Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 4
204 FJALLKONAN: 51—52. so Bem hún, hvað sem nm mig má, segja, setti ávalt. sína von til guðs i allri þraut, lagði hann þetta á horð fyrir oss, að af voðaráði var dregið í ána rétt fyrir framan bæinn; þar gáfust þá 60 laxar; vð hinn minsti fjðrðung, en hinn mesti rúma þrjá fjórðunga, og so hver þar á milli, so ei alleínasta varð alt þar með yfirfljðtanlegt í það sinn, heldur til gððs vetrarforða. Yissi enginn þar hefði fyrr þvílík veiði gefist. 26. Víð komum so saman í h. hjðnaband á Mikaelsmessu 29. sepfember 1753. Var Madame Anna Dorothea, frú hra Björns Markússonar, þar forgangskona að búa til rétti og þvi- likt, sem alt fór i ypparlegu og bezta lagi. Hún hafði með sér eldpott og þar í logandi járntein til að ótta skríl frá búri og að hún skyldi með það alt hafa liðugan gang, og var það mikið vel til faliið, þó það líkaði ei öllum. Hún kom og so til leiðar að höfðingjar og nefnarmenn offruðu presti á altari eftir af- staðna hjðnavígslu; varð það að samtöldu 10 rixdalir; fékk hún fyrir alt þetta hrðs og geðþekni; við launuðum og henni sína fyrirhöfn ærlega. Enda hefir hvorki hann né hún slitið trygð og trúfesti við okkur. Fyrir mina hönd fékk ég officialem á- minstan, Sra Jón Magnússon, en fyrir hönd Þórunnar minnar var brððir hennar Lauritz við drykkjudaginn. Eftir talaði Sra Jðn til mín, hvers náfrændi ég þó er, og sagði: „Aldrei varstu, Jðn, verðugur þess, að eiga hana Þórunni Hannesdóttur, þó það verði nú so að vera“. Þar til svaraði Lauritz: „Stendur þú ei betur með honum frænda þínum; ’sá er fuglinn verstur, er í sjálfs síns hreiður drítur’; haf þú nú skarpa^skömm ogvanþökk fyrir heimsku framhleypni þína; fyrst guð vildi so hafa það, þá mega allir þar um þegja, og þú ei sizt, en máttugur er guð að gera hann að miklum manni, og þar til skal ég héðan af styrkja með ráð og dáð“, — eins og hann enti. Allir aðrir gáfu hér að góðan róm og sefuðu frekara^upphlaup, sem hér af ætlaði að verða, so sneypan lenti mest á prófasti sjálfum. Höfðu og fleiri horn í siðu hans vegna fávizku hans og stoltheita. Tveim vetrum síðar héidu skólapiltar honum gildan snorra, og með þann rassskell, með öðru sléttu mannorði, komst hann úr Norð- urlandi vestur að Staðastað. — ’Eftir lifir mannorð mætt, þó maðurinn deyi’. — Það var og munur bræðranna, að Skúli fó- veti sagði þá hann burt fór: „Fari nú Skagafjörður ætíð vel“, en hinn: „Fari hann í h(elvítis) h(unds) rass“. — ’Orða er hver ráðandi’. — Strax eftir Bama haust lagði yfir mikill snjór, sem aldrei tókst upp, heldur óx æ meir og tók ei fyrr upp enn sólbráð kom vorið eftir, hvar af mesti gripafellir orsakaðist, síðan hungursneyð og mikill manndauði, sem við hélst í tvö ár þar eftir. Mistum við þá nærfelt ailan sauð og hrosspening, en kúnum héldum við eftir. Hér með lenti á okkur barnaféð af vankunnáttu njinni og góðmensku, sem mér hefir oftar að mæðu komið. Urðum þá að selja Auðúlfsstaði 70 hdr. fyrir 200 rd., þar jörðin var orðin niður nídd og bygðist ei nema með litlu afgjaldi, en hin 30 hdr. seldi Jón stjúpsonur minn í sinu rasi síðar meir; þanninn fór sú fasteign. — Um veturinn 1754 sál- aðist Sra Stephán íLaufási; kaus hann mig eftír sig, ogennfleiri studdu þar að; fór ég að sækja þar um; sendi að Hólum eftir erklæring til stiftprófasts Sra Jóns. Hann hélt manni mínum so lengi hjá sér, þar til búin vóru leynibréf, er hann Bendi með honum, fyrir mág sinn, Sra Jón Vídalín, hver eð fékk það kall, en naut þess ei lengur enn 4 ár, þá þau dóa þar bæði, en ég fékk anusvar, að vegna þess ofsnemma hefði komið 4' sæng hjá konu minni, kynni mér ei brauð veitast án kónglegrar upp- reisnar, og hér af kom sú fororðning hér inn soleiðis hljóðandi. Þennan vetur flutti ég mig á vagni frá Keynistað yfir að Frosta- stöðum; tók ég hann á leigu hjá Þóru hústrú; það vóru þau einu góðu not, er ég hafði af henni. Nær ég varð af að ég fengi Laufásinn, skrifaði tengdamóðir mín mér til, að ég skyldi til sín koma og útvelja mér bækur. Var hún þá komin að Grund í Höfðahverfi, hvað ég og gerði, og valdi mér þær upp á 20 rd. Ég fékk henni aftur það henni bezt hngnaðist. Hún gat þá ei betur við mig gert enn hún gerði. Meðal annars nefni ég eitt af fornaldarmóð til gamans. Nær ég skyldi hvíi- ast og búið var að draga af mér stígvélin, dregur hún af mér sokkana Bjálf; þar er við höndina mundlaug með volgu vatni; þar úr þvær hún alla mína fætur og fram á miili hverrar táar og þurkar so nákvæmlega vel aftur og signdi so yfir. En þá kvöl sem ég hafði af að bera af kitlum þeim, sem ég hafði í iljum og tám, verður ei af mér útmáiað; ég komst allur í svita af þ8irri ofraun, því ég mátti ei láta bera á þeirri meinsemd. — Hún hafði ein þau dæilegustu sönghljóð, sem ég hefi heyrt, sem hún og hafði óskert til dauða, er hún burt kallaðist á áttræðis aldri. — Blessuð sé hennar minning. Alþýðu-atkvæði (referendum) í Sviss um landsmál. Sviskur þingmaður, Theodor Curti, hefir gefið út bók um „Árangur alþýðu-atkvæðis (referendum) í Sviss,“ eða rétt þann sem landslýður Svissa hefir til að ráða því að lokum, hvort þau lög, sem ríkis- þingið hefir samþykt, skuli gilda eða ekki. Síðustu 24 ár hefir slík atkvæðagreiðsla farið fram 24 sinnum. Frumkvæði lýðsins eða réttur alþýðu til að leggja sjálf fram frumvörp hefir verið notaður þrisvar sinn- um á þessu tímabili. Ef með er talin atkvæðagreiðsla lýðsins um sam- bandsstjórnarlögiu 1874, þá hafa Svissar að eins 28 sinnum notað þenna alþýðu atkvæðarétt. En með því að slíkir atkvæðafundir fara jafnan fram á sunnu- dögum, verður eigi sagt, að þjóðin hafi kostað mikl- um tíma og efnum til að nota sér þessi mikilvægu réttindi. Svissar eru hagsýnui en íslendingar, sem ekki vilja halda þjóðhátíðir sínar á sunnudögum. Af lögum þeim sem almenningur hefir greitt jat- kvæði um hafa 22 verið feld. Sum af þeim hafa síðar gengið fram, þegar þeim hefir verið breytt eft- ir þörfum. Höfundur þessa rits, sem hér var getið, segir svo um þennan alþýðu- atkvæðisrétt: „Þessi réttur er póiitískur skóli fyrir þjóðina og mikilsvert meaningaratriði. Af honum leiðir, að allar stéttir mannfélagsins fást við stjórnmái og öðlast smámsaman pðlitíska þekkingu. Umbætur mentamál- anna eru samfara áhrifum alþýðunnar á löggjöfiaa, og oft er það hafl fyrir ástæður, þegar verið er að ræða um Dý fjárframlög til alþýðuskóla, að sú þjóð, sem sjálf er skyld að taka beinlínis þátt í löggjöf landsins, verði að eiga kost á svo mikilli og víð- tækri mentun sem unt er. Alþýðu-atkvæðisrétturinn hefir eigi að eins verið til ómetanlegs gagns í löggjöfmai sjáífri, heldur og haft áhrif á alt pólitiskt iíf, með því að viiji almenn- ings hefir með því móti haít yíirhönd. Þegar sjálfir stjórnmálamennirnir geta að mestu leyti farið sínu fram, og eru ekki svo háðir almennings vilja og á- hriíum sem í Sviss, er ætíð hætt víð að þeir myndi flokk út af fyrir sig, og að eigia hagsmunir þeirra verði í fyrirrúmi fyrir hagsmuuuœ almeanings. Alþýðu-atkvæðisrétturinn miunir þjóðfulltrúana ætíð á skyldu sína og hvetur þá til að haýta sem fastast bandið milli þeirra og þjóðarinnar. Burke hefir sagt: „Þegar stjórn og þjóð er sitt á hvoru máli, hefir síjórnin oftast á röngu að standa“. í Sviss hefir aldrei verið ástæða tii að kvarta um árangurinn af hinni beinu hluttöku alþýðu í löggjöfiími“.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.