Fjallkonan


Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 5

Fjallkonan - 31.12.1898, Blaðsíða 5
31. des. 1898. FJALLKONAN. 205 Leitað fræðslu til Dagskrár. í „Dagskrá11 J). á. segir svo á bls. 46 um tilvonandi prestsvígslu á tveim kandídötum: .... „Það er sjaldgæft að prestavigslur hafi farið fram á rúmhelgum dögum, mun það vera í annað skifti hér á landi“. . . . En viljið þér ekki, Sig. Júl., fræða mig um, hvort ekki hafi verið vígðir á rúmhelgum dögum þessir prestar: 1. Benedikt Hannesson, fimtudaginn 1. nóv. 1759 til Miðdala- þinga og 2. aama dag Sigurður Jénsson, aðstoðarprestur til Hítarnesþinga, 3. Árni Þórarinason (síðar biskup á Hólum), mánudag 3. júlí 1769, til Seltjarnarnesþinga, 4. Erlendur Hannesson, sama ár og dag, aðstoðarprestur að Setbergi, 5. Gísli Gunnlaugsson, sama ár og dag, aðstoðarprestur að Helgafelli, 6. Jðn Gíslason, mánudag 24. sept. 1792, aðstoðarprestur að Hjarðarholti í Dölum, 7. Friðrik Jðnsson, miðvikudaginn 11. marz 1818, aðstoðar- prestur að Stað á Eeykjanesi, 8. Jón Magnússon, föstudaginn 2. okt. 1818, að Hvammi í Norðurárdal, 9. Ólafur Sívertsen, miðvikudaginn 30. júlí 1823, að Flatey á Breiðafirði, 10. Hannes Arnórsson, miðvikudaginn 13. okt. 1824, til Ögurs- þinga ? Fávts spyrjandi. Veður hefir verið hávetrarlegt um jólin og snjó- koma nokkur; eru sögð harðindi úr sveitum, og haglaust víða. Hinsvegar er almennicgur illa undir veturinn búinn; heyforði með minsta móti, því eng- ar vóru fyrningar frá árinu i fyrra, og heyin auk es8 víðast illa verkuð. Þjðfnaður. Skömmu fyrir; jólin var stolið úr verzlun Coplands & Berries á Stokkseyri, um nótt. Urðu verzlunarmennirnir, sem búa uppi á loftínu, varir við nndirgang, að þeim virtist, niðri í búðinni, kl. 10 um kveidið, og fóru þegar ofan með Ijós og leitnðu vandlega um búðina, vörugeymsluhúsið og kjallarann, en urðu einskis varir. En um morgun- inn snemma sáu ferðamenn, er fóru þar um, að geymsluhúsið var opið og gerðu verzlunarmeunina vara við. Sást þá að stolið hafði verið miklu af smjöri, tveimur sekkjum af kornvöru. peningum þeim sem vóru í búðarskúfíunni (2 kr.) og ýmsu fleiru. Haldið er að þjófurinn, hvort sem verið hefir einn eða fleiri, hafi látlð loka sig inni í búðinni um kveld- ið, þó furðu sæti, að hann skyldi geta leynst þegar leitað var um kveldið. Upsaveiði mikil hefir verið í Hafn&rfirði og Rvík nú að undanförnu. Bankaþjófnaðurinn nppvís. Maður sá sem 5. nóv. í fyrra sveik 850 kr. út úr landsbankanum með fölsuðu sjálfskuldarábyrgðarbréfi er nú fundinn og hefi? gengist við því. Hann heitir Stefán Valdason og er viunumaður hjá Ásgeiri kaupmanni Eyþórssyni í Kóranesi (ekki Kórwnesi, eins og nafnið hefir verið stafað i Stjórnartíðindunum, ísaf. og víðar). Fjallkonan 1899. Með nýári 1899 hefst 16. ár Fjall- konunnar. Hún heíir oft átt vinsældum að fagna hjá almenningi, og það ekki síður þótt blöðunum hafi fjölgað fram úr hófi á seinni árum. Á næsta ári mun Fjallk. flytja öðrum blöðum fremur: tJtlendar og innlendar sögur og skrítlur allskonar. Ritgerðir eingöngu til að fræða al- menning, sem mjög sjaldan hafa verið í blöðum vorum. Alls konar fróðleik frá útlöndum meiri enn áður. Meðal greina um innlend efni má nefna grein um Reykjavík, sem ætl- ast er til að verði með myndum. Síðasta ár Fjallk. áttu að verða myndir í hverju blaði, en það hefir ekki getað lánast vegna þess, hve örð- ugt er að fá myndirnar frá útlöndum. Nú hefir þó tekist að ná betri samn- ingum um það, og má því búast við, að fleiri og vandaðri myndir verði í næsta árgangi, helzt af innlendum merkismönnum, einkum bændum. Af auglýsingum verður sem minst tekið í blaðið, og verður það því efn- isríkara aðtiltölu en önnur blöð, sem oft eru meir enn hálf auglýsingar. Utsending blaðsins verður fram- vegis séð um að verði sem greiðust og í góðri reglu. Blaðið kostar 3 krónur, og er á- skilið, að andvirðið sé greitt fyrir 1. júlí.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.