Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1898, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 23.12.1898, Blaðsíða 1
Kemr út nm miöja viku. Árg. 8 kr. (erlendiB 4 kr.) Anglýsingar ódýrar. Sjalddagi 15. júlf. Upp sögn skrifleg fyrir 1. #kt. Afgr.: Þingholtsstrœti 18 FJALLKONAN. XV, 60. Reykjavtk, 23. desember. 1898. Ititdómur. Búnaðarrit. Útgef. Hermann Jónasson. 12. ár. Rvík 1898.— í því eru þessar ritgjörðir: 1. TJm húsabyggingar, eftir Sig. Guðmundason; kún fyllir 4 arkir af 10, aem ritið er als. Það er ritgerð sú, er sæmd var verðlaunum af Búnaðarféi. Suðura* fyrir nokkrum árum, þó nokkuð breytt síðan, að því er höf. segir. Ritgjörð þessi er að miklu leyti upp- tekning þess er áður hefir ritað verið um sama efni í Búnaðarritinu og víðar, en með nokkuð fleiri orð- um og útfyllingum sumstaðar, og eru sumar þeirra ekki mjög nauðsynlegar. Ekki koma þar fram nein- ar nýjar hugmyndir né ráð til að laga húsabygging- ar til sveita eða flýta framförum í því efni. Höf. finnur það að eldri ritg. um þetta efni, að þær séu „einhliða og þröngsýnar11. En með engu minni rétti mætti segja um þessa ritg. hr. S. G. að hún séreik- andi og grunnfærin. Það er eigi unt að sjá að hann hafi betri trú á einu bygginga-fyrirkomulagi en öðru. Þó hann t. d. á einum stað í ritg. haldi fram sambyggingu bæjarhúsa, gerir hann á öðrum ráð fyrir sínum kofanum í hverju lagi. T. d- bls. 11: „Haganlegast mun víðast hvar að hafa bæjar- húsin öll, svo sem baðstofu og önnur íbúðarherbergi, stofu og kamers [svefnherhergi], búr og ef til vill eldhús undir einu vatnsheldu þaki, helzt járnþaki“; bls. 14: „Eldhús eða eldavél ætti ekki að vera í í- búðarhúsinu“; bls. 43: „Búr . . . ætti ekki að vera í íbúðarhúsinu". Fleiri dæmi mætti nefna. Að mold- arhúsunum (torfbæjum) finnur hann hið sama og aðr- ir, segir að þau sé „í flestu tilliti óhentug íbúðar- hús, sérstaklega í hinum úrkomumeiri plássum lands- ins"; en á öðrum stöðum telur hann þeim ýmislegt til gildis, og vill ekki láta amast við þeim, 8nda gerir hann ráð fyrir moldarbyggingum að miklu leyd í allri ritgjörðinni. Það er meira enn satt, sem höf. heldur fram, að á- búendur jarðanna, sem byggingarskyldan nú hvílir á, hafa fæstir efni eða ástæður (byggingarskilmála) til að byggja góð og varanleg hús á ábýlisjörðum sín- um ; en svo virðist hann ekki geta séð neitt ráð til að flýta fyrir umbótum á þessu. Svo er að skilja sem hann sé mótfallinn því að flytja þessa skyldu yfir á eigendur jarðanna, og mun það þó vera eina eða aðal-T&biö, sem framkværaanlegt er, til að laga bæj&byggingar til sveita. Höf. ráðleggur það eitt „til að yfirbuga mestu fátæktina“ að kenna mönn- um að halda búreikuinga (eftir riti höfundarins. „ Um búreikningau). En þótt það, að halda slíka reikninga, í sjálfu sér sé gott og gagnlegt, er hætt við, að það ráð reynist seinvirkt til að bæta húsakynni bænda al- ment á landi voru. Margar áætlanir um byggingakostnað eru í ritg. og mun mega hafa nokkur not af þeim ; og eins eru nokkrar bendingar um fráganginn á húsunum ekki óþarfar. Aðalstefna ritg. er íhaldssemi og varfærni, og er eigi ólíklegt að sá kostur hafi ráðið mestu um dóm verðlaunanefndarinnar. 2. Um búnaðarkenslu og búnaðarskóla erlendis, eft- ir Sig. Þórólfsson, er allfróðlegt yfirlit yfir sögu búfr. kenslunnar í nokkrum ríkjum Norðurálfunnar, en ekki hefir sú ritgjörð mikla „praktiska“5þýðingu fyrir oss. 3. Um hunda, eftir Jón Jónsson lækni. Þörf hug- vekja, þó efnið sé að sumu leyti margrætt; það verð- ur seint of vandlega brýnt fyrir almenningi. Líklega þykir mörgum bændum full-kostnaðarsamt hundahús- ið með girðingunni, sem þar er gert ráð fyrir. Verð- vægara og þó til bóta væri að tjóðra rakkana við skýli sín með nokkuð langri festi. 4. Ritgjörð um miltisbrandinn, eftir Magnús Ein- arsson, dýralækni, um eðli þessa sjúkdóms, einkenni og varúðarreglur gegn útbreiðslu bans ; lang-þarfasta litgerðin í ritinu þetta ár, og ættu bændar alment að færa sér hana í nyt. 5. Um áburðarauka og sumarhýsing sauðfjár (B. E.). Mælt með því að láta ær liggja í húsum frem- ur enn úti í kvíum. Áburðinn má auka með því að bera mold eða annað þyrrandi áburðarefni i húsin. Fást þá 4—5 kláfhlöss af góðum áburði eftir ána, og mun höf. hafa reynslu fyrir því. 6. ritgj. er fáein orð um að nota töðulög (seyði) til að ala á ungkálfa í mjólkur stað að nokkru leyti). 7. „Bœjaþökin & Færeyjumu (D. Thomsen). Torf- þök á næfrum (sjá Búnaðarrit, 8. ár, bls. 157, um sama efni). 8. „Árið 1897“, eftir Vilhjálm Jónsson, yfirlit yfir alla merkustu viðburði og framkvæmdir, ráðstafanir og rit áhrærandi atvinnuvegi og búnaði landsmanna það ár. Þótt Búnaðarritið hafi oft verið efnisríkara en það er nú, er það enn all-eigulegt rit, og þess vert að bændur læsu það meira en þeir gera. Björn Björnson. * * * Athugas. ritstj. Margt fleira væri vert að athuga við Búnaðarritið, enn hinn heiðraði höf hefir tekið fram, og mun því Fjallk., ef rúm leyfir, síðar koma með sínar athugasemdir um það, meðfram af því, að hún er ekki að öllu leyti samdóma þessum höfuudi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.