Fjallkonan


Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.01.1900, Blaðsíða 1
Kemur út einu sinni í viku. Verð árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.eða l'/s doll.) borgist fyrir 1. júlí (erlendiB fyrir- fram). ±J u Uppsögn (skrifieg)bund- in við áramót, ógild nema komin sé til út- gefanda fyrir 1. októ- ber, enda hafi hannþá borgað blaðið. Afgreiðsla: Þing- holtsstræti 18. BÆNDABLAÐ VERZLUNARBLAÐ XVII. árg. Reykjavtk, 27. janúar 1900. tfr. 3. Landsbankinn eropinn hvernTirkandagkl.il—2.Banka- stjðrnin við kl. 12—1. Landsbókasafnið er opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stnndu lengur til kl. 3 md., mvd. og Id. til utlána. Forngripasafnið er nú fiutt í Landsbankahúsið og verð- ur ekki opið fyrst um sinn. Náttúrugripasafnið er í Doktorshúsinu, opið á sunnu- dögum kl. 2—3 e. m. Ókeypis lækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar, kl. 11—1. Ókeypis tannlœkning í Hafnarstrætí 16, 1. og 3. mánu- dag hvers mán., kl. 11—1. Bankinn. Það er ná orðið kunnugt, að stjórnin mnni samþykkja bæði seðlaankning bankans og veð- deildina, og er því von um að dálítið greiðist úr peningavandræðunum í bráð. En því miður hlýtur það að verða skammgóður vermir, því peningarnir í landinu aukast ekki að miklutn mun þó þessar 250 þús. króna í seðlum bætist við landsbankann, og ekki munu þeir sem eiga ríkisskuldabréf verða mjög bráðir á sér að selja þau fyrir bankavaxtabréfln, meðan þau ern ó- reynd, þótt þau eigi að gefa l°/0 hærri vexti. — Fjárhagsástæður vorar eru svo, að við því er að búast, að þeir sem ríkisskuldabréf eiga, hafi meira traust á þeim en innlendum verð- bréfum, þó vér höfum nú beztu von að úr þess- þessum vandkvæðum muni rætast áður iangt líður. Ef hlutafélagsbankinn á, að komast bér á í líking við áform hinna dönsku manna, sem vóru hér í sumar í þeim erindam, þá þarf auðvitað mikinn undirbúning til að setja þá stofnun á fót, og sérstaklega þarf að búa svo um hnút- ana, að ísíendingar sjálfir hafi mest-öll ráð bankans í höndum. Því æskilegast væri auð- vitað, að íslendjngar ættu að mestu leyti stofn- fé bankans. Eu hvar ætti að taka fé til þess að auka svo fjármagn bankans, að hann nægði þörfum vorum fyrst um sinn? Til þess þyrfti hann að likindum að hafa að minsta kosti 2 miljónir króna í viðbót við það sem hann hefir nú. Það eru engin likindi til, að íslendingar gæti fengið lán með minni vöxtum en 6—8°/0, því einmitt með þeim vöxtum hafa nær öll rikislán verið veitt á síðari árum, að minsta kosti lán sem smáríki hafa tekið. Það er barnaskapur að halda, að ísland geti fengið lán með betri kjörum en t. d. Montenegro, sem borgar 8°/0. Það mun því vera frágangssök fyrir íslendinga, að taka slíkt lán. En íslendingar eiga, ef vel er að gáð, um 2 miljónir króna inn í ríkissjóði Dána. Þetta fé ættum vér að geta fengið alt í einu, í stað þess sem oss verða nú framvegis greiddar 60 þús. krónur á ári í vexti af þvi. Það má, auðvitað segja, að ákvæðum stöðu- laganna verði ekki haggað. Eu Dönnm ætti að vera stór þága í því, að losast við árgjaldið og greiða heldur höfuðstólinn. Að minsta kosti virðist hyggilegra að fara fram á þetta, en að halda því fram, að íslend- ingar ættu að afsala sér öllum rétti til árgjalds- ins frá Danmörku, eins og sumir politikusar vorir hafa oftar en einu sinni haft við orð. Hins vegar virðist ekkert þurfa að óttast, þótt komið væri upp banka hér á Iandi með útlendu fé, ef jafnframt væri, auðvitað, séð um að hagsmunum landsbankans væri í öllu borgið og stjórnin væri að mestu innlend, eða fyrir- komulagið væri sem líkast því, sem meatnr hluti þing8ins kom sér saman um í sumar. Það er æði-moldvörpulegt að óttast útlent „kapital". Hafa ekki bankar í öðrum löndum verið stofnaðir með því og gefist vel? Aðrar þjóðir, þótt langtum efnaðri sé en íslendingar, fagna eugu meir en því, ef útlendir auðir flyt- jaBt til þeirra. Norðmenn, sem skyldastir eru okkur íslendingum, þó þeir séu einhver mesta framfaraþjóð, þakka íyrir, að fá útlent fé til þess að koma á ýmsum stórfyrirtækjum í iðn- aði og verzlun. Þannig eru flest iðnaðar fyrir- tæJci þeirra á síðustu árum til að nota vatns- öflín stofnuð meÖ útlendu fé að miklu leyti frá Englandi eða Þýskalandi). Palladómar um alþingismenn 1899. i. Fjállkonan hefir áður flutt þingmannalýsingar með þessari fyrirsögn, og þótti almenningi svo mikið í þær varið, að kaupendur blaðains fjölg- uðu talsvert fyrir þær. Af þvi svo langt er frá liðið, er óhætt að segja það nú, þeim sem vilja fræðast um það, að Jón Ólafsson ritstjóri var höfundur að nokkurum hinna fyrri þin<r mannalýsinga (1885), en binar síðari þing- mannalýsingar (1886) vóru flest-allar eftir rit- stjórann. Þótt „Palladómar" þessir fengi þá beztaróm hjá alraenniagi, virðist mér nú, að sumirþeirra hafi ekki verið ritaðir af þeirri sannleiksást, sem æskilegt hefði verið, og sjálfur var ég ekki nógu kunnugur öllum þingmönnunum og þing- mensku þeirra til þess að geta dæmt um þá til nokkurrar hlítar, og á þetta einkum við hina fyrri „Palladóma". En hvað ætli almenningur spyrji um sann- leiksást og óhlutdrægni þegar um blöð er að ræða? „Ekki er gaman að guðspjöllunum", sagði kerlingin, „enginn er í þeim bardaginn". — Þáu blöð munu víst vera í miklum metum hér á landi, sem hafa þá gullvægu reglu, að „traktéra" lesendurna til þriðjunga eða helm- inga í kverju blaði á fúkyrða-kássu, mest um önnur blöð og ritstjóra þeirra og þá sem fylgja sömu skoðunum og þeir — því betra, því per- sónulegra sem það er — og svo eru oftast í blaðinu nokkur vel valin lofsorð um þbtta lítil- láta blað sjálft. — Þetta er nú það sem fólk- inu smakkast alminnilega, og má af því ráða, hve góðan smekk það hefir og á hvaða sið- ferðisstigi það stendur. En hvort sem ég á meiri eða minni þátt í þeim þingmannalýsingum, sem þetta blað hefir lofað, mun ég reyna að sjá um, að virðnlegum þingmönnum verði þar sýnd öll sú kurteisi sem sæmir. Hinir eldri þingmenn, sem setið hafa á þingi síðan 1886 og lengur, eru reyndar alkunnir, og má því höfundurinn vera stuttorður um suma þoirra, og þá sem þjóðkunnastir eru mun hann að eins nefna á nafn. En um hina yngri þing- menn verður hann að vera því fjölorðari, og er þess því fremur þörf, sem þeir eru síður kunnir og sumir vandséðir, enda munu það verða þeir, sem harðast muna ganga fram við næstu kosningar, eins og það eru þeir, sem mestum glundroða hafa valdið í þinginu á síðuBtu árum. Fyrst þykir réttast að segja stutt og gagn- ort álit um hvern einstakan þingmann jafn- framt og minst verður á framkomu hans á síð- asta þingi og á undanförnum þingum, en þar að ?.uki verður í sérstakri handhægri skýrslu sýnt, hverir þingmenn hafa verið með eða móti þeim málum, sem mönnnm vórn mest áhuga- mál á síðasta þingi, og enn fremur verður þar tóladálkur, sem sýnir mælskuþrótt hinna virðu- legu þingmanna. Að endingu verður bent á, hverja þingmenn ætti að endurkjósa við uæstu kosningar, sem raunu eiga að fara fram á næsta hausti, og hverjum ætti að hafna, og jafnframt bent á ný álitleg þingmannaefni, sem munu vera ekkí allfá í landinu. Næsta skifti byrjar þá að minnast á hina einstöku þingmenn. Bending iil hesta-eigenda. Nú er sá tími, sem allar skepnur hér á landi ættu að vera komnar á hús og hey, en því er ver, að það mun vanta á mikið á að svo sé, að minsta kosti hvað hestana áhrærir. En þeir sem nú þegar hafa hesta í húsi ættu að gæta þeirra betur en þeir gera að fá- um uudinteknum. Það er ekki nóg, að bera hey og vatn til hestsins, hann þarf meira með, til þess að honum líði vel. Fyrsta skilyrðið er að húsið sé gott, því með góða húsuæði má spara fóðrið að mun. Hesthúsið þarf að vera bjart, loftgott, en þó ekki of kalt. Daglega þarf að hreinsa húsið; sé það ekki gert, verður loftið í húsinu óþol- andi fyrir hestinn, og má búast við að bestnr- inn Býkist; því loftvont hús og blautt gólf get- ur valdið mörgum sjúkdómum, gert hestinn brjóstveikan, augnveikan og fl. Ég hefi oft heyrt menn kvarta um seinnipart vetrar og á vórin, að fleiri eða færri hestar hjá þeim væru „heysjúkir". Ea af hverju stafar það? Mér er óhætt að fullyrða, að það er ekki ætíð af slæmu heyi, eins og margir halda, held- ur stafar það af vondu húsnæði og illri með- ferð, þegar þeir eru brúkaðir á vetrinn, t. d. látnir standa of lengi úti eftir brúkun o. s. frv. Það er eitt, sem ég vil alvarlega ráða til að hætt sé við hér á landi, það er að klippa hesta * í nárum. Eg er enginn dýralæknir, en ég er viss um að „náraklipping" á hestum getur ekki verið holl, því mér finst hverjum skyn- berandi manni þurfi ekki að blandast hugur um, að sé hesturinn kliptur, þá hijóti hann að vera kulvísari, og ekki sízt þar sem þetta er á hol- inu á hestinum. (Það væri gott, ef dýralækn- irinn hér Iéti til sín heyra, bæði um þetta og annað viðvíkjandi hestunum.) Ég hefi oft heyrt sagt, að gott væri að láta hesta standa á blautu gólfi, og margir hafa þann sið, að moka ekki hesthusin nema á viku fresti, og þá oft illa; það eru margir sem trúa því, að eí hesturinn sé látinn standa í óraokuðu húsi, þá sé honum borgið fyrir fótaveiki. Þeir sem því trúa, hafa ekki vel íhugað, að ein- mitt þeim hestum, sem gengið hafa á votlendi í uppvextinum, er mjög hætt við að verða fóta- veikir, þegar farið er að bruka þá, og ekki hvað sízt eftir að hörðu vegirnir komu; það er því mín meining, að fyrstu skilyrði til þess að hesturiun verði ekki fótaveikur sé það, að y

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.