Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1898, Qupperneq 3

Fjallkonan - 23.12.1898, Qupperneq 3
23. des. 1898. FJALLKONAN. 199 „ Lands “-svíviröingin. n. Þvílík óhæfa, að sveitamenn skuli skrifa í blöð! En það er líklega bót í máli, að þeir skrifa ekki nema í Fjallkonuna! Eitthvað þessu líkt vakir fyrir Þorsteini öísla- syni. Varlega skyldi hann samt fullyrða það, að kaup- staðarbúar sé yfirleitt mentaðri eða viðsýnni enn sveitamenn. En hann mun sérstaklega eiga við Reykvíkinga, og það eru þeir einir, sem hann álítur færa til að skrifa í blöð. Eftir hans skoðun ættu líka Reykvíkiugar einir að sitja á þingi. Hann getur ekki afsakað ummæli sín með því, að hann eigi að eins við „þröngsýna kotkarIa“ og „ó- mentaba sveitakarla“, eins og hann kemst að orði. Hann tiltekur sérstaklega sveitaménn, af því að hann álítur þá standa skör lægra að viti og þekk- ngu enn kaupstaðafólkið. Þetta er alveg í samræmi við það, sem stundum má heyra á argasta kaupstaðaskríl, að allir sveita- menu, sem ekki eru með hvítt um hálsinn og á stig- vélum, eru kallaðir „sveitadónar“. Þetta hefir Þ. ö. getað lært, þó honum hafi veitt skólanámið örðugt. Bágt mun og Þ. G. eiga með að bera á móti því, þó honum þyki við sveitakarlar lítilmótlegir, að sum- ir okkar eru fullvel sendibréfsfærír, en það getur hann sjálfur naumast heitið. Ég skal t. d. benda á prestana séra Arnljót Ólafsson á Sauðanesi og séra Þorvald Bjarnarson á Mel, og marga fleiri presta, kennarana við Möðruvallaskólann, nokkra sýslumenn og lækna, ýmsa alþingismenn, fáeina embættislausa lærða menn og loks ekki allfáa bændur, þó Þorsteini þyki eflaust skömm að telja þá með. Þann hugsunarhátt, sem lýsir sér í ummælum Þorsteins um kotkarla og sveitakarla, má með sanni kalla lands-svívirðing. Hann er auðsjáanlega sprott- in af þeim þrælslegasta kúgunaranda og fúlustu fyr- irlitningu fyrir mestallri þjóðinni, því mestallir lands- menn eru sveitamenn. Hvernig lízt nú almenningi á ættjarðarást og vel- vild annars eins Jeiðtoga? Líklegt væri, að þeir menn, sem hafa fengið ein- hvern snefil af þekkingu á óglæsilegum högum al- þýðunnar, mundu fremur finna til með henni, en það er hvorttveggja, að Þorsteinn Gíslason hefir ekki þekkinguna til að bera, enda bætir innrætið ekki úr. Druknanir. 3. nóvember druknuðu 12 menn á Eyjafirði. Kollsigldu sig tveir bátar í Krossa- nesál fyrir utan Oddeyri ; gat Guðmundur skipstjóri Jónsson á Oddeyri bjargað mönnunum af öðrum þeirra, en af hinum varð að eins formanninum bjargað, Tryggva Jónassyni frá Bandagerði: af þeim bát drukn- uðu tveir menn: Jón Jósepsson, frá Glerá, frá konu og ungum börnum,og unglingspiltur frá Stóra-Eyrar- landi, Jón að nafni. Sama dag fórst bátur frá Krossum á Árskógsströnd með 4 mönnum: þrem bræðrum er hétu Þorvaldur, Baldvin og Vilhjálmur Þorvaldssynir bónda á Kross- um, og vinnumaður frá sama bæ Gunnlaugur Sigurðs- son. Þá fórust enn 2 bátar við Böggversstaðastand í Svarfaðardal, og druknuðu þrír menn af hvorum; nafngreinir „Stefnir“ þá þannig: „eftir lausum fréttum": Júlíus bóndi Guðmundsson frá Halldórsgerði, Eggert bóudi Jónsson frá Hreiðarstaðakoti, Björn Sigfússon húsmaður frá Tjarnargarðshorm, Hallgrímur Krist- jánsson vinnumaður frá Ingvörum, Haraldur Jónsson unglingspiltur frá Tjarnargarðshorni og maður vest- an úr Fljótum, Guðmundur að nafni. Húnavatnssýslu, 25. nóv.: — „ Tíðin hefir verið hér síðan á réttum og til skamms tíma yfir höfuð góð og þurviðrasöm. Síðan um skifti hafa verið óstillur og úrfelli, oftast kafald og hríðar af ýmsum áttum. Lömb víðast komin alveg á gjöf og farið að gefa fullorðnu fé viðast. — Böðunum nær allstaðar lok- ið, og heyrist eigi getið að menn sýni verulegan mótþróa í því efni. En þrátt fyrir það er þó mörgum hálfilla við þessi kar- bólsýruböð, og allmargir greindir og eftirtektasamir fjármenn og bændur fullyrða, að síðan farið var að viðhafa böðin, þá sé ullin miklu minni og hismislegri að vorinu. Ennfremur kvarta margir um ullarlús í fénu eftir baðið, að féð sé kulsamara og kveifarlegra, sé hættara við kvillum, t. d. bráðapest og jafnvel lungnaveiki. Sumir brúka kreólín, en mönnum geðjast eigi alls- kostar vel að því heldur. — Bólusetning hefir þegar fram farið í ýmsum hreppum sýslunnar, sumstaðar þó að eins hjá örfáum bændum. Á mörgum bæjum hafa drepist af bólusetningunni ein eða fleiri kindur, flest 6 eða 7, að því er heyrst hefir. Það eru margir, enn sem komið er, hálfragir við að láta bólusetja fé sitt, vilja kannske láta aðra ríða á vaðið fyrst. — Þá er að minnast á horfellislögin nýju. Það má fullyrða, að eins almenn og megn óánægja hefir eigi komið í ljós út af neinum lögum sem þessum. Sumir hreppstjórar munu eigi ætla að framkvæma neina skoðun eða ásetning, að minsta kosti ekki á þessumtíma. Það er heldur ekki gott að sjá, hvernig hreppstjórar eiga að framkvæma þessar skoðanir samkvæmt fyrirskipun amtmanns, því eftir skýrsluformi, sem öllum hreppstjórum er sent, verða þeir að skýra frá, hve margar vættir af heyi hver búandi hafi fyrir fénað sinn! Það er næstum ótrúlegt, að hámentaðir menn skuli gefa út aðrar eins fyrirskipanir og þessar, sem ailir ættu að sjá, að allsendis ómögulegt er að framkvæma svo nokkurt vit sé í. Fyrir utan þetta virðist liggja i augum uppi, að þessar ásetnings-skoðanir hafi næsta litla þýðingu, en á hinn bóginn tilfinnanlegur kostnaður fyrir sveitarfélögin. En hvað sem gagnsemi þessara skoðana líður, þá eru vesalings hrepp- stjórarnir og aðstoðarmenn þeirra sannarlega ekki öfundsverðir af þessum starfa“. Austur-Barðastrandarsýslu, 26. nóv.: „Það er sjaldan, að blöð vor flytji fregnir úr þessu héraði, enda er hér strjálbygt víða, afskekt og fátt um samgöngur, einkum á vetrum. Stafar það mjög af vondum vegum og örðugum milliferðum. Það er sjaldan um fjörugt félagslíf að ræða í þessum útkjálka-sveitum; þar sem óblíð náttúra, slæmir vegir og að síðustu hið íslenzka svefnmók hamlar mönnum frá öilum samgöngum, svo hver hýr- ist í sínum kofa, án þess að koma saman á almennum fundum

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.