Alþýðublaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Summisólar og hzlar beztir og éðýrastir hjá ijvanabergsbrzírum. Kvöldskemtun heldur Leatrarfélag kvenca, miðvikudaginn 2. marz kl. 8*/a í Iðnó. Skemtiskrá: 1. Heigi Hjörvar: Sögubrot. 2. Guðrún Ágústsdóttir: Emsöngur. Katrín Viðar aðstoðar. 3. 10—12 stúlkur sýna leikfími undir stjórn Biörns Jaköbssonar. Hlé. 4. Pétur Halldórsson: Einsöngur. Katrín Viðar aðstoðar. 5. Þórbergur Þórðarson: Blekking. 6. Glettni lífsins: Vfsur sungnar af 4 ungum stúlkum. Aðgöngumiðar fást í bókaverzlunum Sigf Eymundssonar og Arsæls Arnasonar á morgun frá kl. 10—7, og f Iðnó kl 7—8 llz, og kosta sæti kr. 2,50 og kr. 2,00. stæði kr. 1,50 og barnasæti kr. 1,00. Hásið opnað 1<1. 8. sé farinn að fást við pólitík, geng inn í Vísisliðið og orðinn efstur á C listanum. Og í þeim félags- skap hef eg ekki frekar að gera við heila en Kobbif Heilann máttu eiga og gera við hvað sem þú vilt,* Og með það fór Magnús. Siðan var læknirinn lengi í vandræðum. Hann ákvað að skifta heiianum milli verðugra andlega volaðra. En hverjir höfðu þörfina mestaf Svo kom mentamáianefnd- arfrumvarpið. Þá tók læknirinn „rommbúðinginn" og skifti hon- um jafnt á milli Guðmundar Fmn- bogasonar og Sigurðar Sívertsen. Á eftir stúdentafundinum var læknirinn alveg hissa, Þeim hafði ekkert batnað Guðmundi og Sí- vertsen. Alt í einu rann ljós upp fyrir lækninum. ,Æ, því læt eg svona“, sagði hann við sjálfan sig, .það var ekki von á betra, því það var heilinn úr honum Magnúsi*. Napóleon Jónsson. Un iapi 09 veginn. Lánsfé til byggingar Alþýðu- hússins er veítt móttaka f Al- þýðubrauðgerðinni á Laugaveg 61, i afgreiðslu Alþýðublaðsins, í hrauðasölunni á Vesturgötu 29 eg á skrifstofu samningsvinnu Dagsbrúnar á Hafnarbakkanum. Styrkið fyrirtækiðl Gott reikningshöfuð situr á fréttaritara blaðsins .íslendings". I skeytum í því blaði er sagt frá kiofningi sósialistafíokksins ítalska þar sem 58 þús. fylgdu komm- únisturo, en 98 þús. gátu ekki fallist á hin svokölluðu Moskva skilyrði (fyrir upptöku í Alþjóða- félag kommúnista). Hann segir sem sé frá þessu á þann hátt að aí ítalska sósialistaflokknum séu g$°lo hægfara sósialistár en 2°/o bolsivfkarl Ekkert eímasamband verður í dag við afgreiðslu blaðsins, vegna þess, að verið er að flytja húsið. En sennilelega kemst það á aftur á morgun. Kvölskemtun er í kvöld í Bár- unni til ágóða fyrir ekkju Bjarna Dagssonar. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 1 i dag l Bárunni. Samskotin til ekkju B. D. Jóhanna Jónsdóttir 5 krónur. Athygli viljum vér vekja á auglýsingu á öðrum stað í btaðinu frá Lestrafélagi kvenna, um kvöld- skemtun. tjbrnralegt slys. Síðastl. laugardagskvöld drukn- aði maður hér á höfninni, Guð- mundur Salómonsson frá ísafirði; kvæntur maður. Slysið skeði á þann hátt, að Guðm. ætlaði að komast út í togarann Kára, sem hann var háseti á, en afspyrnu- veður var á og háflæði, svo brot- sjóar gengu yfir garðinn. Heyrðu skipverjar hann kalla af garðin- um og skutu i iand báti; en er þeir kotnu að garðinum var Guðm. horfinn af honum, er taiið vfst, að sjór hafi skolað honum út af garðinum. €r!eni simskeyti. Khöfn, 1. marz. Frakkar og Bretar. Símað er frá London, að á fundi bandamanna þar hafi verið samþykt að setja rannsóknarnefnd, þar eð Briand hafi á engan hátt viljað slaka til í austurlandamál- unum. Parísarblöðin eru ánægð mcð festu hans, en Iundúnablöðin eru óánægð með pólitfskan ósigur Englands. Yerkbann í Danmörkn. Atvinnurekendafélagið hefir sam- þykt að útiloka frá vinnu 40,000 múrsteinsgerðarmenn o, fl. næsta mánudag. Finnland fær ekkert lán. Fregn frá Helsingíors segir, að Finnland fái ekkert ián f Ame- rfku og sé ián&markaðurinn lok- aður í bráðina. Stox* stofa til íeigu. Upp- lýsingar á afgr. Alþýðublaðsins. Ritstjóri og ábyrgðarmaður : óiafur Friðriksson, Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.