Fjallkonan


Fjallkonan - 20.01.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 20.01.1900, Blaðsíða 1
Kenrar út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr. eða l'/a doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrir- fram). Uppsögn (skrifleg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. oktð- ber, enda bafi hannþá borgað blaðið. AfgreiÖBla: Þing- holtsstrœti 18. VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavík, 20. janúar 1900. tfr. 2. Landsbankinn er opinn hvernvirkandagkl.il—2.Banka- Btjömin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni Btundu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til útlána. Forngripasafnið er nú flutt í Landsbankahúsið og verð- nr ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lœkning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnaistræti 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. ¦j. ^ ^ ^l^ ^vU *J*- -vU ^U >sU_ ^l* -sl- ^U •nU _____¦>!- -*U_____ --------._._.------.------------------.-—7-r-—.i-.rT.1.--— Ferðakostnaður þingmanna. Ekki verður það séð af Alþingistíðindunum, hve mikill alþingiskostnaðurinn hefir orðið á síðasta þingi, því fullgerða reikninga vantar yfir prentun og útsending Tíðindanna. Eu svo er að sjá, sem kostnaðurinn muni verða nær 40 þúsundum króna, að með taldri yfirskoðun og prentun landsreikninganna 1896—97, sem var um 1800 kr. Eu ferðakostnaðar reikningar þingmanna eru eins og vant er prentaðir í Alþingistíðindunum, og eru þeir ekki ófróðlegir. Hér skal bent á ferðakostnaðar reikninga nokkurra þingmanna, sem eitthvað þykja at- hugaverðir. Þingmaður Snæfellinga á Staðastað, séra Eiríkur Gíslason, reiknar sinn ferðakostnað 218 kr. 75 au. Hann býr þrjár dagleiðir frá Reykjavík, ef farið er með eimbátnum „Reykja- vík" til Borgarness. Minna sýndist hefði mátt nægja. Með enn meira stærilæti ríður Skaftfellinga- goðinn, Guðlaugur sýslumaður. Hann býr fimm dagleiðir frá Reykjavík og reiknar sér 372 kr. í ferðakostnað. Þá er ferðakostnur þingmanns Mýramanna, Halldórs Daníelssonar, fullríflegur. Hann reikn- ar hann 65 kr., og fór þó aðra leiðina með „Reykjavíkinni", og gat því farið allaleiðinaá dag. Langhæstur er reikningur 2. þingm. Norður- Múlasýslu, Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót (ekki í Bakkagerði, eins og stendur í Alþ.tíð.). Hann er 614 kr. En hann varð að haga ferðum sínum öðruvísi en hann hafði ætlað vegna sjúk- leika, og mun einnig hafa tafist við það, og fyrir því er reikningur hans svo hár. Ferðakostnaður þingm. Austur-Skaftfellinga Jóns prófasts á Stafafelli er að tiltölu mjög lágur, 86 kr. 50 au. Þingin. Eyfirðinga, Klemens sýslumaður, reiknar sér 275 kr. 50 au. í ferðakostnað, eða nær því helmingi meira en þingm. Suður-þing., Pétur frá Gautlöndum, sem á þó fuliri dagleið lengra á þing. Hann telur ferðakostnað sinn ekki nema 148 kr. Og mikill munur virðist vera á ferðakostn- aðarreikningum þingmanna Rangvellinga; annar þeirra, Þórður í Hala, reiknar ferðakostnað sinn 92 kr., en hinn, sem á ekki fullri dagleið lengri ferð, reiknar sinn ferðakostnað 148 kr. Dýrt er fara milli eyjarinnar Vigrar og ísa- fjarðar kaupstaðar. 2. þm. ísf., Skúli, reiknar sér 64 kr. 30 au. í ferða kostnað, en 1. þm. ísf., séra Sigurður, 93 kr. 30 au. eða um 30 kr. meira, af því hann býr í Vigur. 1. þm. Gullbringu- og Kjósars., Þórður Thor- oddsen, reiknar sér um 40 kr. ferðakostnað frá og til Keflavíkur, og mun þó hafa farið á eim- bátnum „Reykjavík". Ekki er þar óríflega í lagt. 2. þm. Gullbr.- og Kjósars., Jón Þórarinsson í Hafnarfirði, reiknar sér minstan ferðakostnað, 10 kr., enda á hann að eins klukkutíma reið til Reykjavíkur. Betur gerði þó 2. þm. Árnes- inga, Þorlákur í Fífuhvammi, sem á litlu skemra til þings, því hann gefur sinn ferðakostnað. Hinir þingmennirnir, sem ekkí hafa verið taldir hér á undan, telja þannig ferðakostnað sinn: Björn Sigfússon á Kornsá, 1. þm. Hv., 155.00, Einar Jónsson á Kirkjubæ, 1. þm. N.M., 258.50, Gaðjón Guðlaugsson á Ljúfí- stöðum, þm. Strandam. 135.50, Guttormur Vig- fússon í Geitagerði, 2. þm. S.-M., 338.50, Jens Pálsson i Görðum, þra. Dalam. 8.00, Jón Jóns- son á Seyðisf., þm. Eyf. 146.00, Ólafur Briem á Álfgeirsvöilum, 1. þm. Skagf. 180.00, Sigurð ur Gunnarsson í Stykkishólmi, 1. þm. S.-M 40. 00, Sigurður Jensson í Flatey, þm. Barðstr. 42.00, Valtýr Guðmundsson í Khöfn, þm. Vmey. 298.00, Þorkell Bjarnason á Reynivöllum, 6. kgk. þm. 68.00 var fluttur sjúkur af þingi Þorleifur Jónsson á Sólheimum, 2. þm. Hv., 155.00. Vesturfarir. „En — er nokknð hinnm megin". Einar Ejörleifsson. Þesd orð, sem skáldið Einar Hjörleifsson eitt sinn lét fjúka um lífið annars heims, geta vel átt við, þegar rætt er um vesturheimsferðirnar. Er nokkuð hinum megin Atlantshafsins, í Kanada eða Bandaríkjunum, sem sé svo eftir- sóknarvert fyrir íslenzka bændur, að nokkuð vit sé í því fyrir þá að yfirgefa hér eignir sín- ar og óðul og flytja þangað? Það er heill mannsaldur síðan íslendingar fóru að ílytja til Norður-Ameríku, og á svo löngu timabili ætti að vera fengin næg reynsla fyrir því, hvort löndum vorum vegnar í raun og veru betur þar eða hér. Það er satt, að þar eru alt aðrir lífernis- hættir, svo að samanburðurinn verður fyrir þá sök örðugri. En svo mikið er víst, að fæstum bændum, sem flutt hafa héðan vestur, mun líða þar þeim mun betur en hér heima, að orð sé á gerandi. Eftir 10—20—30 ára búskap ætti að vera hægt að benda á mjög marga efnaða íslenzka bændur í Ameríku, af öllum þeim fjölda, sem þangað hefir farið héðan. Þess verður að gæta, að nálega einn fjórði hluti íslendinga er nú í Ameríku. En því miður munu fáir íslenzkir bændur þar efnaðir. Þeir, sem hafa talsvert undir höndum, munu flestir vera ærið skuldugir, og yfirleitt virðist svo, sem íslenzkir bændur vestra séu fátækir eins og þeir vóru hér heima. Mjög fáir þeirra munu vera í sjálfstæðri stöðu. Margir bændur, sem eru búnir að vera þar 10 —20 ár, og fóru héðan sem bjargálnamenn, hafa þar ofan af fyrir sér sem daglaunamenn annara og eiga fullörðugt með það. Það væri víst hægðarleikur að benda á marga íslenzka bændur hér heima, sem komist hafa í góð efni á síðustu 10—20 árum. Og ef íslenzkir fiskiútgerðarmenn eru taldir með, má vist finna nokkra sem á siðustu árum hafa grætt svo tugum þúsunda skiftir. Geta íslendingar í Ameríku bent á slíka gróða- menn í sínum flokki? Tæpiega. Hefir þ6 síðustu árin verið hér mesta óáran sem allir vita, en meðalár í Ameríku. Nú hefir talsverð vesturfarasótt gert vart við sig á ýmsum stöðum í landinu, t. d. I Mýra- sýslu, Skagafjarðarsýslu og líklega víðar. Og búast má við vesturflutninga-„agenti" með næstu ferð póstskipsins til þess að halda áfram starfi „agentanna", sem hér vóru í sumar og munu hafa vakið þetta uppþot, séra Jóns Bjarna- sonar og séra Friðriks Bergmanns. En áður en menn selja sig agentinum á vald, ættu þeir að vera sannfærðir um, að þeir breyti til batnaðar, og gæta þess, að auk þess sem hér er að tefla á tvær hættur með efnahag þeirra og sjálfstæði, geta þeir ekki metið að engu þau bönd, sem binda þá við ættjörð, ætt- ingja og vini. Útlitið hér heima er nu að batna. Árferði allgott; aflabrögð álitlegri en að undanförnu og íslenzkar vörur hafa stórum hækkað i verði og munu ekki lækka bráðlega. Sömuleiðis eru lík- indi til, að eitthvað fari að rætast úr peninga- skortinum. Það er því mjög misráðið af íslenzkum bændum að flytja nú tii Ameríku. Eftir hvorju skyldu þeir sækjast hinum megin hafsins? Breyting prestsgjalda. Það er orðið þjóðkunnugt, að blessaðir prest- arnir ruku til í sumar og sömdu í hendings kasti lög um launahækkun handa sér, og vóru þau samþykt á þinginu umsvifalitið með dyggi- Iegri aðstoð sjálfra þeirra. Vér skulum ekki bera á móti því, að þörf sé að breyta lðgum um laun presta, og sjálfir vilja prestar alment koma þeirri breyting á, að þeir fá laun af landssjóði. Þessi lög verða nú auðvitað því til fyrirstöðu, að prestsgjöldum eða launum presta verði breytt fyrst um sinn, og þau eru líka svo úr garði gerð, sem við er að búast um undirbúningslaus lög. Vér viljum nú á þessari stundu ihuga þetta hrákasmíði prestanna. Nefndin í efri deild sagði, að með lögum þessum væri engin ný gjöld lögð á menn; það væru sömu gjöld og áður vóru fyrirskipuð í lögum. Væri þetta alveg rétt, var engin þörf að semja ný lög um þetta efni. — Nefndin kveður þetta frumvarp vera til að skýra hin eldri lög, og að það sé bygt að mestu á úr- skurðum yfirvalda. Væri það alveg rétt, þá var heldur engin þörf að semja lögin, en þetta mun vera öðru nær. Það er kunnugt, að til er landshöfðiugja úrskurður um skyldu til að borga tvö lambseldi, sem fer í gagnstæða átt við þessi iög. Fleiri úrskurði mætti nefna. í þessum lögum álitur alþýða manna að séu margar nýjar ákvarðanir um gjöld til prests og kirkju. Þannig ber nú fleiri mönnum að greiða þessi gjöld en hin eldri lög ákveða. Áður hefir sú tíund verið gjaldstofn fyrir dags- verki, sem nefnd er öreigatiund; það er tíund, sem er minni en 5 hdr. Þetta hefir við geng- ist og við gengst enn. Svo kemur viðauki í þessum lögum um, að nú skuli allir gjalda

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.