunni gegn bólusóttinni, sem víða er gerð að skyldu og hefir nú verið höfð um hönd í heila öld, svo að þessi sótt sem áður var mjög tíð og skæð, er nú mjög fágæt og væg. Eins stendur á innspýtingum Pasteurs gegn miltisbrandi, vatnsfælni o. s. frv. og blóðvatns (serum) tilraunum þeim sem fariðerað reyna á síðustu árum (svo sem gegn barnaveikinni, „difte- ritis"). Að lokum má geta þess, að það er hægt að rækta bakteríurnar eins og aðrar plöntur. Fræðimenn hafa þær víða í ransóknasmiðjum (labóratória) í gler- kerum, og rækta þannig hinar ýmsu tegundir þeirra.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.