Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1898, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.12.1898, Blaðsíða 2
198 FJALLKONAN. 60. Alþýðlegar fræðigreinir, Bak teríur. (Niðorl.). Æxlun. Bakteríurnar æxlast annaðhvort þannig, að þær skiftast í sundur, eða með fræjum. Þegar ein bakte- ría hefír skift sér í tvo hluti, iíða að eins 20 til 30 mínútur þangað til þeir eru fullþroskaðir. Bakterí- an getur orðið langafi á einum klukkutíma. Á sól- arhringi getur ein baktería aukið kyn sitt upp í 20 miljónir, og væru ekki nokkrar hindranir til fyrir- stöðu, mundi kyn honnar fylla öll heimshöfin á nokkr- um vikum. Til allrar hamingju eru fjölgun þeirra settar skorður. Störf bakteríaima. Vér höfum séð af því sem að framan er sagt, að bakteríurnar hafa margbreytt áhrif á líf manna, og því betur sem menn þekkja þær, því Ijósara verður mönnum, hve oft og víða bakteriurnar suerta líf vort. Þess hefir verið getið, að rotnuu, súrnun, gerð o. s. frv., stafar af bakteríum, og að mikilsverðar iðn- aðargreinir og tilbúningur ýmsra fæðutegunda og nautnar-efna styðst við þær efnabreytingar, sem bakte- ríurnar valda. Bakteríurnar hjálpa okkur líka til að melta fæðuna. Sumar af þeim bakteríum, sem eru í þörmunura, gera mjög mikið gagn. Þær valda að nokkru leyti þeim efnabreytingum, sem eru nauð- synlegar til þess að fæðan geti komið líkamanum að haldi. Eftir dauðann taka bakteríurnar við líkama manns- ins. Þær framkvæma boðið : „að jörðu skaltu aft- ur verða“. En víst er það, að þær gera mönnum meiri skaða enn gagn. Þær eru hvarvetna í kringum okkur og sæta færi að gera okkur skaða. Ef maður sker sig í fingurinn, má búast við að þær komi og geri bólgu í sárið o. s. frv. Við bindum um sárin til að ver- jast bakteríunum, en ekki til þess að verjast kulda. Þær geta lika komist inn í líkamann í ryki í andardrættinum (því er hreint loft svo nauðsynlegt), i fæðunni og neyzluvatninu. Þannig fá menn lungna- tæring, af því að anda að sér lofti, sem í eru bakte- ríur úr þornuðum uppgangi, kóleru og taugaveiki af neyzluvatni eða fæði, sem bakteriur eru 1. Þó margar bakteríur sé óskaðlegar, eru hinar, sem sjúkdómunum valda, nógu m&rgar og hættulegar til' þess, að mönnum ætti að standa stuggur af þeim. Af þeim stafa s/g allra mannaláta, og enn meira af sjúkdómum og þjáningum. Af bakteríum koma meðal annara þessir sjúkdóm- ar: miltisbrandur, lungnatæring, og önnur berkla- veiki, heimakoma, kólera, barnaveiki (difteritis), holdsveiki, lungnabólga, taugaveiki, bóla, influenza (rússneskt kvef), sárafeber, blóðeitrun, kýli, barns- farasótt, franzós, mislingar, gulu-pest og austur- lenzka pestin (svartidauði) o. s. frv. Á Norðurlöndnm er lungaveikin tíðust af öllum þessum sjúkdómum. Af berklabakteríunni, sem veid- ur henni, er mesti grúi i uppgangi brjóstveikra manna, og sóttnæmið breiðist mest út af þoruuðum hrákum eins og áður er sagt. Hrækið þvi aldrei á gólfið! Hafið nægiiega hrákadalla í herbergjunum með vatni í, og hrækið æfinlega í þá, því þó sá sem upp- ganginn hefir hafi ekki lungnatæringu, eru þó æfin- lega bakteríur í uppganginum, sem geta verið hættu- legar. Hreinsið því hrákadallana vandlega á hverjum degi með sjóðandi vatni. Landsstjómin í hvers manns koppi. Það sem ertir menn nú hvað mest og gremur í sveitunum er hið gagnslausa skoðana kák af ýmsum tegundum, sem menn hafa engan frið fyrir, og sem leiðir af sér næstum eins mikinn kostnað eins og framfærsla allra ómaga í hreppnum. Ég vil hér sýna dæmi af afskiftasemi, en því miður einnig óskynsemi landstjórnar vorrar, sem nú hefir nefið niðri í hvers manns koppi. Fyrsta skipun: „Alt fé skal baða“,(og löggiltir eft- írlitsmenn standa þar hjá og og horfa á!!) Alveg þýðingarlaus skipun frá yfirvaldanna hlið; verður að koma frá bændunum sjálfum ef nauðsyn krefur. Það er kunnugt, hvaða gagn, réttara sagt ógagn, varð að þessari skipun í fyrra. Kostaði þáí meðalhrepp 400 —500 krónur. öagnsemin verður víst sama enn. Önnur skipun: „Tveir menn skulu fara um og setja á í öllum hreppnum í nóv.“ Gaman, sem gæti ekki kostað minna enn 50—60 kr., væri skoðun heyja, húsa og fjár í nokkru lagi. En hver maður, sem nasasjón hefir af búskaparvíti, veit að þessí yfirferð er gagnslaus, því það er ó- mögulegt að segja neitt um heygæði og fl. á þeim tima. Þriðja skipun: „Skoða skal alt sauðfé kláðaskoð- un heízt fyrir jól“. Kostar líklega um 60 kr. Of dýrt vegna þess, að svo koma víst engar vanalega framkvæmdir á eftir, þó citthvað væri athugavert, sem varla kemur fyrir á þessum tíma Framkvæmda kák að engu gangi; — nafnið eitt. Fjórða skipun: „Tveir mennfari um allan hrepp- inn eftir miðjan vetur að setja á að nýju“. Sú ferð gæti komið að einhverju gagní á stöku stað, ef vel væri áhaldið og ekki hugsað eingöngu um að koma nafni á. Allar þessar yfirferðir og baðkák til engra eða efasamrar nytsemdar kosta medalhrepp 600—700 krónur, auk þess sem beina þarf þessum löggilta flökkulýð og hestum þeirra; því ekki er nú labbað í slíkum lystitúrum. Allar skoðanir á þrifum, húsum, heyfeng o. s. frv. eiga að vera gerðar að ráðstöfun sveitarstjórnarinn- ar og búnaðarfélagastjórnanna, að svo miklu leyti sem þær sjá þess þörf; það yrði þá t. a. m. samein- uð kláðaskoðunar- og ásetningarferð; og ekki gerður ieíkur til að eyða fé almennings. En nú er auðsætt, að ekkert er tilsparað til þess að leggja smiðshöggið á með að eyðileggja sauðfjárræktina og iandbúskap- inn yfir höfuð, — það þarf heldur ekki stór högg í því efni. E.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.