Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1898, Page 1

Fjallkonan - 31.12.1898, Page 1
Kemr út um miðja viku. Árg. S kr. (erlendis 4 kr.) Auglýsingar ódýrar. Gjalddagi 15. júli Upp sögn skrifleg fyrir 1. okt. Afgr.: Þingholtsstræti 18 FJALLKONAN. XV, 61.—62. Reykjavtk, 31. desember. 1898. Frá útlðndum hafa borist blöð frara uudir nóv- emberlok tneð kolaskipi til Fischers-verzlunar, sem liggur hér nú. Engar stórfréttir. Það þótti mestum tíðindum sæta, að fullyrt var að Dreyfus væri á heimleið til Frakklands, kallaður heim til að mæta í máli sínu, eins og blöðin höfðu íyrir nokkru spáð. Ætlunarskrá stjórnleysingja. Eftir að ítalski illvirkinn Lucheni myrti keisaradrotninguna i Auetur- ríki, hefir, sem kunnugt er, verið í ráði að stjórnir Evrópuríkja tækju til alvarlega ráða, að bæla ill- þýðisflokk „anarkista“ eða stjórnieysingja. Það mál er því á dagskrá, og er ekki ófróðlegt, að þekkja ætlunarskrá flokks þessa, enn hun hljóðar þannig: „Yfirmaður vor er óvinur vor. Yér stjórnleysing- jar (þ. e. menn, sem höfum engan yfir oss) höfum einsett oss að vinna á öllum þeim, sem til valda halda hafa rænst eða ætla sér að gera. Óvin- ur vor er hver eigandi, sem heldur jörð og lóð fyrir sig og lætur dagíaunamenn vinna sér í hag; óvinur vor er verksmiðju burgeisinn, sem fyllir verksmiðju sína launuðum þrælum; óvinur vor er ríkið, hvort heldur er einveldið, lýðveldið eða verkamannaríkið, með öllum sínum embættlingum, herstjórum og sveit- arforingjum, valdsmönnum og Iögreglunjósuurum. Óvinur vor er alt átrúnaðarvald, hvort sem það er kent við djöfulinn eða algóðan guð, sem prestarnir, valmennin, hafa svo lengi drotnað yfir oss fyrir. Óvinur vor eru iögin, sem ávalt eru höfð til að kúga lítilmagnann uodir ok hins yfirsterkara, til e.ð rétt- læta glæpina og gera þá dýrðlegs. En séu eigna- menn, verksmiðjuburgeisar, ríkja forráðendur, prest- arnir og lögin vorir óvinir, þá erum vér ekki síður þeirra óvinir, og vér fylkjum oss djarflega til söknar gegn þeira. Yér viljum ná aftur jörðunni frá jarð- eigandanum, verksmiðjunni frá verksmiðjueigandan- um. Yér viljum afmá ríkið, og ná frelsi voru, þrátt fyrir alla presta og löggjaía. Vér viljum af fremsta megni gereyða öllu lagalega fyrirkomulagi og iýsum oss í samábyrgð við hvern þann mann, sem með byltingaráðum afneitar lagavaldinu. Ö!I lagaleg meðul eru oss andstygð, því í þeim er fólgin afneit- un réttar vors; eigi viljum vér heldur almennan at- kvæðisrétt, er svo nefnist, því vér viljum ekkert láta af voru persónulega einveldi, og eigi gera oss samseka í glæpum þeirra sera killa sig fulltrúa vora. Vér viljum vera vorir eígin herrar, og hver af oss, sem sækist eftir að verða yfirm'sðnr eða for- ingi, er svikndóignr. Til vorra kasta kemur að ná aftur því sem er sameiginlcg eign og kollvarpa allri stjórn“. Horfið fijót, í októberm. þornaði Doná alveg upp á l1/^ kílómeturs löngu svæði, milli Immending- en og Möhringen, þar sem Baden og Wurtemberg liggja saman. Fljótið hvarf þar niður í undirdjúp, og þótti sem von var bæði furðulegt og ískyggilegt, Mátti sjá fjölda fólks á gangi á þurrum fljótsbotn- inum og suma ríðandi á hjólhestum. Fljótið kemur upp aftur þar sem Hohgau heitir. Síðan hefir ekkí heyrst frekara um nýbrigði þetta, og alt í óvissu hvað til bragði mu.’idi verða lekið; getið til að fljót- ið mundi komast í samt lag, ef stórrigningar gerði, ella eigi með öðru móti en að veita öðru vatnsfalli eða stöðuvatni í farveginn. Nýtt byggingarefni. Þýzkar verkfræðingur Olschevsky hefjf nýiega fundið upp að búa til múr- steina og þaksteina úr blendingi aí sandi og kaiki, 90—94°/0 af hinu fyrra, en 10—6°/0 af hinu síðara. Steinar þannig gorðir eru sagðir betri en hinir brendu úr leiri, er áður hafa verið notaðir, og fult eins ódýrir. Bjart hár og blá augu. Það segja nú merkir fræðimenn, að ekki muni sjást í heiminum eft- ir nokkur hundmð ár. Þetta er að sögn karlmönnun- um að kenna, sem vilja heldur eiga svarthærðar stúlkur enn bjarthærðar. Af 100 bjarthærðum meyjum á Eng- landi geta 55 gert sér von um giftingu, en af 100 svarthærðum meyjum 79. Þess má og minnast, að Hómer talar um bjarthærðar þjóðir í Ilions kviðu, en þjóðir á því svæði eru nú svarthærðar. Gallar (Frakkar) vóru lika bjsrthærðir á dögum Rómverja. Búnaöarbálkur. Ráð við doða á kúm. (Eftir norskan dýralækni, Karl Winsnes). Það er iiýlega komin út bók „nm doða á kúm“ (,,Kalvningsfeberen“) eftir danskan dýralækni Schmith í Koiding, sem mun hafa mjög rnikla fjárhagslega þýðingu fyrir bændur. Doði á kúm er á síðari tímum orðinn mjög algeng sýki, síðan meðferð þeirra breyttist tii batnaðar. Sýkin kemur rétt eftir burðinn, og fyrir henni verða jafnast feitusta og vænstu kýrnar. Víða í Noregi, einkum kring um Kristjaniu, drepast 75 af 100 sem fá veikina. Færustn dýraíæknar hafa ransakað þessa sýki, án þess að þeim hafi tekist að finna duganái varnarráð gegn henni. Einstöku ransakendur hafa álitið, að sýkin kæmi af efnabreyting í vökvam kálfslegsins, sem ylli því að skepnan yrði alveg máttvana, þegar þeiT bærust út í blóðið. Sumir héídu að þetta stafaði af óreglnlegri

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.